Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
miðvikudagur, 30. september 2009
Misræmi hjá partíhöldurum
Ég fékk mail frá Eve online þar sem kemur fram að það kostar 2000 kr á lokapartí Eve online-hátíðarinnar 'Party at the top of the world'. Þegar ég klikkaði á linkinn sem gefinn var upp þá kemur fram að miðinn kostar 2900 kr en ekki 2000 kr eins og sendur í mailinu. Ég hef ekki fengið neina staðfestingu frá þeim varðandi hækkun á miðaverði og mér finnst þetta mjög furðurlegt!
Már
þriðjudagur, 29. september 2009
Ódýrir smokkar í MegaStore
Kannski er einhver búinn að benda þér á þetta, en af því dýrar getnaðarvarnir hafa verið í umræðunni þá sá ég um daginn smokkapakka með tíu smokkum í MegaStore búðinni á 298 kr sem er mun ódýrara en maður hefur sé á búðarkössunum í Bónus, Strax o.s.frv. Ég veit svo sem ekkert um gæði þeirra, harðgiftur til margra ára, vonandi geta kannski einhverjir komið með reynslusögur!
Kv. Örvar
Kv. Örvar
Svívirðilegt okur hjá Toyota umboðinu
Konan fór með bílinn í reglubundna 30.000km/2ára skoðun hjá Toyota sem er skylda að fara í til að viðhalda ábyrgð.
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón
Alíslenskt okur: Ábending til neytenda
Það er alveg merkilegt hvað verslunareigendur á Íslandi geta okrað mikið þegar kemur að ákveðnum vörum. Ég vil benda fólki á að með smá þolinmæði, þá er hægt að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að panta í gegnum eBay. Þetta vita eflaust margir - en margir hafa þó ekki notað vefi á borð við eBay og ráðlegg ég fólki að kynna sér þetta núna á þessum síðustu og verstu. Ég ætla að koma með þrjú dæmi.
a) Batterýið í Nokia símann minn er orðið nokkuð slappt og því ákvað ég að kanna það hvað myndi kosta fyrir mig að kaupa nýtt. Hátækni gaf mér upp verðið 6.995. fyrir batterýið. Á eBay keypti ég sambærilegt batterý fyrir 4 dollara (ca. 500 krónur). Ég vil þó taka það fram að sennilega var hér ekki um ekta Nokia vöru að ræða og því ekki alveg nákvæmlega sama varan - en batterýið er ekki síðra (enn sem komið er allavega). Fín leið til að lengja líftímann á farsímanum sínum um 1-2 ár.
b) Ég á sjónvarpsflakkara, en var að flytja um daginn og tókst að týna RCA/Scart millistykkinu sem notað er við að tengja það við sjónvarp. Ég leitaði eftir stykkinu á google og sá að það er til hjá Tölvutek - falt fyrir 1490 krónur. Á eBay var aftur á móti einhver tilbúinn að selja mér þetta sama stykki á $1,50 (180 kall) með sendingarkostnaði. Þetta er ekki stykki sem ég verð að fá í dag og því spara ég mér auðveldlega 1300 kall þarna. Ekki endilega há upphæð, en marga munar um hverja krónu.
c) Keypti mér tvo DVD spilara um daginn. Einn þeirra ætlaði ég að nota sjálfur og hinn í gjöf fyrir foreldra mína. Spilararnir kostuðu um 15.000 krónur stykkið, en þá átti eftir að kaupa HDMI snúru til að tengja spilarana við sjónvarpið. Sú snúra kostaði 2.490.- stykkið í Elko. Auðvitað kannaði ég þetta á eBay - og þar gat ég fengið stykkið á $1,99 (250 kall).
Þarna eru þrjú dæmi þar sem ég hef borgað undir 15% af útsöluverði verslana á Íslandi, með því að sýna smá þolinmæði og útsjónarsemi. Ég tek það sérstaklega fram að eftir nokkra mánaða reynslu með hvern og einn þessara hluta - þá fæ ég ekki séð að þau séu af verri gæðum en þeir hlutir sem íslenskar verslanir selja.
