Það er erfitt val hjá neyendum að fara og kaupa Nautakjöt.
Í kjötborðum er ekki merkt hvað er íslenskt- eða innflutt- hvaðan kjötið kemur yfirleitt.
Ef spurt er er fátt um svör.
Eftir að hafa eldað vantsblautar tægjur sem eg keypti á okurverði og var sagt að væru frá Esju Dugguvogi hringdi ég í þá.
Þar voru skjót og góð viðbrögð.
Þeir vildu að eg sæi hvernig kjötið frá þeim væri.
Eg fekk tvær hnullungsteikur sem hvorki voru seigar eða rennandi út í gufubaði á pönnunni.
Þetta var mjúkt og þétt kjöt og amerískar stórsteikur slá þessu ekki við.
Væri ekki ráð að eftirlit væri með hvað er verið að selja og neytendur fái rétt svör við hvaðan varan er komin.
Framleiðendur verða að fylgja því eftir.
Þakkir til Meistaranna í Kjötvinnslu Esju.
Erla Magna Alexandersdottir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli