Mig langar að segja smá ferðasögu.
Móðir mín sem er 85 ára gömul fer á hverju ári með vinkonum sínum til Kanaríeyja og dvelur þar í 6 vikur.
Í janúar 2008 fóru þær með Heimsferðum, dvöldu í litlum húsum og líkaði mjög vel. Ákváðu þær að endurtaka leikinn og fóru núna í janúar 2009 nákvæmlega eins ferð, en dvölu tveim dögum skemur.
Í jan. 2008 borguðu þær u.þ.b. 150 þúsund krónur fyrir ferðina á mann, en núna 2009 greiddu þær u.þ.b. 350 þúsund.
Þetta finnst mér mjög mikil hækkun, en þær borguð það sem upp var sett, ástandið í þjóðfélaginu var jú mjög einkennilegt.
Þær ræddu þetta við félaga sín þegar út var komið og enginn hafiði lent í slíkri hækkun.
Ég talaði við ferðaskrifstofuna sem kom með einhverjar staðlaðar skýringar á ýmsum hækkunum.
Síðan var haft samband við neytendasamtökin. Þeir sögðu okkur að ekkert væri hægt að gera eftir að búið væri að greiða ferð, það væri frjáls samkeppni og ferðaskrifstofan gæti í sjálfu sér sett upp hvaða verð sem er.
Hins vegar bentu þeir á að fólk þyrfti að skoða vandlega verð áður en greitt væri til að lenda ekki í sömu málum og móðir mín.
Við erum mjög ósátt við framkomu Heimsferða og höfum á tilfinningunni að verið sé vísvitandi að plata gamalt fólk. Ég vil benda fólki á að skoða öll verð vandlega áður en greitt er eins og neytendasömtökin bentu okkur á og gera samanburð.
Kær kveðja,
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Neytendasamtökin eru algjörlega gagnslaust apparat. Allt sem þau hafa að segja þegar svínað er á fólki er að verðlag sé frjálst, þú getur bara kennt sjálfum þér um ef þú gerir ekki SKRIFLEGT samkomulag um alla smá hluti fyrirfram.
SvaraEyðaEr ekki tímabært að þessi samtök okkar almennings verði neytendavæn og virk ? Jóhannes "neitandi" er ekki að vinna okkur "neytendum" neitt að gagni. Byltingar sannarlega þörf þar. Nýtt fólk takk.