þriðjudagur, 10. mars 2009

Frönskuokur á Akureyri

Ég á það til að kaupa stórann skammt af frönskum kartöflum í veganestinu
við Skarðshlíð á Akureyri. Það er yfirleitt ca. 600gr í skammtinum og
verðið var 550kr. að mig minnir.

Um daginn fór ég og keypti stóran skammt af frönskum í þessu nesti. Svo
þegar heim var komið tók ég eftir því að þetta var bara hálfur skammtur.
Við hringdum í nestið og spurðumst fyrir um hvað stór skammtur ætti að
vera og það var sagt 600gr. Þá sögðumst við hafa keypt stóran skammt en
fengið hálfan sem voru 300gr. En þá fengum við þau svör að þau vigti
600gr. í skál og steikja. Úr því verður 300gr. af frönskum.... þvílíkt
kjaftæði. Rýrna semsagt franskarnar um 50% við steikingu???? Þau leyfa sér
að staðhæfa þetta þannig að núna kaupir maður 50% minna fyrir meira verð
því það er búið að hækka verðið í 595 kr. Þetta er orðið frekar mikið okur
þarna.

Ég mun ekki versla við þetta nesti framar.

kv. PGE

2 ummæli:

  1. Það er nú ansi skrítið að fatta að maður hafi hálfan skammt þegar heim er komið. Þetta er eins og að líta á strimilinn eftir ferð í Bónus og sjá að maður hafi verið svikinn um afslátt eða vitlaust verð m.v. hillumerkingu. Maður á að hafa verð og almenna neytendavitund og gera athugasemd strax. Ég t.d. les alltaf allan strimilinn áður en ég set í pokan í Bónus og fæ oft stingandi augnarráð frá óþolinmóðum viðskiptavinum og starfsfólki. Mér er bara nákvæmlega sama því það er jú í fyrsta lagi fyrirtækinu að kenna að reynslan sýni að það sé mikið ósamræmi milli kassa og hillu. Samt skárra í Bónus heldur en Krónunni.

    SvaraEyða
  2. jú satt hjá þér, ég geri það líka oft, en þau skipti sem maður gleymi sér þá kemur þetta fyrir. Það er sama hvar eða hvað maður er að versla í dag, það á alltaf að tékka á hlutunum áður en farið er úr búðinni.

    pge

    SvaraEyða