mánudagur, 23. mars 2009

Okur í Next

Já íslenska okrið er enn við lýði. Ég keypti náttföt á dóttur mína í Next á 2990 þegar ég tók þau upp þá sá ég að þau voru á 8 pund (útsöluverð í Bretlandi) sem er skv. gengisskráningu í dag aðeins 1600 krónur. Jafnvel ef ég margfalda með pundið 200 sem er mjög ýkt þá næ ég upp í 2.000 krónur – nei þau eru seld hér á Íslandi á 2.990. Og við felldum niður skuldir eigendanna og þau eru enn við stjórnvöl og eignarhaldið þeirra – ætla greinilega ekki að skila því tilbaka í sanngjörnu verði.
Kv,
Fjölskyldu sem blöskrar

11 ummæli:

  1. einmitt, og þú verslar þarna ??

    Hef sniðgengið þessa búð síðan hún fór á hausinn og reis með stæl á nýrri kt og skuldunum troðið uppí endaþarm landsmanna. Held að allir ættu að gera slíkt hið sama og spara sér rassapotið !

    SvaraEyða
  2. Mér blöskrar nú Fjölskyldan sem blöskrar! Spurning um að sleppa því bara alfarið að versla þarna!

    SvaraEyða
  3. Afhverju gleymir fólk alltaf að reikna með töllgjöldum og ýmsum kostnaði við að flytja inn vörur þegar það er að skoða hvað fatnaður kostar í öðrum gjaldmiðli??

    SvaraEyða
  4. Af hverju í andskotanum verslaðirðu við NEXT?
    Skítabúlla sem fólkið lét viljandi fara á hausinn til að fá skuldir felldar niður og fékk að byrja aftur á núlli á okkar kostnað!!!!!!!!

    SvaraEyða
  5. Er nú sammála að þetta er langt frá því að vera besta búðin í bænum og versla ekki þar til að mótmæla þeirra verslunarháttum. Vil þó taka undir með þeim sem nefndi tollgjöldin og annan kostnað (t.d. leiga á húsnæði, laun starfsfólks ofl.) sem ber að hafa í huga þegar verð eru umreiknuð. Og nei er ekki verslunareigandi, einungis 100% neytandi.

    SvaraEyða
  6. Ég bara skil ekki þegar fólk er að benda á að það vanti og þurfi að taka inn í samanburðinn innfl.gjöld, húsnæði, laun o.þ.h í samanburði við erlendar verslanir. Þetta er nú nákvæmlega sama og erlendar verslanir þurfa líka að standa undir. Þetta er sko aldeilis ekki frítt heldur fyrir útlendar verslanir!

    SvaraEyða
  7. Það er ekki virðisauki á barnafötum í UK - gæti skýrt einhvern verðmun en ekki svona mikinn.

    SvaraEyða
  8. Ég fór í þessa verslun um dagin og ætlaði að kaupa buxur á barnið tók eftir að það var búiða að splitta upp setti þ.e. buxur og bolur saman.
    Þessi verslun fær ekki mín viðskipti í framtíðini!!

    SvaraEyða
  9. Ömurlegt að lesa svona færslur þar sem verið er að drulla yfir fólk og fyrirtæki án þess að hafa neitt fyrir sér í því.

    Veit ekki betur en að gengið á Pundi gagnvart krónu hafi verið að hækka mikið að undanförnu. Er að slá í 200 þessa dagana. Hvenær ætli þurfi að borga fyrir innkaupsverðið á þessu dóti. Þegar pundið verður komið í 250 kannski ???

    Það er enginn virðisaukaskattur á barnavörum í UK þannig að það er 24,5% hærra verð á þeim hér. Sé ekkki betur en að verðin séu bara mjög sambærileg.

    Varðandi eigendur Next þá er það rugl að eitthvað hafi verið gefið eftir af skuldum. Fyrirtækið skuldaði ekki eina krónu í banka. 90% skulda voru við erlenda birgja. Veit til þess að aðrir kröfuhafar fengu sitt allt greitt upp í topp.

    Þekki aðeins til þarna. Hætti að bulla og drulla yfir fólk þegar þið vitið ekkert í ykkar haus.

    SvaraEyða
  10. Sammála síðasta ræðumanni!
    Skuldum fyrirtækisins var ekki troðiði í nein göt landsmanna og hefur hann ekki þurft að borga krónu af þeim skuldum. Allar skuldir voru yfirteknar og eru greiddar.
    Þannig að þið getið alveg 'chillað' og einbeitt ykkur að því að tala um hluti sem þið vitið actually eitthvað um!!!

    SvaraEyða
  11. ég þekki einn af eigendunum og hún er búin að vinna og vinna til að koma fyirtækinu á fæturna og ég er alveg sammála að maður á ekkert að drulla yfir fólk og fyrirtæki sem maður veit ekki mikið um nú eru erfiðir tímar á íslandi og við verðum að standa saman.

    SvaraEyða