Kveðja,
JHO
a) Batterýið í Nokia símann minn er orðið nokkuð slappt og því ákvað ég að kanna það hvað myndi kosta fyrir mig að kaupa nýtt. Hátækni gaf mér upp verðið 6.995. fyrir batterýið. Á eBay keypti ég sambærilegt batterý fyrir 4 dollara (ca. 500 krónur). Ég vil þó taka það fram að sennilega var hér ekki um ekta Nokia vöru að ræða og því ekki alveg nákvæmlega sama varan - en batterýið er ekki síðra (enn sem komið er allavega). Fín leið til að lengja líftímann á farsímanum sínum um 1-2 ár.
b) Ég á sjónvarpsflakkara, en var að flytja um daginn og tókst að týna RCA/Scart millistykkinu sem notað er við að tengja það við sjónvarp. Ég leitaði eftir stykkinu á google og sá að það er til hjá Tölvutek - falt fyrir 1490 krónur. Á eBay var aftur á móti einhver tilbúinn að selja mér þetta sama stykki á $1,50 (180 kall) með sendingarkostnaði. Þetta er ekki stykki sem ég verð að fá í dag og því spara ég mér auðveldlega 1300 kall þarna. Ekki endilega há upphæð, en marga munar um hverja krónu.
c) Keypti mér tvo DVD spilara um daginn. Einn þeirra ætlaði ég að nota sjálfur og hinn í gjöf fyrir foreldra mína. Spilararnir kostuðu um 15.000 krónur stykkið, en þá átti eftir að kaupa HDMI snúru til að tengja spilarana við sjónvarpið. Sú snúra kostaði 2.490.- stykkið í Elko. Auðvitað kannaði ég þetta á eBay - og þar gat ég fengið stykkið á $1,99 (250 kall).
Þarna eru þrjú dæmi þar sem ég hef borgað undir 15% af útsöluverði verslana á Íslandi, með því að sýna smá þolinmæði og útsjónarsemi. Ég tek það sérstaklega fram að eftir nokkra mánaða reynslu með hvern og einn þessara hluta - þá fæ ég ekki séð að þau séu af verri gæðum en þeir hlutir sem íslenskar verslanir selja.
Kveðja,
JHO
Bílatryggingar – svindl áfram í gangi
Nú í september fékk ég bréf frá Sjóvá og þar í voru 2 greiðsluseðlar ásamt skýringarblöðum, annar með lögboðinni ábyrgðartryggingu, kr. 102.792,- en hinn með kaskó, 43.918,-. Samtals 146.710,-
Ég hringdi í Sjóvá til þess að biðja um 2 gjaldaga á greiðslunni. Um leið og ég hafði sleppt beiðinni út úr mér sagði stúlkan: „Ég get lækkað þetta fyrir þig!“ Eftir smá bið og án þess að ég opnaði munninn hafði hún lækkað heildarupphæðina um 25.944,- eða um tæp 18%! Og ég sem hafði ekki einu sinni reynt að prútta um iðgjaldið! Stúlkan sagðist svo bara senda mér nýja seðla sem hún og gerði ásamt tveimur upplýsingablöðum en slíka hafði ég fengið með fyrri seðlunum (bruðl).
Nokkrum dögum seinna sagði mágur minn mér að hann hefði fært sig yfir í VÍS úr TM og þar með getað lækkað tryggingapakkann sinn um 100.000,- pr ár!
Ég hugsaði: Tryggingafélögin senda út rukkanir upp á vissa upphæð sem er ca 18% hærri heldur en raunvirði trygginganna. Ca 80% tryggjenda borga hljóðalaust og telja víst að þeirra félag sé jafn heiðarlegt og þeir sjálfir. Hinir 20% fá lækkun út á það að taka upp símtólið eins og ég.
Hvaða reikniskúnstir (lögbrot) eru þetta eiginlega á þessum síðustu og verstu tímum!? Og það meira að segja hjá Ríkisfyrirtækinu Sjóvá? Hefur virkilega ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá „buisness“mönnum landsins? Eða Ríkinu!? Og svo eru menn að tala um heiðarleika og að það sé bjargráð þjóðarinnar að skapa hér nýjan og heiðarlegan hugsunarhátt!
Enn sama svindlið og svínaríið. „Helvítis fokking fokk“.
