miðvikudagur, 11. mars 2009

Hnífasett í bakið



Hér má sjá sláandi verðsamanburð á hnífapörum hjá ELKO. Hnífapörin kostuðu 995 í september2008 en í janúar2009 kostuðu þau 1995. Þetta er meira en 100% hækkun. Eins og vörunúmerið á myndinni gefur til kynna að þá er ekki um að villast þetta er sama varan. Þeir bara lauma einum þarna framan á og vonast til þess að það pæli enginn í því.
Guðjón

(Nb. Alla verðhækkun í fyrra má útskýra með hinum klassíska söng: "Hækkun vegna gengisfalls íslensku krónunnar")

1 ummæli:

  1. Erum við ekki að verða svolítið þreytt á þessum söng um gengisfallið?? Þetta hefur hægt og bítandi verið að koma til baka!!

    SvaraEyða