mánudagur, 2. mars 2009

Geðveikislega ótrúleg tilboð frá Icelandair

Fargjaldaskilmálar:
Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags
Hámarksdvöl er 1 mánuður

Síðasti heimferðadagur er 31. maí
Breytingar eru ekki leyfðar á tilboðinu, en hægt er að nýta tilboðið upp í skráð fargjald gegn breytingagjaldi kr. 13.000 auk fargjaldamismunar.
Enginn barnaafsláttur
Ferð verður að hefjast á Íslandi
Bókunarfyrirvari á fargjöldum aðra leið er 25 dagar
Takmarkað sætaframboð


Sit hérna í skothelda vestinu mínu í Köben og renni augunum fimlega yfir nýjasta tilboðið frá Icelandair sem ég var að fá í pósti. Hvaða rugl er það að ferð verði að hefjast á Íslandi? Hefur þú einhvern tímann heyrt einhverja skýringu á þessu? Ég verð að viðurkenna að ég fatta ekki plottið. Við námsmenn sláum vanalega ekki hendinni á móti góðum díl en þetta skilyrði meikar bara engan sens. Hvað er svona mikið öðruvísi hjá þeim heldur en Iceland Express?

Annars takk fyrir góða síðu,

Jóhann

1 ummæli:

  1. Ég skil hvað þú ert að fara Jóhann, en það eru vonandi breyttir tímar framunan hjá þessu fyrirtæki, þegar við, borgarar þessa lands, þurfum að taka enn eitt ævintýrið á okkar herðar og byrja að borga fyrir enn fleyri vanskilamenn.

    Verð á flugi hjá Icelandair hefur hækkað æði mikið undanfarið ár, sem hefur skilað sér í HRUNI á nýtingu, sbr. tölur um fækkun farþega um FLE síðustu mánuði OG mikil fækkun flugferða hjá Icelandair. Auðvitað vilja þeir sem búa í útlöndum komast í heimsókn heim fyrir 30 til 40 þúsund krónur, en í staðinn máttu gera ráð fyrir því að borga hátt í 80 þúsund fyrir miða frá borgum eins og Köben og London, en vel yfir 100 þúsund fyrir miða frá öðrum borgum.

    SvaraEyða