mánudagur, 2. mars 2009

Okrandi vísindi

Ég er áskrifandi að lifandi vísindum, og hingað til hef verið nokkuð sáttur við það. Í seinustu viku fékk ég svo inn um lúguna aukablað frá þeim, með gíróseðli. Á gíróseðlinum kom fram að þetta væri ár"bók" lifandi vísinda, sem væri fylgdi með í áskriftinni. Þetta blað á maður þó að borga rúmlega 4000 kr fyrir. Það þykir mér ansi mikill peningur fyrir eitthvað sem maður var aldrei látinn vita af þegar maður gerðist áskrifandi. Ég ætla að fara með þetta blað og skila, og vona að aðrir geri hið sama. Þetta er svívirðilega hátt verð fyrir einhvern blaðsnepil sem "fylgir áskriftinni".

Kveðja,
Hrafnkell F.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli