sunnudagur, 1. mars 2009

Varðandi "tilboðsvörur" hjá Ikea

Mig langaði bara til að vekja athygli á þessum tilboðum sem maður er að heyra af hér og þar.
Ég var að skoða inn á ikea í gær og ákvað að kíkja á það sem er undir tilboð inn á síðunni þeirra. Mér hálf blöskraði það að sjá hversu margar vörur eru merktar á sama verði fyrir og eftir tilboð.... Það er algengt að þetta séu um 3 vörur á hverri síðu sem eru svona merktar og ekki nóg með það en á síðu nr.6 eru þetta 50% varanna sem eru verðmerktar á sama verði fyrir og eftir tilboð!! Linkur á bls.6: http://ikea.is/ikeaverslun/products/tilbod/?product_category_id=ad60bad4-a906-4dfa-beb9-9450a246b1c5&ew_33_r_f=61&ew_33_r_t=72&pageNo=6&category_name=Fellist%2525c3%2525b3lar%252bog%252bkollar&lang=is&view=grid
Það væri gaman að vita hvort þeir sérmerki þessar vörur í búðinni sem tilboðsvörur og hafa svo fyrir því að setja nýja miða yfir verðmiðana með sama verði!?!
Þetta er varla löglegt?

Ég ætla allavega ekki að fara í Ikea í bráð nema ég sé búin að grandskoða verðin sem standa á vefsíðunni og hvet aðra neytendur að gera hið sama!

Kveðja
Hildur Arna Håkansson

1 ummæli:

  1. Voru örugglega mistök á síðunni, gleymdist að setja inn aðra töluna, eða vörurnar settar inn degi eða dögum áður en þær lækkuðu til að flýta fyrir, því eftir að hafa smellt á linkinn sé ég þrjár vörur sem ekki eru með fyrir/eftir verði, en engin merkt sem tilboð ...

    SvaraEyða