þriðjudagur, 17. mars 2009

Páfagaukur bryður gull

Ég fór í Dýraríkið í Garðabæ í dag til að kaupa jarðhnetur fyrir minn elskulega grápáfa sem bölvar eins og sjóari ef hann fær ekki hnetur nokkrum sinnum á dag.
Venjulega hef ég verið að borga 400-600 kall fyrir hálft kíló af þessu og voru þá gæðin oft mun betri.
Nema hvað... Í dag kaupi ég semsagt poka (sem ég held að þeir pakki saman sjálfir) sem innihélt hálft kíló af hnetum, margar hverjar brotnar og það kostaði heilar 1005 krónur.
Hálft kíló af jarðhnetum fyrir ofalinn páfagauk? Ég leit að vísu ekki á verðið fyrr en ég kom út í bíl og fannst þá að einhver hefði gyrt niður um mig á almannafæri. Slík var skömmin.
Ég held að ég hlusti bara á illfyglið mitt bölva í framtíðinni í staðinn fyrir að gefa honum jarðhnetur á fokkíng 1005 kall
kv,
Gunnar

2 ummæli:

  1. Sæll nafni,
    Ég er alveg hættur að versla við dýraríkið. Slíka okurbúllu hef ég nú ekki vitað um.
    Ég versla bara við eina gæludýraverslun og það er "Furðufuglar og fylgifiskar" á borgarholtsbrautinni í kópavogi. Reyndar hefur þessi verslun fengið líka nafnið "Hjá Tjörva" af því að það tala alltaf allir bara um "Hjá Tjörva" sem ég þekki.

    Ég er í African Grey hugleiðingum líka. Til þess að bera saman hversu mikil okurbúlla dýraríkið er þá selja þeir svona Grápáfa (African Grey) á heilar 300 þúsund krónur stykkið. Á meðan Tjörvi selur slíka fugla á 190 þúsund. 110 þúsund króna verðmunur er óafsakanlegur.

    Það er bara ótrúlega gaman að heilsa uppá Tjörva í fuðrufuglum og fylgifiskum á borgarholtsbrautinni. Maður stoppar nú yfirleitt lengur en maður þarf bara af því að maður lendir í skemmtilegu spjalli hjá honum.
    Mæli ekki með því að nokkur lifandi maður láti sjá sig í dýraríkinu. Okrið er svo yfirþyrmandi þarna. Eina búðin sem ég fer í er Furðufuglar og Fylgifiskar (Hjá Tjörva)
    Fuglarnir hjá Tjörva eru líka allir mikið betri eintök vegna þess að hann ræktar fuglana sjálfur og handmatar og temur þá. Á meðan fuglarnir í dýraríkinu eru innfluttir og búnir að vera í sótthví í ábyggilega 3 mánuði áður en þeir rata í búðina.
    Hef heyrt það hjá fólki að fuglar í dýraríkinu hafi greinst með salmonellu og allskonar innflutta sjúkdóma. Mig vantar amk ekki að láta okra á mér og þess þó heldur að kaupa veikan páfagauk og því fer ég ekki í dýraríkið.

    Kv,
    Gunnar Ásgeir

    SvaraEyða
  2. Ég á einmitt gára sjálfur sem ég verslaði eitt sinn fóðrið í dýraríkinu. 1 KG poki af gáramat hefur bara hækkað uppúr öllu sínuveldi og er núna kominn á yfir 1200 kr í dýraríkinu. Mér fannst það nóg og versla ekki lengur hjá honum Gunnari (eigandinn)

    SvaraEyða