Sá umfjöllun um Icelandair. Langar í því samhengi að koma með ljótt dæmi um systurfélag þeirra, Flugfélag Íslands. Þeir kynna mikið apparat sem heitir
Flugkort. Ef þú er með Flugkort þá færð þú afslátt eftir umfangi viðskipta. Ég ferðast með flugi í hverri viku og mitt fyrirtæki er því miður með veruleg viðskipti við þetta einokunarfyrirtæki. Ég var svo lánsamur að vera búinn að vinna mig upp í 23% afslátt á Flugkortinu. Síðan fékk ég bréf frá Flugfélaginu um daginn þar sem mér var tilkynnt um 8% lækkun á afsláttarkjörum. Ég skildi það vel að þeir yrðu að fá meira í kassann þó svo það sé ódýrara að fljúga á milli landa en innanlands. En síðan fór ég skoða hvað flugfarið kostar mig eftir þessa lækkun. Niðurstaðan var sláandi. Ég borga um 1000 krónur meira fyrir fargjald greitt með Flugkorti, sem er með 15% afslátt en ég get fengið almennt ferðasæti án afsláttar ef ég borga eins og aðrir með venjulegu kretitkorti. Eina sem ég tapa á móti eru 500 vildarpunktar sem eru langt frá því að vera 1000 krónu virði. Ég kvartaði en mér var ekki svarað og þá skilaði ég Flugkortinu mínu aumur í rassinum eftir mikil viðskipti.
Þetta kallar maður ljóta viðskiptahætti.
Flugfélagið er að hvetja starfsmenn fyrirtækja að nota Flugkortið og borga hærra verð fyrir flugsætin. Starfamaðurinn fær vildarpunktana í sinn vasa en fyrirtækin þurfa að greiða hærri flugverð en almenningur. Afsláttur fyrirtækja þarf að vera amk 21% til að koma út á sléttu.
Bestu kveðjur / Best regards
Elías Guðmundsson
elias@hvildarklettur.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli