Ég er einn af þessum sem of sit bara og tuða yfir hinu og þessu, þegar mér ofbíður og geri sjaldnast neitt í því. En núna er ég nánast orðlaus.
Ég á 4 ára gamla canon ixus myndavél og er búin að vera í vandræðum með hleðslurafhlöðurnar í henni. Fór í gær og kannaði verð hjá Eymundsson á Ísafirði og þar var til rafhlaða sem kostaði rúmar 6000 kr, Mér fannst það í dýrari kantinum og þar sem ég er á leið til Englands eftir mánaðamótin datt mér í hug að kanna verð á myndavélum þar og fór ínn á nokkrar síður og þar á meðal play.com. Þar fann ég fyrir algera tilviljun rafhlöðuna í myndavélina mína og hún kostar nákvæmleg 9.99 PUND og með fríum sendingarkostnaði. Ég hef keyt þarna nokkrum sinnum geisladiska frá 2 pundum og uppúr og þarf aldrei að greiða sendingarkostnað, aðeins tollmeðferðargjald og vsk.
Ég hefiði alveg getað sætt mig við að borga ca 2500 -3000 fyrir þessa rafhlöðu en ekki rúmar 6000.
hér er linkur inn á rafhöðuna
http://www.play.com/Electronics/Electronics/4-/922586/Inov8-Replacement-Camera-Battery-for-Canon-NB-3L/Product.html
Með kveðju
Þorsteinn Þráinsson
Ég tek undir með http://www.play.com sem er fínasta síða og með mjög gott úrval.
SvaraEyðaAth. samt að DVD eru oftast tollaðir, og tekið af þeim afgreiðslugjald sem var 450kr. á hverja sendingu síðast þegar ég pantaði.
Þar sem sendingin er frí eru þeir lítið að spá í að pakka öllum hlutum saman í sendingu. Ein pöntun á 3 DVD sem kosta 1 pund hver gæti endað í ca. 3*500kr í tolla og gjöld.
Ég hef ekki pantað geisladiska frá þeim, en bækur hafa alltaf komið heim að dyrum án tolla.
er þetta nákvæmlega sama rafhlaða? frá Canon?
SvaraEyðaTek undir lof gagnvart play.com!
SvaraEyða-Hildur