miðvikudagur, 18. mars 2009

Ekki hress með Max1

atlisteinn.is hefur kosið að vekja athygli þína á þessari færslu:

http://www.atlisteinn.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=40&Itemid=68

3 ummæli:

  1. Þetta kemur á óvart. Max1 hefur ávallt gefið upp verð með vsk. eða frá árinu 2000. Líka núna. Einhver misskilningur í gangi. Max1 hefur alltaf boðið fast verið í bæði vinnu og varahluti með vaski áður en vinna við bílinn hefst. Fyrirtækið er í fararbroddi þar.

    Ég hef óskað eftir nánari skýringum frá síðuskrifara t.d. hvernig viðkomandi var upplýstur um verð þ.e. á staðnum, í síma eða í auglýsingum. Það er rétt hjá síðuskrifara að rúðuvökvi á Max1 er mun ódýrari en hjá N1.

    Kveðja
    Brimborg
    Egill Jóhannsson, forstjóri

    SvaraEyða
  2. Ég er ekki sammála þessu. Ég hef alltaf farið með bílinn minn á þetta verkstæði og hef alltaf fengið fyrsta flokks þjónustu. Kallarnir alltaf í góðu skapi, spyrja hvað ég segi gott og hvernig ég hafi það o.sfrv o.sfrv.
    Þessi fullyrðing þín um að verð sé gefið upp án vsk er ekki rétt. Í fyrsta lagi þá hef ég alltaf fengið rétt verð þegar ég hef spurt. Spurning hvort viðkomandi hafi misskilið starfsmanninn eða hvort einhver misskilningur hafi verið milli þessara manna skal ósagt látið.
    En ég er alls ekki sammála þessum ummælum. Því ég hef einfaldlega ekki kynnst jafn heiðarlegum og góðum vinnubrögðum og einmitt hjá MAX1. Á max1 fær maður alltaf fyrsta flokks þjónustu. Einnig í Brimborg.

    Kv.
    Tryggvi á KH-943

    SvaraEyða
  3. Kæri Tryggvi

    Finnst þér líklegt að ég setjist við tölvuna og sjóði þessa sögu upp með öllum tölum og smáatriðum? Þér til upplýsingar hefur MAX1 viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var tekin til greina eins og sést á síðunni hjá mér (www.atlisteinn.is). Það kemur málinu ekkert við hvort starfsfólk MAX1 er hresst eða ekki (þeir voru mjög hressir við mig, alveg toppmenn allir með tölu). Þarna voru hins vegar gerð mistök og þú getur ekki bara skrifað að þú sért ekki sammála þessu þótt þú hafir ekki lent í þessu. Þetta gerðist hjá mér. Albestu kveðjur, Atli Steinn Guðmundsson

    SvaraEyða