föstudagur, 6. mars 2009

Yfirvigtarokur Iceland Express

Ég kom með Iceland Express frá Friedrikshafen í síðustu viku og var rukkaður um 55 EUR fyrir 5 kg yfirvikt. Það finnst mér argasta OKUR !
Iceland Express ber því reyndar við að gjaldsrkáin fyrir yfirvikt sé 1000 kr íslenkar per kg og þetta sé dýrara vegna óhagstæðrar gengisþróunnar. Þó er ekki hægt að borga í IKR ytra.
En skoðum málið og notumst við hinar hógværu 1000 kr Iceland Express.
Þeir fljúga á þessari leið með Boeng 737 leiguvél sem getur borið að minnsta kosti 3000 kg af auka frakt- full af farþegum . Þungi vélarinnar vegna yfirviktar er því á engan hátt takmarkandi þáttur.
Iceland express leigir vélina og greiðir því væntanlega fast gjald fyrir hvern legg án tillits til farþegafjölda eða flugtaksþyngdar.
Iceland express býður flug ti Friedrikshaven fyrir um kr 40.000 báðar leiðir. Það gerir 20.000 hvora leið. ( Reyndar eflaust hægt að fá ódýrara á tilboðum ) Hver faþegi má hafa með sér 20 kg af farangri sem gerir 80 kg mann að 100 kg. Semsagt 200 kr/kg.
Hvers vegna þarf að rukka 1000 kr á KG fyrir yfirvikt þegar það kostar 200 kr á KG að flytja farþegann með farangri ?
Þetta kalla ég OKUR !
Með kveðju,
Hjörtur Eiríksson

3 ummæli:

  1. Ég er alveg sammála því að þetta er dýrt, en það er hinsvegar rétt að benda á það að því þyngri sem vélin er því meira eldsneyti eyðir hún. Eins og þú lætur þetta hljóma er eins og IEX beri engan kostnað af því að koma þessu til Íslands, en það er bara ekki rétt.

    Mig minnir að Icelandair hafi reynt að rukka mig 950 kr. á kílóið fyrir ári eða svo.

    SvaraEyða
  2. Það er eitthvað að þessari gjaldskrá hjá þeim þeir meta 1500 krónur=85 danskar eða orðrétt:

    Yfirvigt: Farangur umfram farangursheimild kostar 1.500 (DKK 85, EUR 11, GBP 8, SEK 95)

    Mega þeir miða við sitt einkagengi?

    Skv. gengi í dag ættu þetta að vera nær 60 DKK

    SvaraEyða
  3. Aths. við síðustu færslu, þeir rukka víst mismunandi eftir löndum-hlutir innan sviga er víst ekki verð m.v. gengið heldur verð eftir löndum-1500 kall á Íslandi (einungis!)

    SvaraEyða