sunnudagur, 8. mars 2009

Blekkjandi bæklingur?

Hagkaupsblaðið kom út í dag og eru þar "auglýst" danskar vörur ásamt öðru. Mér finnst mjög undarlegt að þetta er eiginlega bara bæklingur með myndum. Neytandinn er blekktur með flottum myndum frá vörum en nánast engar upplýsingar eru um verð. Eiga ekki að fylgja verðupplýsingar í svona auglýsingabæklingum? Er þetta ekki hálfgert blekking?
Korinna

3 ummæli:

  1. Einnig má bæta við að nærri engar af þessum vörum sem voru auglýstar í þessum blessaða bækling voru á boðstólnum í þeim Hagkaupsbúðum sem móðir mín gerði sér ferð í. Stundum var enn verið að setja eitthvað af þeim upp og annað var ekki komið. Þetta hefur reyndar verið svona undanfarin misseri þegar þeir auglýsa 'danska, franska, ítalska, bandaríska' daga þá er meirihluti þess sem þeir auglýsa aldrei til. Vörusvik ef eitthvað er!!!

    SvaraEyða
  2. Ég átti leið í Hagkaup í fyrradag og tók eftir að víða um verslunina voru danskir fánar enda um danska daga að ræða. Fyrir framan goskælana var langt borð UMKRINGT danska fánanum og mætti halda að þar væri allt morandi í vörum frá Danmörku. Mér tókst að finna eina vöru frá Danmörku en það var Solgryn haframjöl (sem fæst btw alltaf, alls staðar). Hinar vörurnar sem ég sá voru t.d. frá Ítalíu, Spáni, USA og Íslandi. Þannig maður spyr sig; danskir dagar??

    SvaraEyða
  3. Mig grunar að nr.1 sé að hengja bakara fyrir smið, því þegar ég mætti í Hagkaup á föstudeginum fékk ég allar þær vörur sem ég leitaði að, svo sennilega eru innflytjendurnir að draga lappirnar með að koma vörunum til skila í búðina áður en þær eru auglýstar..

    SvaraEyða