Mosfellsbæ, 28. september 2009
Sesselja Guðmundsdóttir
Ég hringdi í Sjóvá til þess að biðja um 2 gjaldaga á greiðslunni. Um leið og ég hafði sleppt beiðinni út úr mér sagði stúlkan: „Ég get lækkað þetta fyrir þig!“ Eftir smá bið og án þess að ég opnaði munninn hafði hún lækkað heildarupphæðina um 25.944,- eða um tæp 18%! Og ég sem hafði ekki einu sinni reynt að prútta um iðgjaldið! Stúlkan sagðist svo bara senda mér nýja seðla sem hún og gerði ásamt tveimur upplýsingablöðum en slíka hafði ég fengið með fyrri seðlunum (bruðl).
Nokkrum dögum seinna sagði mágur minn mér að hann hefði fært sig yfir í VÍS úr TM og þar með getað lækkað tryggingapakkann sinn um 100.000,- pr ár!
Ég hugsaði: Tryggingafélögin senda út rukkanir upp á vissa upphæð sem er ca 18% hærri heldur en raunvirði trygginganna. Ca 80% tryggjenda borga hljóðalaust og telja víst að þeirra félag sé jafn heiðarlegt og þeir sjálfir. Hinir 20% fá lækkun út á það að taka upp símtólið eins og ég.
Hvaða reikniskúnstir (lögbrot) eru þetta eiginlega á þessum síðustu og verstu tímum!? Og það meira að segja hjá Ríkisfyrirtækinu Sjóvá? Hefur virkilega ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá „buisness“mönnum landsins? Eða Ríkinu!? Og svo eru menn að tala um heiðarleika og að það sé bjargráð þjóðarinnar að skapa hér nýjan og heiðarlegan hugsunarhátt!
Enn sama svindlið og svínaríið. „Helvítis fokking fokk“.
Mosfellsbæ, 28. september 2009
Sesselja Guðmundsdóttir
mánudagur, 28. september 2009
Fríhöfnin stendur ekki undir nafni
Mig langar að koma á framfæri að ekki er allt sem sýnist með að vörur sem seldar eru í Leifsstöð í Duty Free við komu til landsins séu ódýrari en í verslunum ELKO og ætti fólk að athuga verðlag í ELKO ef það ætlar að kaupa eitthvað við komu til landsins áður en það fer til að bera saman.
Ég var að koma til landsins aðfaranótt fimmtudags og var að spá í þráðlausan síma að Panasonic gerð og spurði afgreiðslumanninn hvort þetta væri eitthvað ódýrara en út úr búð í borginni og hann svaraði að það ætti allavega að vera skattinum ódýrara svo ég keypti símann á 10.999,- kr.
Viti menn þegar ég kom heim rak ég augun í ELKO blað og þar var nákvæmlega sami síminn auglýstur á 9.995,- kr. eða 1004 krónum ódýrari. Miðað við þetta verð hefði síminn ekki átt að kosta meira en 8.028,- kr. í Fríhöfninni.
Það borgar sig að athuga verð í verslun ELKO áður enn maður fer og hefur í huga að versla tæki í fríhöfninni.
Fríhöfnin virðist ekki standa undir nafni sem fríföfn!!
Virðingarfyllst,
Reynir Björnsson
Ég var að koma til landsins aðfaranótt fimmtudags og var að spá í þráðlausan síma að Panasonic gerð og spurði afgreiðslumanninn hvort þetta væri eitthvað ódýrara en út úr búð í borginni og hann svaraði að það ætti allavega að vera skattinum ódýrara svo ég keypti símann á 10.999,- kr.
Viti menn þegar ég kom heim rak ég augun í ELKO blað og þar var nákvæmlega sami síminn auglýstur á 9.995,- kr. eða 1004 krónum ódýrari. Miðað við þetta verð hefði síminn ekki átt að kosta meira en 8.028,- kr. í Fríhöfninni.
Það borgar sig að athuga verð í verslun ELKO áður enn maður fer og hefur í huga að versla tæki í fríhöfninni.
Fríhöfnin virðist ekki standa undir nafni sem fríföfn!!
Virðingarfyllst,
Reynir Björnsson
föstudagur, 25. september 2009
Rándýrt íþróttateip
Rosalega finnst mér íþróttateip dýrt. Í Lyfjavali kostar rúlla af Leukotape classic (3,75 cm x 10 m) 2.580 krónur. Aðrar tegundir eru drasl, svo því sé haldið til haga. Síðast þegar ég gáði kostar þetta líka á þriðja þúsund í öðrum apótekum.
