miðvikudagur, 18. mars 2009

Verðmyndun á rúðuvökva!

Í seinustu viku átti ég leið á bensínstöð, vantaði rúðuvökva og þegar að því
kom að borga, varð ég dálítið hissa. þetta var á stöð hjá N1, þar er líterinn
seldur á 215 kr.og fannst þetta vera hátt verð. Gerði smá könnun, hjá Olís er
verðið 216 kr. og Skjeljungur 210 kr. Hvað ræður þessu verði, hvað í vökvanum
er svona dýrt?
Fór í Bónus og keypti þar líterinn á 138 kr. + umbúðir. Hvað ræður þessu háa
verði á bensínstöðvum.
Kveðja óánægður neytandi

4 ummæli:

  1. Umræða fór fram um málið hér:

    http://blogg.visir.is/drgunni/?p=253

    SvaraEyða
  2. Verð á rúðuvökva er um 150 kr. lítrinn hjá Max1 þannig að það er algjör óþarfi að borga yfir 200 kall fyrir vökvann.

    5,0 lítra brúsi kostar tæpar 700 krónur.

    SvaraEyða
  3. Bendi á vefsíðu Leós M. Jónssonar leoemm.com .
    Hann er þar með uppskrift að heimatilbúnum rúðuvökva og tjöruleysi fyrir þá sem vilja spara. Annars er fáránlegt að iðnaðarspíri blandaður með vatni og smá sápu sé dýrari en mjólk.

    SvaraEyða
  4. Bensínstöðvar eru bara okurbúllur sem skattpína almenna neytendur til þess að greiða eigendum góðan arð.

    SvaraEyða