þriðjudagur, 31. mars 2009

Strætó vondir við unglinga

Mig langar að benda á það óréttlæti gegn unglingum sem felst í gjaldskrá strætó. Stök fargjöld fyrir 11-18 ára eru 100 kr. Börn 6-11 geta keypt 20 miða á 750 kr. eða 38 kr. farið, unglingar 12-18 ára geta hins vegar keypt 16 miða á 1600 kr. eða 100 kr. farið, sem sagt enginn afsláttur við að kaupa miða þar. Fullorðnir greiða 280 fyrir staka ferð en 11 miðar fyrir þá eru á 2500 eða 227 kr. hver ferð. Ég skrifaði strætó í lok síðasta sumars og benti á þetta, en þeir hafa ekki séð ástæðu til að svara erindi mínu eða lagfæra hjá sér gjaldskránna.
Laufey

3 ummæli:

  1. Djöfull er þetta ósanngjarnt, maður!!!! Þetta vissi ég ekki um. Geta unglingar ekki bara tekið sig saman í einhvers konar mótmæli? Troðfylla t.d. vagn á vinsælli stætóleið og fara með honum heilan hring á háannatíma, dag eftir dag, og vera með kröfuspjöld sem benda á þetta óréttlæti. Strætó verður þá að taka mark á þeim að lokum. Baráttukveðjur,
    Heiða Eiríks.

    SvaraEyða
  2. Ég sendi boð til strætó þar sem ég kaupi alltaf miða og taldi mig vera að borga þannig minna. Þetta er svarið frá þeim:

    Afslátturinn fyrir unglinga var áður fyrr á miðunum og staðgreiðslugjaldið var þá 280 kr. 1. janúar 2007 var hinsvegar ákveðið að veita afsláttinn strax við staðgreiðslu. Þetta var gert eftir ósk foreldra, sem ekki vildu að börnin hefðu þessa fjármuni undir höndum í formi miða.

    Kveðja

    Einar Kristjánsson

    SvaraEyða
  3. Ég var líka hneykslaður á þessu um daginn og sendi bréf bæði til strætó bs og reykjavíkurborgar og þetta var svarið :
    Hundrað króna ungmennafargjald er afsláttarfargjald til ungmenna á aldrinum 12 til 18 ára. Gjaldið var lækkað á í ársbyrjun 2006 úr fullu fargjaldi, þ.e. 280 krónur í 100 krónur.
    Til viðmiðunar má geta þess að framleiðslukostnaðarverð á hvert ferðalag er um 400 kr.– því er hér um 75% afslátt að ræða! Mismunur, 300 kr., er greiddur af sveitarfélögunum í formi framlaga.

    og fleira í þessum dúr.

    SvaraEyða