Í Svíþjóð er hægt að fá þetta á 40 SEK * 18 ISK/SEK = 720 ISK. Ef maður flýgur til Svíþjóðar þá þarf maður bara að kaupa tvær rúllur á mann í einu fótboltaliði til að borga ferðina. Sjá http://www.hockeylife.se/?artnr=150-03
Kv.
Þorvaldur
Í Svíþjóð er hægt að fá þetta á 40 SEK * 18 ISK/SEK = 720 ISK. Ef maður flýgur til Svíþjóðar þá þarf maður bara að kaupa tvær rúllur á mann í einu fótboltaliði til að borga ferðina. Sjá http://www.hockeylife.se/?artnr=150-03
Kv.
Þorvaldur
Plastpokar fyrir brjóstamjólk
Ég fór í Lyf og Heilsu áðan og ætlaði að kaupa þartilgerða plastpoka fyrir brjóstamjólk svo ég gæti sett hana í frystirinn og geymt, en hætti snarlega við þegar ég sá verðið á þessari vöru. 20 pokar frá Medela 3780kr eða 25 pokar frá Lansinoh á 1995kr.- er þetta eðlilegt????
Kveðja, Guðný
Kveðja, Guðný
Gallabuxur á amerískum dögum
Ég vil vara fólk við tilboðsauglýsingum hjá Hagkaupum, ég fór á Ameríska daga til að skoða verð á gallabuxum, jú það var ýmist 20% afsláttur eða 2000 kr, fór eftir merkjum, á þessum flíkum var bara verðmiði sem sýndi upphaflegt verð, ekkert strikamerki, nú þega ég kom að kassanum þá átti ég að greiða fullt verð, ég sagði starfsmanninum að það væri 20% afsláttur á buxunum, þá sagðist hann þurfa að hringja í yfirmann sinn, sem og gerði, eftir smá stund kom stúlka , sló einhvern kóða inn í kassann og fór svo, þá gat starfsm, sett rétt verð inn, mér finnst þetta mjög skrítið ef auglýstur er afsláttur að það þurfi að kalla til yfirmann til þess að heimila hann.
Kv. Steini
Kv. Steini
Ostur er veislukostur en afhverju svona dýr???
Langar að koma með litla ábendingu um verðlag á áleggi í Bakaríinu við brúna á Akureyri. Er í sjokki! Ein ostsneið í Bakaríinu við brúna 130 kr! Pakkning með sambærilegum sneiðum kostar 536 kr og í henni eru 20 sneiðar! 4 sneiðar kosta því jafn mikið í Bakarínu við brúna og heil pakkning með 20 sneiðum! ég er í sjokki!... þetta var ostsneið á skonsu sem þurfti í þokkabót að smyrja sjálfur og smjörið kostaði 48 kr! Var ekki eins og það væri þjónusta inn í þessum 130 kr, bara hér er skonsan smjörið og osturinn gjörðu svo vel.
Og takið eftir bara 1 ostsneið á 130 kr, var ekki einu sinni nóg á skonsuna! Fór og spurði hvort það væri hægt að fá aðra ostsneið þar sem þessi passaði ekki á báða helminga, nei það er ekki hægt nema kaupa aðra á 130 kr!
Einn fúll
Og takið eftir bara 1 ostsneið á 130 kr, var ekki einu sinni nóg á skonsuna! Fór og spurði hvort það væri hægt að fá aðra ostsneið þar sem þessi passaði ekki á báða helminga, nei það er ekki hægt nema kaupa aðra á 130 kr!
Einn fúll
Okur og skattsvik
Ég lenti í ósvífnu okri hjá pípara sem ég fékk til að vinna smáverk fyrir mig í sumar. Ég spurði að vísu ekki í byrjun hvað þetta mundi kosta. En þetta var 4 tíma vinna og hann rukkaði mig um 23.900 krónur. Ég bað því um kvittun og ætlaði að fá endurgreiddan virðisaukaskatt, en þá segir gaurinn að hann verði þá að hækka reikninginn fyrst ég vilji fá kvittun. Svo fékk ég reikning seinna fyrir rúmum 30.0000. Þá smurði hann ýmsu á þetta, svo sem akstri, verkfæragjaldi og einhverju öðru sem ég hef engin tök á að vita hvort nokkur fótur er fyrir. Ég var búin að kaupa allt sem þurfti nema kannski einhvað smárör eða hné. Svona geta óprúttnir Iðnaðarmenn (píparar) hækkað launin sín meðan neytandinn getur ekkert gert.
