mánudagur, 9. mars 2009

Okrið í Ikea

Langaði til að benda á okur og það hjá fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að vernda lágt vöruverð á íslandi. Umrætt fyrirtæki er IKEA. Ég var að kaupa af þeim tvöfalda handlaug á baðherbergi. Þeir bjóða einnig uppá blöndunartæki og okkur leist vel á blöndunartæki sem heitir Dalskar. Þar sem þetta er tvöfaldur vaskur þá þurfum við 2 blöndunartæki. Hjá Ikea kostar blöndunartækið 14.950 kr stykkið eða 29.900 kr bæði saman. Okkur þótti það dýrt en sæmilega sloppið miðað við td. Byko eða Húsasmiðjuna. Þegar til kom var varan ekki til en væntanleg. Ikea gat ekki staðfest hvað langt væri í það en það væri amk 1-2 vikur. Þar sem ferming stendur fyrir dyrum ákvað ég að sjá hvort blöndunartækið væri til í IKEA í Svíþjóð og reyna þá að fá það sent eða einhvern til að koma með það. Viti menn það er til þar og bæði hægt að fá það sent eða kaupa í búð. Þegar ég sá verðið þá rak mig í rogastans. Þar kostar sama blöndunartæki 695 kr sænskar, eða 8.433 m/v gengi SEK á föstudaginn. Mismunurinn er heilar 6.516 kr á stykki, sparnaður fyrir mig uppá 13.034 kr fyrir bæði tækin! Ég athugaði skattamál og VSK í Svíþjóð er 25% eða 0,5% lægri en á Íslandi. Þennan gífurlega mun get ég með engu móti skilið eða samþykkt. Flutningskostnaður með DHL ásamt tollskýrslu væri um 7.000 kr en áreiðanlega hægt að fá það ódýrara með venjulegri frakt. Ég skoðaði svo verðið á baðherbergisinnréttingunni sem ég var að kaupa og þá batnaði ekki skapið en ég borgaði um 130.000 kr fyrir það hjá IKEA hérna en hefði kostað mig helmingi minna í Svíþjóð. Þetta er bara OKUR og verið að mjólka bágstadda íslendinga. Þeir mega reyna hjá IKEA að útskýra þennan mikla mun en það er bara ekki hægt! Ef þeir vilja fela sig á bakvið gengismál þá má spyrja þá útí hækkun sem þeir létu ganga yfir alla línuna hjá sér í október á seinasta ári. Enga höfum við séð lækkunina.

Að neðan eru tenglar á þetta blöndunartæki sem ég ræði um að ofan. Þetta er ekki einsdæmi heldur regla yfir alla vörulínu IKEA sýnist mér við fljóta og óvísindalega athugun á heimasíðum þeirra.

IKEA Svíþjóð:

http://www.ikea.com/se/sv/catalog/products/90135033

IKEA Íslandi:

http://www.ikea.is/ikeaverslun/products/?ew_0_cat_id=62888&ew_0_p_id=605E7883-B00A-4627-9734-87062CBADEE5&product_category_id=69d2c8e2-dc42-4913-ad2f-869450a10be7

Með kveðju og þökkum fyrir góða baráttu þína gegn okri,

Gnúpur

5 ummæli:

  1. Hæ,
    Fór einu sinni með sænska bæklinginn í IKEA og spurði verslunarstjórann hvernig stendur á þessum mun á milli landanna, þar sem allt er miklu ódýrara í svíþjóð eins og þú réttilega bendir á. Verslunarstjórinn kenndi flutningakostnaði um. Þá spurði ég hvort hann vissi ekki að IKEA er með miðlægan lager í Englandi þaðan sem allar vörurnar eru sendar þanniga að svíarnir þurfa nú líka að borga sendingakostnað. þá er var ekki gaman að tala við mig lengur og lauk samtalinu. Okur og svínarí!!

    Er búsettur í Noregi núna og fór í IKEA um daginn. Verðin hérna eru miklu lægri en heima og samt er Noregur almennt talið dýrt land.

    SvaraEyða
  2. ég heyrði nú að ikea kaupir allt inn á evrunni en ekki sænskum krónum.

    SvaraEyða
  3. Já það má vel vera en evran hefur lækkað úr tæplega 190kr í 141 krónu! Bar líka saman verðið á Evrusvæðum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku sem er með DKK tengt EUR.
    Semsagt engin afsökun!

    SvaraEyða
  4. Væri ekki upplagt fyrir okkur að fara í kauppásu frá IKEA á Íslandi!

    SvaraEyða
  5. www.athousehold.com er einn birgir af eldhúsinu og baðherbergi röð vörur, þar á meðal vaskinn, blöndunartæki (tappa), loft Fryer, blender, kjöt kvörn, kaffivél (kaffivél), sturtu, baðherbergi skáp, ryksuga, hönd þurrkari , eldhús lampi, baðherbergi lampi, etc.Products eru hæfir, OEM þjónusta er ásættanlegt, ef þú ert áhuga á viðskiptum þessara vara, getur þú heimsækir vefsíðu okkar fyrir frekari upplýsingar eða hafðu samband við okkur beint í gegnum tölvupóst jackchen@athousehold.com
    Catalogue niður / Review Online: http: //www.athousehold.com/download/
    Þakka þér og hafa ágætur dagur.



    Bestu kveðjur



    Jack Chen
    Sölufulltrúi
    Nantong Á Heimilis Co, Limited
    E-mail: jackchen@athousehold.com
            sales@athousehold.com
    Skype: athousehold
    Vefsíða: www.athousehold.com
    Whatsapp: 0086-13761673740

    SvaraEyða