sunnudagur, 1. mars 2009

Sveppadrasl

Þetta er ekki beint okurpóstur, meira gæðapóstur :)

Ég ætlaði mér að kaupa flúðasveppi, fór bæði í bónus og krónuna og á báðum stöðum vor þeir mjög sveittir og dökkir, semsagt komnir vel á síðasta neysludag, hvað er málið er verið að selja gamlann lager ofan í landann ?

Ég keypti sveppi í svona ástandi fyrir 2 vikum og þeir voru ónýtir á 2 dögum, maður skilur þetta ekki.

kv.
Emil

2 ummæli:

  1. Sveppur er þetta.
    Sveppi

    SvaraEyða
  2. Það má als ekki pakka sveppum í í loftþéttar umbúðir, þá verða þeir sveittir og svartir á nokkrum dögum.

    Þess vegna hef ég aldrei skilið afhverju svepum er pakkað inn í plast í búðum, það fyrsta sem ég geri þegar ég kaupi sveppi er að rífa stórt gat á umbúðirnar svo þeir verði ekki slepjulegir.

    SvaraEyða