Ég og unnusta mín höfum verið að þræða raftækjaverslanir hérna á landinu til þess að finna bestu "fermingartilboðin" í hverri verslun fyrir sig og ákváðum að gefa ungum frænda okkar 32" flatskjársjónvarp svo hann hætti að einoka stofuna undir ps2 tölvuna sína.
Það sem okkur finnst ótrúlegast er að eini staðurinn sem ekki er beint með fermingartilboð (þ.e.a.s) Elko, eru samt 10-35% ódýrari heldur en allar aðrar verslanir sem selja sjónvarpstæki á landinu. Það sem okkur finnst líka skrýtið er það hatur sem virðist vera frá öðrum búðum á þessa einu alvöru lágvöruverslun í raftækjum á Íslandi. Fórum í eina ónefnda búð miðsvæðis í reykjavík að skoða sjónvarpstæki frá Philips. Allt lofaði mjög góðu, tækið hafði átt að kosta 189 þúsund krónur, en var á frábæru tilboði á 150 þúsund. Starfsmaður í umræddri verslun sagði okkur eftir að við spurðum hann hvort aðrir væru að selja þetta tæki, að Elko hefði verið að selja þetta, en ættu aldrei neinar vörur til sökum þess að þeir væru að fara á hausinn, starfsfólk þar væri ókurteist, og þeir gætu aldrei boðið okkur sambærilegt tæki á sama verði. Þar sem ég kannast nú við strák í Elko í skeifunni ákvað ég að kíkka þangað, og mér til undrunar var þar sama tæki, ekki á neinu tilboði og á því verði sem það hafði alltaf verið á, á tæpar 135 þúsund kr.
Skiljanlegt í dag þar sem samkeppnin er mikil við að halda lífi í svona búðum að það sé einhver kuldi á milli samkeppnisaðila, en lygi og rógburður er nú yfirleitt ekki góð forsenda fyrir því að beina viðskiptum til sinnar búðar.
Óðinn
Hver gefur 14 ára frænda sínum flatskjá fyrir 135-150 Þús í fermingargjöf?
SvaraEyðaHmmm - var einmitt að hugsa það sama. En ágætis point engu að síður.
SvaraEyðaÉg er hlessa FLATSKJÁ handa frænda, frændi minn fær kanski 5 þúsnd
SvaraEyðaekki kreppa hjá ykkur að geta gefið fermingargjöf uppá 135þ kr
SvaraEyðaþetta er ábyggilega bara starfsmaður Elkó. gæti best trúað því!
SvaraEyðaHér er á ferðinni gott dæmi um það algjöra stjórnleisi í peningamálum sem hefur viðgegnist á Íslandi undanfarin ár. 32" flatskjár handa krakka í fermingargjöf, og það ekki einu sinni frá foreldri? Það er ekki skrítið þó að unglingar í dag hafi enga tilfinningu fyrir peningum! Ef það er ekki tími núna til að kenna krökkum að rándýrir hlutir fást ekki fyrirhafnarlaust, þá má líklega búast við öðru hruni eftir 15-20 ár þegar þessi sömu börn eru að stjórna þjóðfélaginu...
SvaraEyðaMá ég vera frændi þinn líka? Hversu veruleikafirrt getur fólk verið? Eða er þetta dulbúin auglýsing f. Elko?
SvaraEyðaEruði alveg heiladauð?
SvaraEyðaHvað í fjandanum kemur ykkur það við hvað þau gefa ættingjum sínum í gjafir? Gæti ekki líka verið að þau séu nokkur saman að gefa þessa gjöf?
Annars er þetta rétt með ELKO. Þeir eru líka með verðverndina sína sem ég hef notað óspart. Varð líka vitni af því á mánudaginn þegar ég átti þar leið um að viðskiptavinur kemur inn og spyr um eitt tæki sem var á lækkuðu verði. Hann segir að þeir séu lægri í Sjónvarpsmiðstöðinni og afgreiðslumaðurinn hringir þangað, það stóðst og afgreiðslumaðurinn lækkaði verðið á tækinu.
Eftir að ég las þessa færslu þá fór ég að skoða heimasíður Elko og Heimilistækja og Sjónvarpsmiðstöðvarinnar og yfirleitt er tvær síðarnefndu að bjóða einhver rosa tilboð á sínum vörum en samt er Elko að bjóða lægra verð á tækjunum og ekkert tilboðsmerki á þeim!
Mér finnst þetta ofsalega sniðug síða, frábært framtak;) En verð að segja það að þessi leiðindar skot fara fyrir brjóstið á mér...af hverju er fólk að gagnrýna það sem kemur málinu ekki við...kemur einhverjum það við hvað átti að gera við skjáinn??? Common gott fólk, ekki vera á þessu plani!
SvaraEyða