miðvikudagur, 4. mars 2009

Böggaður af símakerfum

Mér datt í hug að ljá máls á einu sem hefur verið að "bögga" mig undanfarna daga. Upphafið má rekja til nýju Síma-auglýsinganna þar sem Síminn stærir sig af sama verði, óháð kerfi.

Hvernig getur símafyrirtækjum verið statt á því að innheimta mismunandi mínútugjöld eftir því í hvaða símafélag sér um númerið sem hringja á í? Það er ekki eins og það sé mögulegt að sjá í hvaða félagi viðkomandi er skráður og því ómögulegt fyrir mig sem neytanda og nískupúka að hætta að hringja í þá vini mína sem eru skráðir í óhagstæðu símafélögin. Símafélögin ættu amk. að rukka þann sem hringt er í um mismuninn því það getur varla verið mitt að vita hvaða símafélag er með númerið þá vikuna enda tekur ekki nema eitt símtal að færa númerin á milli kerfa.

Með kveðju,
Daníel

2 ummæli:

  1. Getur séð hjá hverjum númerið er, t.d. hér:
    http://www.siminn.is/popups/hja-hvada-thjonustuadila-er-numer/

    og hér: http://www.vodafone.is/simi/hvarernumerid

    SvaraEyða
  2. Ég hélt líka að maður gæti séð þetta á þessum síðum sem egillm bendir á, en því miður er það ekki svo. Sjálf er ég hjá Tal en þegar ég slæ inn númerið hjá mér á hvorri síðunni sem er þá kemur upp að ég sé hjá Vodafone.
    Ég prófaði líka að athuga með nokkra aðra sem ég veit að eru hjá ákveðnum símafyrirtækjum og það stóðst alls ekki allt.

    Þið ættuð því að passa ykkur á því að treysta þessum síðum í blindni

    SvaraEyða