miðvikudagur, 4. mars 2009

Villandi auglýsing Símans

Síminn auglýsir grimmt þessa dagana um “aðgerðaáætlanir” fyrirtækisins fyrir fólkið í landinu. Mér er spurn eru ekki til lög um villandi auglýsingar? Allavega er stundum verið að refsa ferðaskrifstofum fyrir villandi tilboð, en tilboðin frá símanum eru einstaklega villandi og jafnvel röng en eflaust láta einhverjir blekkjast.

“Fyrir þá sem hringja oft í heimasíma úr GSM símanum er Núll í alla heimasíma fyrirtaks sparnaðarleið” en neðanmáls stendur 1.290.- á mánuði.

Sex vinir óháð kerfi. “Þetta er kjörin leið fyrir þá sem nota farsímann langmest til að hringja og senda SMS í sama hóp vina og ættingja. Hægt er að velja sex GSM símavini, óháð því hvort þeir eru innan kerfis Símans eða viðskiptavinir annarra farsímafélaga”. Neðanmáls stendur 1.990.- á mánuði.

2 ummæli:

  1. Síminn er alvarlega að skíta á sig. Ég vona bara að neytendastofa eða neytendasamtökin vá maður veit aldrei hvað heyrir undir hvað taki þá á teppið.

    SvaraEyða
  2. Núll í alla heimasíma. Áskriftin kostar 1290 kr. Það er nú ekki flókið að skilja. Þetta er eins og segja að það pakkningu fylgi frír hlutur en kvarta yfir því að þú þurfir að borga fyrir pakkninguna.

    Og ég held nú að allir sem nýta sér vinaafslætti hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki sem er sjái alveg að 1990 kr er lítið fyrir að hringja frítt í 6 vini óháð hjá hvaða fyrirtæki þeir séu.
    Að vera hjá öðrum en Nova þá kostar milli 25-29 kr per mínútu að hringja í Nova. Nema hjá Vodafone að því virðist, þeir eru þá með einhverja sérsamninga, kannski þekkjast yfirmenn persónulega.
    Mínútuverð hjá Vodafone, Tal og Nova er milli 14-16 kr mínútan og upphafsverð er milli 4-5 kr.

    Hjá Símanum eru þessar nýju leiðir með 11,9 kr per mínútu plús minnst einn símavinur (1000 mínútur og 500 sms, eða um 16 klst og 30 mín). Upphafsgjaldið er á bilinu 5,9 til 11,9 kr.

    Neytendastofa/-samtökin gerðu ekki út á verðin. Þeir gerðu út á orðalag í auglýsingunni.

    SvaraEyða