mánudagur, 9. mars 2009

Límt yfir mikilvægar upplýsingar

Ég er aðdándi góðrar listar, bæði tón og kvikmynda.  Þessvegna fer ég
öðru hvoru í plötubúðir til að kaupa, og skoða hvað er til.
Skífan í Kringlunni hefur verið mér þægileg, en nú er orðin mikil
breyting þar á bæ.
Allt í einu ber svo við, að í sennilega 80% tilfella með nýtt, eða
nýlegt efni, er ekki hægt að lesa til um innihald og/eða flytjendur,
sem hlýtur þó að vera aðalatriðið. Þjófavarnirnar eru límdar yfir
upplýsingar um innihald diskanna, það er ekki eins og ekki sé nóg pláss
á diskunum, heldur virðist eins og þetta sé gert af hugsunar leysi og
vankunnáttu.

Eins og sést á þeim myndum sem ég tók er
vandlega límt yfir upplýsingar, meira að segja upplýsingar, sem er skylt
samkvæmt lögum að hafa áberandi (T.D. aldurstakmark). Þarna hefði vel
verið hægt að líma þar sem enginn texti er, eða
jafnvel á forsíðuna sjálfa.
Einhverstaðar eru til lög um innihaldslýsingar vöru, og einnig er ég
ekki viss um að framleiðendur vörunnar væru ánægðir
með að ekki skuli vera hægt að lesa sér til um innihaldið.
Mér finnst þetta lýsa algeru metnaðar leysi verslunarstjórans, eða í
það minnsta vankunnáttu. Fyrir utan að vera óþolandi dónaskapur við
viðskiftavini búðarinnar. Að sjálfsögðu keypti ég ekki mikið þarna,
heldur fór í aðra plötubúð.
Kanski maður ætti að mæta fyrir utan höfuðstövar Senu með pottasettið,
og garga: VANHÆFIR VERSLUNARSTJÓRAR !!
Best regards,
Börkur Hrólfsson

4 ummæli:

  1. Þjófavarnir verða að vera á hornum umbúða.

    Geisladiskar blokkera merkið frá þjófavörninni.

    SvaraEyða
  2. Þetta er líka agalegt þegar límt er yfir leiðbeiningar á snyrtivörum og jafnvel lausasölulyfjum.... óþolandi

    SvaraEyða
  3. Rétt það sem nafnlaust sagði, þeir verða vera á hornum og ekki geta þeir verið á þeim hornum sem strikamerkið er. Oft er gott að labba uppað næsta afgreiðslumanni og biðja hann um aðstoð við að lesa á diskinn.. virkar hjá mér.

    Hættað væla!

    SvaraEyða
  4. Nákvæmlega.... hættu þessu helvítis væli!! Datt þér aldrei í hug að biðja um að fá að sjá hulstrið undir miðanum? Þjófavarnir þurfa að vera e-s staðar.....

    SvaraEyða