Þrír úr fjölskyldunni fengu send ný debetkort í vikunni þar sem gömlu kortin eru að renna út. Það sem kom okkur á óvart var að nýju kortin sem hafa gildistíma til 2011 eru merkt Glitni. Við vitum ekki betur en að Glitnir sé óstarfhæft fyrirtæki sem hefur verið lagt niður. Þar sem við kærum okkur ekki um að nota kort frá slíku fyrirtæki, svo ég tali nú ekki um hversu óeðlilegt það er að bjóða viðskiptavinum upp á þetta, fórum við í Íslandsbanka og báðum um ný kort merkt þeim.
Það voru einhver vandkvæði á því, en þó var það hægt gegn gjaldi upp á eitt þúsund krónur fyrir hvert kort.
Sem sagt þrjú þúsund krónur fyrir þrjú kort.
Maður spyr sig, hvaða bull er hér í gangi ?
Íslandsbanki hefur undanfarið verið með mikla auglýsingaherferð þar sem góð ímynd og trúverðuleiki fyrirtækisins er í öndvegi.
Dæmi hver fyrir sig.
Vona að þessu verði komið á framfæri.
Bestu kveðjur,
Ásgeir
Komdu sæll Ásgeir og þakka þér fyrir ábendinguna.
SvaraEyðaÞað er rétt að upplýsa að framleiðsla merktra korta er ekki hafin hjá Íslandsbanka. Þetta þýðir að bankinn mun ekki bjóða uppá kort merkt Íslandsbanka næstu þrjá mánuði. Þegar nafnabreytingin var kynnt í febrúar kom m.a. fram að bankinn myndi klára ýmsar vörubirgðir, t.d. bréfsefni, umslög og greiðslukort. Er þetta gert til þess að spara í nafnabreytingunni
Þá virðist það vera misskilningur að viðskiptavinum standi til boða að fá kort merkt Íslandsbanka gegn greiðslu.
Með kveðju,
Már Másson, Íslandsbanka
Skiptir nokkru máli hvaða banka kortið er merkt, svo lengi sem það virkar eins og það á að gera? :)
SvaraEyða-Hildur
þegar bankin hét glitnir var lika verið að rukka fyrir debetkortin 1000 kr stikkið.um ár siðan það peningaplokk hófst
SvaraEyða