Ég er nú ekki vanur að leggja á minnið hvað hlutirnir kosta út í búð. En núna þegar það harnar í dalnum hjá landsmönnum þá tekur maður nú virkan þátt í að spara og kaupa það ódýrasta. Mér fannst ég gera reyfarakaup um daginn á skyri í Krónunni. Ég keypti 200g kea skyr hreint á 31.kr þann 16.feb. Og þegar ég ætlaði að gera sömu rayfarakaup í fyrradag eða þann 4.mars tæpum þremur vikum seinna þá kostar hún 73.kr. Er þetta ekki óvenjulega mikil hækun.
Gunnar
Getur ekki líka verið að 31 kr. sé of lágt verð, undirboð til að líta vel út í verðkönnunum eða eitthvað í þá áttina ?? 73kr. hljómar allavega eins og mikið rökréttara verð fyrir 200g af skyri heldur en 31 kr.
SvaraEyða