þriðjudagur, 17. mars 2009

Bréf frá "Starfsfólki VALITOR"

Fyrir þá/þau, sem eru með VISA platínumkort:

"Breytingar á fríðindum Platinum korta VISA"
Með Priority Pass, sem er sérstakt forgangskort sem fylgir VISA Platinum
korti fæst aðgangur fyrir korthafa og ferðafélaga hans að þeim betri
stofum sem tilgreindar eru á heimasíðu Priority Pass
www.prioritypass.com, ásamt upplýsingum um þá aðstöðu sem í boði er í
hverri flugstöð.
Hingað til hafa Platinum korthafar, ásamt gesti, haft frían aðgang að
þessum betri stofum flugvalla.
Fyrir umfram gesti hefur korthafi þurft að greiða.
Vegna mikilla breytinga á gengi USD hefur kostnaður vegna hverrar
heimsóknar hækkað umtalsvert og er nú svo komið að við sjáum okkur ekki
fært að bjóða þessa þjónustu án endurgjalds.
Aðild að Priority Pass klúbbnum verður áfram án endurgjalds en frá og
með 1. apríl nl. þarf að greiða fyrir hverja heimsókn sem nemur
kostnaðarverði hennar, núna um það bil 27 USD á mann.
Við vonum að korthafar sýni þessu skilning og haldi áfram að nýta sér
kosti Priority Pass þrátt fyrir þessa breytingu.
Ef þú hefur spurningar varðandi þetta getur þú haft samband við
þjónustuver VALITOR eða þinn banka/sparisjóð.
Með kveðju,
Starfsfólk VALITOR"


Mér er spurn, gleymdi "starfsfólkið" að taka fram hve mikil lækkun yrði
á árgjaldinu vegna þessa?
Það er mikið lagt í hendur starfsfólks nú til dags......
Ónefndur

3 ummæli:

  1. ég var fyrir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun hjá þeim. Eina ástæðan fyrir því að ég skipti frá mastercard var útaf þessum passa... nú hef ég enga ástæðu að halda áfram hjá Visa þegar Mastercard hringir næst með gylliboð, sem ég mun þá taka.

    SvaraEyða
  2. Af hverju þarf að borga kostnaðar verð en ekki það sem gengið hefur aukið kostnaðinn um???

    SvaraEyða
  3. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt þar sem það hefur nu bara verið erfitt að fá að nýta sér þessa þjónustu hjá þeim í Keflavík. Var eitt sinn að ferðast með manninum mínum og mér var neitað um að fá að taka hann með. Næsta skipti sem ég fór út var vinkona mín með í för og ekki fékk hún heldur að koma með. Hef reyndar notað þetta á flugvöllum erlendis og þá hefur þetta verið ekkert mál.

    SvaraEyða