fimmtudagur, 19. mars 2009

Árskortið í Hreyfingu

Ég keypti árskort í Hreyfingu í mars 2008 og hef spriklað þar til málamynda af og til. Nú er árið liðið í aldanna skaut og ég sá í hillingum að ég mundi losna við tæpan 6000 kall af vísakortinu um mánaðamótin. En nei, þá er smátt letur í samningnum og þrír mánuðir bætast við nema ég rifti samningi og greiði riftunargjald. Svo segir í bréfi frá þessum ræningjum sem mér barst í gær þegar ég tilkynnti að ég hygðist ekki endurnýja árskortið: "Samningur þinn við Hreyfingu er undirritaður: 31.03.08 til 12 mánaða og með 3 mánaða uppsagnarfrest. Binditíminn er til : 31.03.09. Berist uppsögn fyrir 14. dag mánaðar gildir hún frá 1. degi næsta mánaðar á eftir. Telst sá mánuður sá fyrsti af þrem. Uppsögn þín telst frá og með 01.04.09 og verður kortinu þínu lokað 30.06.09 (leturbr. mín). Ef þú kýst að rifta samningi þínum áður en binditíma er lokið þarf að greiða kr. 5.279,- í riftunarkostnað í síðasta lagi 17.03.09. Þá verður korti þínu lokað 31.03.09. ... Þegar gengið hefur verið frá riftun munt þú fá staðfestingu á tölvupósti frá samningar@hreyfing.is. Við viljum líka benda þér á að hægt er að framselja samninginn til annars aðila fyrir 5000 kr."

Þetta er sjálfsagt löglegt en hlýtur að flokkast undir bæði siðleysi og undarlega viðskiptahætti. Ég er náttúrulega sauður að lesa ekki samninginn almennilega en hvernig á maður að búast við svona nokkru? Er ekki eðlilefgt að árskort renni út eftir ár ef það er ekki endurnýjað? Hefði ekki verið lágmarkskurteisi við kúnnann að vekja athygli hans á þessu og benda á í tíma að segja þyrfti upp árskorti í janúar, eftir 9 mánuða gildistíma? Að árskort sé óvart rukkað í 15 mánuði? Ég veit ekki til þess að öðrum árskortum, t.d. í leikhús, þurfi að segja upp formlega. Er ekki bara verið að ræna mann og féfletta?

Bestu kveðjur,
Steinunn Inga Óttarsdóttir

18 ummæli:

  1. Ég hef sko líka lent í veseni með hreyfingu, og stend enn í basli við þá!
    skítakompaní.

    SvaraEyða
  2. Ég er í sama skít!
    Ég mun aldrei skipta aftur við Hreyfingu og ræð öllum frá því að gera slíkt hið sama.
    Pakk!

    SvaraEyða
  3. og hvar æfi þið þá þetta er líka svona í baðhúsinu eða svipað og hjá World class

    SvaraEyða
  4. Ég hjóla, syndi, geng og skokka...

    Ég þarf ekki að segja upp hlaupaskónum eða hjólinu með þriggja mánaða fyrirvara! ;)
    Svo er sundkortið einfaldlega klippikort :P

    SvaraEyða
  5. Maðurinn minn undirritaði svona samning. Síðan vorum við of sein til að rifta honum og biðum í þessa 3 mánuði og kortinu var lokað. Síðan nokkrum mánuðum seinna voru þeir ENNÞÁ að taka upphæðina reikningnum (við leyfðum þeim að taka beint af bankareikningnum). Við höfðum auðvitað samband við Hreyfingu sem lofaði að borga þetta til baka. 4 mánuðum seinna fengum við jú borgað til baka það sem við höfðum uppgötvað en þeir voru ennþá að taka mánaðarlega af reikningnum og voru svo djarfir, að senda okkur itrekun á að skuld væri ekki greidd. Það var ekki fyrr en eftir lögfræðiráðgjöf og mjög reiðan starfsmann, að loksins fengum við alla upphæðina til baka.

    Ég vara alla við þessu skítakompaníi

    SvaraEyða
  6. Það er ekkert sem heitir smáa letrið, þetta er allt með jafn stórum font. Fólk skrifar ítrekað undir samninga án þess að lesa þá og þegar það er gert getur svonalagað gerst.

    Mér finnst hinsvegar að fyrirtækin eigi að kynna fólki vel skilmála sína og vera viss um að fólk skilji hvað það er að fara útí. Ég myndi telja að það tryggi ánægju viðskiptavinanna.

    SvaraEyða
  7. Ég tel einmitt að þegar svona er, að viðskiptavinur þarf að segja upp þjónustu fyrir ákveðinn tíma eða annað sem gæti komið viðskiptavini í koll seinna ætti að ÍTREKA og SEGJA viðskiptavini SKÝRT þegar gengið er frá samning svo það komi ekki aftan að neinum. Fyrirtækið sjálft tryggir þannig frekar ánægðan kúnna!

