mánudagur, 23. mars 2009

Ekki okur: Verkfæralagerinn

Ég vildi benda fólki á Verkfæralagerinn. Það er ótrúlegt úrval þarna og verðið er neytendavænt.
Við hjónin fórum þangað til að athuga hvað klaufhamar kostaði. Við fundum einn með góðu gripi á undir 700 kr. Vinklar sem okkur vantaði kostuðu undir 190 kr. stykkið. Sömu vinklar kostuðu fyrir kreppu yfir 600 kr. í Byko. Við trúðum því ekki heldur þegar við sáum almennilegan grillbursta sem okkur hefur vantað í ár á rúmlega 300 kall.
Mæli eindregið að fólk kíki þangað ef það er í dyttingum heima fyrir og þarfnast góðra vara á góðu verði.
Heiða Hrönn

8 ummæli:

  1. Sammala thessu, versla alltaf verkfaeri tharna. Synd og skomm ad hun thurfti ad flytja ur skeifunni.

    SvaraEyða
  2. Ekki kaupa neitt hjá Verkfæralagernnum sem gengur fyrir rafmagni, það er oftast eitthvað að því. Og þegar maður kemur með það til baka í búðinna, er sagt: "hvað segir þú þetta hefur aldrei skeð"

    SvaraEyða
  3. Hef keypt rafmagnsverkfæri á þessum stað og aldrei lent í neinum vandræðum með þau.

    SvaraEyða
  4. hafið þið kikt i brynju á laugarveigi

    SvaraEyða
  5. Það sem ég hef verslað þarna hefur yfirleitt verið eitthvað gallað, eiginlega sama hvað það hefur verið. kv: Gústi

    SvaraEyða
  6. Ég verslaði hleðsluborvél þarna fyrir tæplega 30 þús. Rafhlöðurnar voru ónýtar svo ég fór með hana, fékk nýjar rafhlöður. Hlóð þær yfir nótt og þær dugðu sirka fimm skrúfur og þá var allt búið. Fór aftur með vélina og allt með henni og vildi láta bæta mér þetta, skila henni eða fá eitthvað annað. Það eru að verða komin tvö ár síðan og ég búinn að fara margoft þarna og aldrei var búið að kíkja á hana og enginn kannaðist við neina galla í þessum vélum og alltaf bent á einhverja kerlingu þarna sem vildi aldrei taka ábyrgð á neinu og sagði alltaf að það væri allt í lagi með allt hjá þeim og það þyrfti að kíkja betur á hana. Núna tvemur árum seinna veit enginn um vélina og ég búinn að tapa henni og þeir segjast ekkert kannast við þetta mál. Eitt versta skítafyrirtæki sem ég hef kynnst og ég mun aldrei versla neitt þarna og skal leggja mig fram við að hjálpa fólki að versla einhversstaðar annarsstaðar. Ef eitthvað fyrirtæki má fara á hausinn í þessari kreppu okkar þá er það þetta batterí.

    SvaraEyða
  7. Venjulega fær maður það sem maður borgar fyrir. Ég hef oft verslað þarna en ég lærði fljótt að versla ekki verkfæri nema í smá reddingar. Verkfæri (skrúfjárn, borar, sporjárn, toppar, lyklar o.s.frv.) eru oft svo léleg að þau valda meira tjóni á því sem laga á. Hef lent í að skrúfjárn brotni, steinbor sé úr svo deigu járni að hann hnoðist að framan, sama með sporjárn og brotfleig.

    SvaraEyða
  8. Um verkfæralagerinn gilda þau fleygu orð "U get what U pay for!" Punktur.

    SvaraEyða