þriðjudagur, 10. mars 2009

Lyfjaver dýrast!

Hef tekið eftir því að Lyfjaver við Suðurlandsbraut er sagt vera með lægra verð á lyfjum en aðrir.
Því miður hef ég allt aðra sögu að segja.
Ég kaupi ársfjórðungslega sama skammt af lyfjum þ.e. Norvasc 10 mg.(100 töflur, sérinnpakkaðar) og 100 stk. Hjartamagnyl (laust í dós).

Verð í síðustu 4 skiptin voru, skv. kassakvittunum lyfjabúðanna:

14.02.2008 - Apótekarinn, Mjódd - alls kr. 3.806

27.05.2008 - Lyfjaval í Mjódd - alls kr. 4.068

01.09.2008 - Lyfjaval í Mjódd - alls kr. 4.100

09.12.2008 - Lyfjaver, Suðurlandsbraut - alls kr. 6.461

Miðað við þetta er Lyfjaver rúmlega 50% dýrara en aðrir.
Ég sendi tölvupóst til Lyfjavers og spurði um ástæðu, en fékk ekkert svar.

Óskar nafnleyndar

7 ummæli:

  1. Ég þarf sem betur fer ekki oft að kaupa lyf en þegar ég ber saman verð á sama degi er Lyfjaver næstum alltaf ódýrast. Ég held að þessi munur frá 1. sept til 9. des skýrist af gengisfalli krónunnar. Hefði verið marktækara ef þú hefðir líka birt verðið í Mjódd þann 9. des. Og líka verðið í Lyfjaveri þ. 1.sept. Annars er ekkert að marka samanburðinn.

    SvaraEyða
  2. Hluti þessara lyfja er íslensk framleiðsla. Ymis kostnaður er íslenskur. Laun hafa ekki hækkað. Einfalt og villandi að kenna gengisfalli um þetta allt.

    SvaraEyða
  3. Er það ekki bara hjartamagnyl sem er íslenskt í þessum pakka. Smáaurar af heildarupphæðinni. Skiptir samt ekki máli því ekki er verið að bera saman verð á sama degi í neinu tilfellanna. Og til að vera sanngjarn þá verður maður að skoða hvað gerðist á milli 1.sept og 9. des 2008 í gengis og innflutningsmálum.
    Það græðir enginn á upplýsingum á svona síðu ef fólk er ekki sanngjarnt og heiðarlegt þegar það er að birta samanburð. Ég hefði gaman af að vita; því voru lyfin ekki keypt í Mjódd þ.9.des eins og í hin 3 skiptin sem eru tilgreind. Voru þau ekki til? og því ekki hægt að bera saman verð eða voru þau dýrari þar þann daginn? Þetta vantar alveg að vita til þess að hægt sé að bera saman verðin á heiðarlegan hátt.

    SvaraEyða
  4. Keypti svona skammt í dag, 10. mars í Lyfjavali í Mjódd. Hann kostaði kr. 6.218. Var líka boðið að fá samheitalyf uþb. 2 þúsund ódýrara.

    Varðandi gengi, þá kostaði þessi skammtur:
    27. maí 2008: EUR 33 eða DKK 248
    9.12.2008 og 10.03.2008: EUR 44 eða DKK 326

    Hér er því um meira en gengisbreytingu um að ræða.

    SvaraEyða
  5. Og hvað kostaði skammturinn í Lyfjaveri í dag?

    SvaraEyða
  6. Ég verð að segja, þó svo að ég hafi enga hagsmuni að gæta (tengist engum apótekum né kaupi lyf reglulega) þá finnst mér þetta ekki samanburðarhæft þar sem ekki er um sama tíma að ræða.

    Finnst að sá sem þetta sendi inn hefði átt að hringja í öll apótekin Í DAG til að fá raunverulegan samanburð því samaburðurinn eins og hann stendur er ómarktækur nema hann sé framkvæmdur á sama tíma í öllum apótekum.

    SvaraEyða
  7. Auðvitað er ekkert að marka þessar tölur, enda lækkaði gengi ísl kr upp úr öllu valdi. Vilji fólk réttan samanburð verður að taka tékk sama dag. Sé það gert hefur það sýnt sig að Lyfjaver kemur yfirleitt sterkast út.
    Dr. Gunni

    SvaraEyða