mánudagur, 9. mars 2009

Jarðaberin í Krónunni

Krónan er nýverið búin að opna glæsilegar verslanir í Kópavogi og úti
á Granda.
Að mínu mati eru þetta bestu búðirnar á íslandi í dag, rúmgóðar og
bjartar.
En það sem krónan er þó þekkt fyrir er rangar verðmerkingar og villandi.
Dæmi: Jarðaberin, sem mér finnst svo gó, og borða mikið af eru best í
Krónunni, en það fer rosalega í taugarnar á mér
að ekki skuli vera hægt að merkja vöruna rétt, þannig að við sjáum
hvað við erum að kaupa.
Á verðmekingunni stendur: Jarðaber, Holland 200 gr., maður áætlar að
þarna sé um að ræða Hollensk jarðaber,
og meira að segja lífrænt ræktuð, eins og segir á miða á kælinum, þar
sem berin eru, eða hvað?


Eins og sjá má, stendur: Lífrænt ræktað, og á hinni myndinni:
Jarðaber, box 200 Gr. Holland. En hver er raunveruleikinn ?


Eins og sjá má, eru berin frá Eþíópíu, annarsvegar, og Spáni
hinsvegar!!. En INNPÖKKUÐ í Hollandi, og ekkert á pakkningunum segir
mér að þetta sé lífrænt. Reyndar ery stóru safaríku Spánsku berin með
meira vatnsbragð (vatni sprautað í þau ?), en þau Afrísku, sem eru
miklu minni. Og svo eru öskjurnar 250 Gr. sem þýðir að verðið er ekki
einu sinni rétt á verðmerkingunni, og þó að það sé kúnnanum í hag
þarna, sýnir þetta ónámkvæmni og virðingarleysi fyrir þeim sjálfsögðu
réttindum kúnnans að fá réttar og skýrar upplýsingar um það, sem hann
er að kaupa.
En Jarðaberin bragðast alveg himneskt vel, og ég tek þau Spánsku
frekar, útlitsins vegna, en þau Afrísku bragðsins vegna. Það væri
gaman að prófa Hollensk jarðaber, eins og verðmerkingin gefur til
kynna að séu til.
Börkur Hrólfsson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli