Langaði að athuga hversu mikið kostaði að fara með Norrænu í sumar og fékk þær upplýsingar á skrifstofunni að fyrir 2 fullorðna og bíl, fram og til baka til Danmerkur, í júlí, miðað við að vera í klefa, kostaði 320 þúsund! Er einhver Íslendingur að nýta sér þetta, nema kannski þeir sem eru að flytja af landi brott með búslóðina í bílnum?!
Jói
Jói
Má ég benda á að hægt er að panta far með Norrænu í gegnum Dönsku ferðaskrifstofuna. Ég gerði það fyrir nokkrum árum síðan og gerði síðan verðsamanburð á íslensku og dönsku ferðaskrifstofunni. Þá var tvöfalt dýrara að versla við íslensku ferðaskrifstofuna en þá dönsku.
SvaraEyðaHvað heitir þessi danska ferðaskrifstofa og er möguleiki að hún sé á veraldarvefnum?
SvaraEyðaKv. væntanlegur landflutningamaður
Já þetta er gott að vita, ég verð að kíkja á dönsku síðuna þar sem ég ætla bara að kaupa mér miða aðra leið...
SvaraEyða