mánudagur, 30. mars 2009

Vsk-lausudagarnir í Hagkaupum



Fór í Hagkaup í gær (Sunnudaginn 29.3.2009) með unga frænku mína, tilgangurinn
var að kaupa gúmmístígvél á dömuna. Hagkaup hafði auglýst "Vsk daga" á
skófatnað, sem þýðir að það hefði átt að vera 20% afsláttur af öllum
skófatnaði.
Það hefur lengi gengið sú flökkusaga að þeir hækki verðin fyrir Vsk daga og
trúði ég því svona rétt tæplega. Nú er ég hinsvegar sannfærð og hér er ég með
mynd því til sönnunar.
Stígvélin voru verðmerkt á 2490.- og borgaði ég 1999.- fyrir þau með afslætti.
Mjög illa hafði verið límt fyrir gamla verðmiðann svo það sást greinilega í
gegn að það hafði verið límt yfir gamla verðið. Og hvað kostuðu þau fyrir
hækkun?
Jú einmitt! 1999.- Vávává hvað ég græddi á þessu frábæra tilboði!
Helv.. bófar!
Valgerður G.
(P.s tók ekkert eftir þessu fyrr en heim var komið enda er athyglin svolítið
annarsstaðar en á verðmiðanum þegar maður verslar með 2 ára gömul börn :))
_______________________________

3 ummæli:

  1. Ég varð einmitt vör við þetta á vsk-lausu dögunum á barnafötum.

    kv, þórunn

    SvaraEyða
  2. While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
    EX : View Source.
    http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
    Written it very smart!
    I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
    (sr for my bad english ^_^)

    email: ya76oo@ya76oo.com
    thanks.

    SvaraEyða
  3. þetta heitir vörusvik og á að kjæra til lögregglunnar.

    SvaraEyða