Þar sem að það er krepputíð hef ég verið að prufa mig áfram með eldamennskuna og ákvað að prufa svínasteik frá Íslandsgrís.
Við erum 3 fullorðin að borða og ég keypti í 632gr af kjöti sem að átti að vera nægjanlegt ca 200 gr á einn. Kílóið kostaði 2298 og var 50% afsláttur af þessu í Bónus....
En allavega ákveð ég að elda þetta og gerði ráð fyrir smá rýrnun mesta lagi 10% þar sem að það má sprauta 10% próteini í kjöt á íslandi.
Þegar ég tek út steikurnar fannst mér þær svoldið litlar og ákvað ég að vigta kjötið aftur. Eldunartíminn var 15 mín á 180gráðum í ofni.
KJÖTIÐ VAR 632 GRÖMM, eftir eldun var það 330 grömm, það hvarf þannig að við 3 fengum 100grömm á mann.
Mig langar að vita eftifarandi:
Er þetta eðlilegt?
Haldið þið að ég kaupi aftur kjöt frá Íslandsgrís?
Er þetta góð markaðssetning?
Hvaða rétt hef ég sem neitandi?
Hvað varð um afsláttinn minn ef að ég þarf að kaupa 400gr af kjöti á mann frá Íslandsgrís...
Baugur á haga hagar eiga ferskar kjötvörur sem framleiða íslandsgrís... ekki var hægt að finna email á þessi/þetta fyrirtæki og vona ég að fólk hætti að kaupa í bónus, hagkaup, 10/11 þar sem að ekki er hægt að sjá á vörunum hver er framleiðandinn í þessu tilviki er það væntalega HAGAR=BAUGUR= og svo framvegins
En ég er búin að læra eitt... Íslandsgrís kaupi ég aldrei aftur
Kristjana Birgisdóttir
SVAR:
Sæl Kristjana
þessi vara er betri til þess fallin að steikja á pönnu eða grill og það gerðum við einnig og það tók 2,5 mín á hvorri hlið og kjötið rýrnaði mun minna heldur en í ofninum(læt fylgja með myndir af steikingu í ofni og á pönnu)
Það má segja að okkar feill sé að við erum ekki með matreiðsluleiðbeiningar með þessari vöru þar sem kæmi fram að best væri að steikja á pönnu eða á grilli eins og svo mörgum vörum sem við erum að framleiða en það verður bætt um betur og við setjum þessar leiðbeiningar á miðann framvegis
Ég vil fyrir hönd okkar hjá Ferskum Kjötvörum biðja þig afsökunar á að þessar eldunarleiðbeiningar vantaði en um leið þakka þér fyrir ábendinguna.
Með Kveðju
Leifur Þórsson
Ferskar Kjötvörur - Framkvæmdastjóri
Stórt KUDOS á Ferskar Kjötvörur!
SvaraEyðaSvona eiga fyrirtæki/verslanir að leysa úr kvörtunum!
Já, verð að taka undir með nafnlausum, svona á að taka á málunum. En hvernig er það, er ekki samt hræðilegt hvað fólki er boðið upp á, nú til dags?
SvaraEyðaHér áður fyrr voru gæðin betri, ekkert plat (G.. má vita hverju þeir eru að sprauta í vörurnar)og enginn afsláttur. Bara góð vara á góðu verði!
Vildi segja ykkur að ég hef unnið í kjötbransanum í nokkur ár og þar á meðal í Ferskum kjötvörum í þau ár sem ég hef unnið þarna hefur kjötið verið í 99% tilvikum mjög gott kjöt sem ég hef þurft að meðhöndla.
SvaraEyðaEn matreiðsla tekur stóran þátt í þyngd kjötsins verð að segja að best sé að skella kjöti sneiðum snöggt báðu meginn á heita pönnu til að loka bragðið og safan inni í kjötinu. Áður en það er eldað.
En svo er alltaf spuring hvort um hafi verið bara velt í tromlu eða vacum-tromla þetta til að fá bragð efni djúft inni í kjötið sérstaklega ef það er bætt hvít- rauðvín eða wiski inn í kjötið ef það er selt þannig.
Ein sem hefur unnið í Ferskum.