þriðjudagur, 3. mars 2009

Skuldlaus.blog.is

Vil benda á bloggsíðuna www.skuldlaus.blog.is sem er hún að mestu ætluð til stuðnings skulda- og kaupfíklum. En hver sem er getur nýtt sér þau verkfæri sem hömlulausir skuldarar nota, því þau taka á hugarfari gagnvart peningum og aðstoða fólk út úr ótta við peninga og bankastofnanir.

Og í dag upplifa margir þá þörf að fá hugarró og styrk gegn þeim ógnum sem að okkur steðja fjárhagslega. Stuðningur við sem flesta er mikilvægur, og meðan við getum ekki bjargað með peningum, verðum við að bjarga með því að nýta peninginn betur.

Eins og sagt er, Besta leiðin til að græða pening, er að hætta að tapa honum.

Því miður virðumst við oftast tapa peningnum vegna skorts á yfirsýn, vökulum augum gegn okurverðum, sölutrixum og svo framvegis.

Með vinsemd og virðingu,
Haukur skuldafíkill

Engin ummæli:

Skrifa ummæli