    SvaraEyða
  8. Ég er hjá Hreyfingu og mér voru vel kynntir þessir skilmálar hjá þeim. Mjög vel meira að segja.
    Leitt að heyra annars.

    SvaraEyða
  9. Lenti í þessu líka hjá Hreyfingu. Enginn sagði mér þetta. Mjög léleg sölumennska sem er einmitt bara gerð til þess að nýta sér það að fólk klikki á þessu eins og þú og ég. Mun aldrei æfa þarna aftur.

    SvaraEyða
  10. Ég stóð og stend í þeirri meiningu að ekki sé hægt að skuldbinda einstaklinga til lengri tíma en 6 mánuði, og fyrirtæki í 12.

    Tékkaðu á þessu og athugaðu hvort þú getir ekki notað þau rök.

    SvaraEyða
  11. Er í algjöru vesini með þetta Hreyfingur. Vara alla við þessu fyritæki

    SvaraEyða
  12. Góðan daginn.

    Eftir 12 nær óslitin ár í hreyfingu varð ég að segja upp korti mínu - en í undanfara flutninga á stöðinni og svo það sem þar á eftir kom var vægast sagt ömurlegt og ekki þeirri hreyfingu samboðið - þ.e þeirri sem ég taldi mig þekkja.

    * Hækkun á mánaðargjaldi um 130% á einu ári (samt fastakúnni í sífelldri áskrift)
    * Mikil starfsmannavelta og óánægja þeirra á meðal.
    * Algjör ringlulreið vegna uppsagna á kortum (var einnig með systkyni mín í áskrift þarna og uppsagnir okkar allra fóru í rugl.
    * Haldið áfram að draga af korti eftir uppsagnartíma lauk (var reyndar lagt inn tilbaka undireins þegar ég hringdi miður sáttur eftir að hafa verið að velta fyrir mér visareikning - en þá var búið að taka 2 mánuði)

    Þetta er algjör synd því aðstaðan er fín og maður bar miklar taugar til starfsfólks og annara viðskiptavina.

    Daníel

    SvaraEyða
  13. Ég er alveg ósammála þessu hef verið hjá Hreyfingu en er því miður núna hjá WC þar er 6 mánaða uppsagnarfrestur og engin sagði mér frá því en þegar ég gerði samninginn á sínum tíma við Hreyfingu var mér sagt frá þessu ákvæði hjá þeim sem er helmingi styttri en hjá WC. Get ekki beðið eftir að uppsagnarfresturinn minn er búinn þar svo ég geti farið aftur í Hreyfingu þar sem bæði þjónustan og aðstaðan er frábær!

    SvaraEyða
  14. ég er hjá Hreyfingu og það var farið mjög vel yfir þessa skilmála þegar ég skrifaði undir á sínum tíma og einnig þegar ég breytti samningum mínum ekki alls fyrir löngu. þegar maður gerir samning þá eru alltaf ákvæði.

    SvaraEyða
  15. Hef heyrt þessa sögu af Hreyfingu frá alltof mörgum. Sjálf var ég með kort hjá WC, skrifaði undir árssamning þar en fjórum mánuðum seinna bauðst mér að fara erlendis í nokkra mánuði.
    Ég hafði samband við WC og þeir riftu samningnum undir eins, leyfðu mér meira að segja að hafa aðgang í þessa viku í apríl áður en ég fór út og rukkuðu ekkert fyrir það. Finnst það enn frábær þjónusta og er mjög sátt.

    SvaraEyða
  16. Ég var í veseni með þá nýlega , þegar ég hafði fengið staðfestingu á að kortinu mínu væri lokað í janúar , þá héldu þeir samt sem áður að rukka mig og 7900 í stað 4500. Ég hringdi í hreyfingu og það var sagt við mig "ýkt óheppinn greiðslu staffið er í fríi" þannig að ég rölti niðrí banka og þurfti að gera skriflega athugasemd við 5 færslur uppá 7900.stk ... og konan sem sá um þessar athugasemdir sagði að hún hefði fengið haug af þeim varðandi hreyfingu , og hún er bara venjulegur þjónustufulltrúi :)

    SvaraEyða
  17. Hahaha, þjónusta og aðstaða betri í Hreyfingu en WC. Grín!

    SvaraEyða
  18. Ég er í Hreyfingu og gerði 3 ára námsmannasamning 2005.. 2008 þegar samningurinn var að renna út og ég ætlaði að framlengja hann spurði ég hvort ég þyrfti að framlengja eða hvort hann héldi bara sjálfkrafa áfram þá var mér tilkynnt að ég yrði að gera nýjan samning því hinn myndi sjálfkrafa renna út þegar þessi 3 ár væru liðin. Hinsvegar þegar ég gerði nýjan samning fór mánaðarverðið uppúr 2990 í 4500kr.. spurning hvað hefði gerst ef ég hefði ekki gert neinn samning, hvort þau hefðu bara hækkað verðið hjá mér.

    SvaraEyða