miðvikudagur, 11. mars 2009

"Vinnureglur" í gæludýrabúð

Ég fór í gæludýraverslun í Mjóddinni og keypti þar hlut sem ég gat ekki fengið til að virka rétt. Daginn eftir fór ég með hann í búðina og var hluturinn þá dæmdur gallaður. Aðeins var til eitt annað eintak og það var sama sagan með það. Ég vildi fá endurgreitt (heilar 2300 kr) en fékk það ekki þar sem það voru ekki ,,vinnureglur" verslunarinnar. Hvers konar rugl er þetta?! Varan var gölluð sem er klárlega ekki mín sök en ég get ekki fengið peningana til baka! Ég þekki vel til í Bretlandi og þar fær viðskiptavinurinn að velja um þrennt: Fá annan hlut í staðinn, fá inneignarnótu eða fá endurgreitt. Þetta virðist ekki vera neitt óskaplega flókið þar en hérna er eins og neytendur séu að biðja verslunareigendur að gefa sér útlim!!!!
Eitt er víst að þarna versla ég ekki meira........
Bkv. Reiður gæludýraeigandi.

2 ummæli:

  1. Er sjálfur að vinna í verslun. Reglurnar eru skýrar.

    Ef ekki er hægt að bæta kaupanda fyrir hlutinn með öðrum hlut, alveg eins eða sambærilegum/betri á kaupandinn skýran rétt á endurgreiðslu!

    SvaraEyða
  2. Ég vinn líka í verslun og tek undir orð síðasta ræðumanns. Samkvæmt reglum frá Neytendasamtökunum ber verslun að endurgreiða gallaða vöru ef ekki er hægt að bæta hana með annarri. Skýrar reglur og þetta er þinn réttur. Láttu ekki bjóða þér svona!

    SvaraEyða