miðvikudagur, 4. mars 2009

Ætlar síminn að segja af sér?

Síminn blekkir neytendur - ætlar Síminn að segja af sér?

Síminn auglýsir núna “aðgerðaráætlun fyrir fólkið og fyrirtækin” og “sama verð, óháð kerfum”.

Í nýju auglýsingunni frá fyrirtækinu er fulltrúi þess spurður hvort hann ætli að segja af sér. Miðað við þessar nýjustu æfingar fyrirtækisins ætti hann að skila inn uppsagnarbréfi ekki seinna en strax.

Ekki verður betur séð en að fyrirtækið beiti neytendur óskammfeilnum blekkingum.

- Síminn hækkaði verð um 6,1% með nýrri gjaldskrá sem tók gildi 1. mars: http://www.siminn.is/einstaklingar/farsiminn/verd/nanar/store466/item86571/.
- Síminn auglýsir lægsta mínútuverðið, 11,90 kr., í öll kerfi. Það er blekking.
Upphafsgjaldið er hækkað verulega, í 11,90 kr. og þar að auki gerð sú breyting að alltaf er rukkað fyrir heila mínútu, en ekki 10 sek. í senn.

Þetta þýðir að 60 sekúndna símtal kostar 11,90 + 11,90 = 23,80 kr.
Símtal í 90 sekúndur kostar 11,90 + 11,90 + 11,90 = 35,7 kr.

Þetta lága mínútuverð er því blekking ein. Fyrirkomulagið hentar aðeins ef símtöl eru löng.

Þetta nýjasta útspil Símans er óskammfeilin tilraun til að villa um fyrir heimilum og fyrirtækjum í landinu.

Kveðja,
Baddi

7 ummæli:

  1. Til samanburðar má benda á að mínútuverðið hjá Nova í öll kerfi er 14,5 kr. (nema í Nova sem er 0 kr.) og upphafsgjaldið er 4,5. Síðan er tímamælingin 30 sek. en ekki 60 sek. eins og hjá Símanum.

    Þannig að dæmin sem nefnd voru í þessum pósti yrðu svona hjá Nova:
    60 sekúndna símtal kostar þá 4,5 + 14,5 = 19 kr.
    90 sekúndna símtal kostar þá 4,5 + 14,5 + 7,25 = 26,25 kr.

    Og eitt auka:
    30 sekúndna símtal kostar 4,5 + 7,25 = 11,75 kr. hjá Nova en hjá Símanum (samkvæmt þessari "spari"leið sem talað er um í færslunni)kostar það 11,9 + 11,9 = 23,80 kr.

    SvaraEyða
  2. Síminn er orðinn sóðalegur í svindltaktík sinni.

    Gerast grófari og grófari með hverju "tilboðinu"+

    Svei, nýlega farinn yfir til Nova eftir að hafa verið hjá símanum í mörg ár. Held ég haldi mig bara þar, enda símreikningurinn búinn að lækka.

    SvaraEyða
  3. Ég held að það sé samt rétt að benda á að Síminn er ekkert að fara í grafgötur með það hverjum þessi leið hentar. Ég kynnti mér málið hjá Símanum því mér þótti þetta áhugavert og var spurð hvernig símanotkunin hjá mér væri, ef símtölin væru stutt að jafnaði væri hentugra fyrir mig að fara t.d. í 6 vinir og er það óháð kerfum. Það var sú leið sem ég fór í. Leiðin sem býður upp á lægsta mínútuverðið hentar þeim sem eiga löng símtöl. Ein áhugasöm um símamál

    SvaraEyða
  4. Og ef þið eru með núllið, þá getur þú ekki notað þessar aðgerðaráættlarnir. Núllið er líka svindl því að það verður að leggja eitt þúsund í inneign hvort hún sé notuð eða ekki til að virkja núllið og inneignin rennur út á tveggja mánaða fresti.

    SvaraEyða
  5. Það furðulega er að þrátt fyrir okur sitt þá hefur síminn verið rekin með tapi seinastliðinn ár, eða síðan að ahann var einkavætur, þrátt fyrir 50% markaðhlutdeild sem að fer fljótt fallandi. Allavega eru þeir langdýrastir hvernig sem að maður lítur á það.

    SvaraEyða
  6. "Ég held að það sé samt rétt að benda á að Síminn er ekkert að fara í grafgötur með það hverjum þessi leið hentar. Ég kynnti mér málið hjá Símanum því mér þótti þetta áhugavert og var spurð hvernig símanotkunin hjá mér væri, ef símtölin væru stutt að jafnaði væri hentugra fyrir mig að fara t.d. í 6 vinir og er það óháð kerfum. Það var sú leið sem ég fór í."

    Athugaðu að þú þarft að borga 1990kr fyrir þessa þjónustuleið, þú þarft að greiða 14,90kr á mínútuna fyrir símtöl utan þessa 6 vina og er aðeins um notkun upp að 1000mínútur á mánuði fríar eða sem nemur 5,5mín á dag í hvern vin.

    Sjá grein á ns.is
    http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=320846

    SvaraEyða
  7. segjum að þú notir allar þessar 1000 mínútur og 500 sms og þá bara í símanúmer hjá nova.. mínútan kostar 28 * 1000 og smsið kostar 11 * 500 svo að þá spararðu með því að kaupa fyrir 1990 krónur 28000 + 5500 krónur eða 33500 kall.

    SvaraEyða