Var að skoða sjónvarp í netverslun ELKO sem samkvæmt eftirfarandi kostar 179.995,- með 24,5% virðisauka.
ELKO
Sama tæki kostar sænskar 6.790,- eða 95.060,- m.v. gengi 14 krónur og er þetta einnig með 24,5% virðisauka.
SVÍÞJÓÐ
í hverju skyldi verðmismunurinn upp á tæp 90% liggja.
Kveðja,
Jón Sævar
Það eru víst einhverj geðveik vörugjöld og tollar á flestum raftækjum á Íslandi en ég leyfi mér samt að efast um að þau séu 90%....
SvaraEyðaþað er 7,5 % tollur, 24,5% VSK og svo 25% vörugjald. Þannig að ef tæki kostar 95.060 krónur úti þá þarf að borga hjá tollstjóra 61.754 krónur í gjöld, tækið mun því kosta 156.814 krónur hingað komið. Þetta á við um einstakling, veit ekki hvað fyrirtæki þurfa að borga hjá tollstjóra
SvaraEyðaVörugjöld, tollar og skattur er trúlega sá sami hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstakling, og svo má trúlega bæta við flutningskostnaði sem getur verið umtalsverður, svo að þegar upp er staðið er mismunurinn ekki eins mikill og í fyrstu má halda.
SvaraEyða90% verðmunur? Hvernig virkar það?
SvaraEyðaSkv. mínum reikningum fæ ég að Íslenska verðið er 52% hærra heldur en það sænska... hvaða aðferðum beittiru til að fá 90%?
Annars er alveg ótrúlega mikið af gjöldum sem bætast ofan á þetta eins og hér hefur þegar verið bent á.
Ég fékk menn í það á sínum tíma að taka nokkur dæmi á verðum hér heima og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og kom mér sannarlega á óvart að skv. öllu var ódýrara að versla hér heima heldur en að flytja inn nema í einu tilviki en þá var um að ræða eitthvað spes nettilboð hjá Elkjöp í Norge.
Prófaðu að margfalda sænska verðið (95.000) með 1.90 og þá færðu út u.þ.b. rétta tölu (180.000).
SvaraEyðaÍslenska tækið er því vissulega u.þ.b. 90% dýrara en það sænska. Þú ert bara orðinn eitthvað ryðgaður í stærðfræðinni þinni.
Nafnlaus sagði: 7,5%tollur, 24,5%vsk og 25%vörugjald. og reiknar svo vsk ofan á verð með vsk. Elko er ekki að kaupa tækið úti með vsk, heldur greiðir af þvi vsk þegar það kemur til landsins. Elko er þvó að kaupa tækið úti töluvert ódýrara en það kostar út úr búð. Í svíþjóð eru líka önnur gjöld en vsk.
SvaraEyðaÞað er ekkert annað en okurverð á sjónvörpum hér á íslandi.
Þetta eru sennilega starfsmenn Elko sem hafa verið að kommenta hér að ofan.
nei ég er ekki starfsmaður Elko (það var ég sem að talaði um prósenturnar) enda tók ég fram að um einstakling væri að ræða en ekki fyrirtæki (lesa betur). Ég er bara kominn með leið á að menn eru að bera saman lönd án þess að taka tillit til tolla og gjalda, það er eins og bera saman epli og appelsínur.
SvaraEyða