mánudagur, 9. mars 2009

Hagstætt að versla á Íslandi - Kanntu annan?!

Fór í Debenhams og sá pils í merkinu Esprit. Annað pilsið kostaði 18.990 kr en þar sem ég var að koma frá London sá ég sama pils í Esprit búðinni á Oxford Street á 48 pund. M.v. visagengi dagsins myndi það útlistast sem 7.810 kr. Annað pils sá ég líka og var það á 15.990.- en kostar 42 pund í sömu verslun erlendis. Reiknast það sem 6.834.-
Hvernig í ósköpunum útskýrir Debenhams þessi verð? Bæði verð miðast við verð út úr búð með álagningu og til að geta verslað erlendis þarf maður að umreikna verðið með háu gengi pundsins.
Sá svo stígvél í Gs skóm sem ég gæti hugsað mér að eiga, ósköp látlaus svört há leðurstígvél. Verðmiðinn sýndi 38.990.- Þetta segir mér að fyrir eitt par af stígvélum og pils þarf ég að punga fyrir hátt í 60 þús kalli.
Sé því ekki hvernig sé hægt að selja það að það sé orðið hagstætt að versla hér á landi, þrátt fyrir gengið að þá hafa vörur bara hækkað það mikið hér á landi.
KJ

Engin ummæli:

Skrifa ummæli