mánudagur, 16. mars 2009

Allt að 90% afsláttur!

Toppskórinn Outlet auglýsir “allt að 90% afslátt” með stóru letri í Fréttablaðinu núna um helgina. M.a. voru auglýst íþróttaskómerki eins og Puma, Addidas og Rbk. Við systurnar létum gabba okkur - keyrðum 15 km á útsölumarkaðinn sem staðsettur er í Vínlandsleið 6. Við gripum heldur betur í tómt. Engir íþróttaskór og auglýstur afsláttur var aðeins 30-50%. Við spurðum ungan afgreiðslumann hvar þessi 90% afsláttur væri. Svaraði hann því til að fáeinir skókassar væru merkir með þessum kjörum og að viðskiptavinir þyrftu sjálfir að leita að þessum skóm. Ég vil benda öðrum á þessa undarlegu viðskiptahætti, þar sem kúnninn er hreinlega narraður inn með gylliboðum.
Kveðja,
Guðrún Gunnarsdóttir

5 ummæli:

  1. Tek undir með þér Guðrún varðandi þetta. Ég var að leita að skóm þarna og fann ekkert undir 14 þ. Ég spurði afgreiðslumanninn hvort það væri eitthvað ódýrara til. Þá var mér svarað og svarið var á frekar pirraðan máta: þú verður bara að leita sjálfur. Áttu ekkert á bakvið? Nei allt sem ég á er hér frammi. Ég tók eftir því að viðkomandi var að fá nýja sendingu af skóm. Ég ákveð því að leita að skóm í sendingunni sem gætu hentað mér. Þá var starfsmaðurinn brjálaður. Hvað ertu eiginlega að gera? Sérðu ekki að ég er að skrá þetta inn. Þú mátt ekki taka það sem ég er ekki búinn að skrá inn. "sagt í háum og pirruðum róm" það sem ég á til er hérna frammi í hillunum!

    Ég sagðist hafa misst áhugann á að versla þarna og labbaði út.
    Það er nú aldeilis tilboð. Dýrustu skór kostuðu um 25 þ þarna og þá átti eftir að taka 30 % afslátt af. Með afslætti væri verðið 17.500. Iss no thank jú!

    SvaraEyða
  2. Já... Þetta var eitt stórt rugl.. ég einmitt fót líka þangað og var að vonast eftir því að fara að gera alveg frábær kaup.. en svo var ekkert þarna handa manni... eitt og eitt par af skóm á 90% afslætti... og ekki einu sinni góðir né flottir skór..

    SvaraEyða
  3. Fór fyrir 6 mánuðum að skoða skó kom svo aftur á þessa útsölu hjá þein og sá að það var búið að hækka allt um 50 til 60%

    SvaraEyða
  4. Ég fór þangað um daginn og fannst úrvalið hafa lítið, ef nokkuð skánað síðan í janúar 2008 (og þá var það ekkert betra en í sept-okt. 2007).

    Allt of mikið af stökum pörum sem mögulega hafa verið þarna/í verslun í nokkur ár án þess að seljast, og mér finnst 30% afsl. ekki nóg á þessar gömlu restar, þó inn á milli megi kannski finna einstaka par sem maður er til í að borga 10-13 þús. fyrir.

    SvaraEyða
  5. er ekkert úrval þarna? mig langi kannski að kíkja ætti ég?

    SvaraEyða