miðvikudagur, 4. mars 2009

Leiga.is - Bara "frítt" í 10 daga

Langar til að vekja athygli ykkar á fáranlegri heimasíðu, leiga.is. Ég var að setja íbúð á leigu og hafði samband við leigulistyann og þar var mér sagt að ég gæti sett inn auglýsingu frítt hjá þeim. Þetta stóðst allt fullkomlega.
Síðan leið smá tími og ég ákvað að reyna að auglýsa á fleirri stöðum þá rakst ég á heimasíðu:
leiga.is. Þar eins og á leigulistanum var auglýst að hægt væri að auglýsa eignina frítt svo ég skellti inn auglýsingu þar líka. Ég náði síðan að leigja út íbúðina nokkrum dögum seinna (í gegnum kunningja). Nokkrum vikum seinna kom síðan reikningur uppá 5000 frá leiga.is. Ég reyndi að hafa samband við þá í síma en var tjáð að þetta væri einungis netfyrirtæki og ég yrði að senda netpóst til að kvarta, í stuttu máli hef ég ekki fengið nein svör önnur að í smáletrinu standi að með orðinu "frítt" (gæsalappirnar eru frá heimasíðunni) sé átt við 10 daga fría auglýsingu síðan taki við "taxti" þennan taxta tókst mér aldrei að finna á heimasíðunni. Ég hef verið í sambandi neytendastofu og neytendasamböndin og það virðist ekkert vera hægt að gera við svona falskar auglýsingar (mér skylst að þó taxtinn væri 100.000 þús þá væri það líka löglegt). Ég vil því eindregið vara fólk við þessari hörmulegu heimasíðu.
Kær kveðja
Felix Valsson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli