sunnudagur, 8. mars 2009

Síminn!

Sem neytandi er ég seinþreyttur til vandræða en ég get ekki setið á mér, eftir að hafa fengi að símtal frá sölumanni Símans sem vildi bjóða mér „nýja og hagkvæma þjónustuleið“ eins og hann kallaði það. Allt hljómaði þetta vel í fyrstu en við nánari skoðun runnu á mig tvær ... eða þrjár grímur ... því Síminn er þvert á móti að hækka hjá símkostnaðinn með þessum nýju leiðum!

Sölumaðurinn sleppti því t.d. að nefna að upphafsgjaldið mitt á hverju símtali hækkar um meira en 140% og fer úr 4,9 kr. í 11,9 kr. Fyrsta mínútan kosta mig því nærri þvi 24 krónur sem er nær því að vera hæsta mínútverðið á Íslandi en ekki það lægsta! Hverslags rugl er þetta? Mín símtöl eru langflest stutt og því myndi ég tapa stórfé á því að velja „lægsta mínútuverðið“. Ég sé í auglýsingunum þeirra að ég get líka fengið það sem heitir „Núll í alla heimasíma.“ Það stenst heldur ekki skoðun því ég þarf að borga upphafsgjald fyrir öll símtöl í heimasíma. Ég er kannski ekki nógu greindur til að fatta þetta en ég get ekki skilið hvernig þetta kostar núll krónur ef ég þarf að borga fyrir hvert einasta símtal. Svo er ekki hægt að nota nein af þessum nýju „tilboðum“ inn í Núllið sem asnaðist til að skrá mig í fyrir nokkrum mánuðum – þar er smáa letrið svo mikið að það myndi fylla heila bók.

Þessar sjónhverfingar eru nett þreytandi og virðst einhvern veginn hafa þann eina tilgng að slá ryki í augun á manni. Finnst þetta alla vega eiga fullt erindi við fólk sem leggur það ekki á sig að skoða smáa letrið.

Baldur

4 ummæli:

  1. Hvar eru Neytendasamtökin,Neytendastofa og Póst og Fjarskiptastofnunnúna?????????????? Ekki heyrst eitt einasta orð um þessar hækkanir og sjónhverfingar Símans frá þeim. Sendi Neytendasamtökunum bréf fyrir að verða 3 vikur þeir sendu það á Neytendastofu sem sendi það síðan til Póst og Fjarskiptastofnun og ekkert heyrist. Af hverju kemur þetta ekki á yfirborðið og ratar jafnvel í fréttirnar ?

    SvaraEyða
  2. Talandi um símann...fékk reikning frá þeim um daginn þar sem að ég var rukkuð um 91kr fyrir að senda sms frá London!! Er þetta eðlilegt verð!

    SvaraEyða
  3. það kostar 5,95 krónur startgjaldið en með þessari leið sem að heitir Núll í alla heimasíma þá þarftu ekki að borga fyrir mínútugjaldið fyrsta hálftímann á hverjum degi. venjulega þá kostar mínútan 17 krónur og miðað við 1000 mín á mánuði þá er maðurað spara sér 17000 kall á mánuði.

    SvaraEyða
  4. Hættið að grenja.. síðan hans Dr. Gunna er að búa til mestu væluskjóður á Íslandi

    SvaraEyða