Ég hef haft þó nokkra iðnaðarmenn í vinnu í sumar en þetta toppaði allt, hinir voru sérlega sanngjarnir og hreinir og beinir og ekki með neina takta, þess vegna spurði ég ekki neitt sérstaklega í byrjun um verðið. Ég var alveg grandalaus.
Auðvitað var þetta ekki neitt stórt svik en sýnir samt hvernig sumir fara að, og það er ekkert auðvelt að fá Iðnaðarmenn í vinnu.
Svo hef ég hrós fyrir starfsmann í ELKO í Skeifunni, en hann var alveg ótrúlega lipur og hjálpfús og ég hef varla kynnst svona liðlegheitum. Þökk sé honum. Veit samt ekki hvað hann heitir.
Eldri borgari í Reykjavík
Ég hef haft þó nokkra iðnaðarmenn í vinnu í sumar en þetta toppaði allt, hinir voru sérlega sanngjarnir og hreinir og beinir og ekki með neina takta, þess vegna spurði ég ekki neitt sérstaklega í byrjun um verðið. Ég var alveg grandalaus.
Auðvitað var þetta ekki neitt stórt svik en sýnir samt hvernig sumir fara að, og það er ekkert auðvelt að fá Iðnaðarmenn í vinnu.
Svo hef ég hrós fyrir starfsmann í ELKO í Skeifunni, en hann var alveg ótrúlega lipur og hjálpfús og ég hef varla kynnst svona liðlegheitum. Þökk sé honum. Veit samt ekki hvað hann heitir.
Eldri borgari í Reykjavík
fimmtudagur, 24. september 2009
Osram Delux S - 9w sparpera
Hér er furðulegur verðmunur milli Byko og Fjarðarkaups.
Í Byko kostar þessi pera 787kr en í Fjarðarkaup 483kr. = 304kr verðmunur!!
Hilmar
Í Byko kostar þessi pera 787kr en í Fjarðarkaup 483kr. = 304kr verðmunur!!
Hilmar
Óeðlilegir viðskiptahættir stundaðir í ELKO
Mig langar til að benda á eftirfarandi:
Fór í dag í ELKO og var ákveðinn í að kaupa tilboðs tæki sem heitir, Thomson 32'' LCD sjónvarp 32N90NH22N á kr. 99.995, var reyndar að kaupa það fyrir föður minn sem er á níræðisaldri.
Samkvæmt heimasíðunni hjá þeim átti þetta tæki að vera með svokölluðum DVB-T móttakara (stafrænn móttakari til móttöku á RUV og RUV+ ásamt fleiri stöðvum)
Þegar á svæðið var komið, tilkynnti sölumaðurinn mér það að betra væri að kaupa næsta tæki við hliðina á þessu Toshiba 32'' LCD sjónvarp 32AV635DN á kr. 119.995, þar sem það væri með DVB-T móttakara en hitt ekki.
HALLÓ sagði ég, er þetta allt saman tóm vitleysa sem stendur á heimsíðunni hjá ykkur, hann sagði þá strax að þar væri prentvilla. Ok, en hvað með þær upplýsingar sem standa á tækjalýsingunni undir tækinu á sölustað (ELKO í Skógarlind 2), þar voru nefnilega sömu upplýsingar. Það var það sama þar, prentvilla að hans sögn.
Jæja sagði ég. Ég er þá tilneyddur til að kaupa dýrara tækið sem er með DVB-T móttakara (faðir minn ætlaði að kaupa ódýrara tækið eingöngu vegna DVB-T móttakarans), það munar jú um 20.000 krónur, sem er bara töluverður peningur fyrir ellilífeyrisþega.
Var svo í kjölfarið hundfúll og svekktur yfir þessum svikum.
Fór þó við kassann og borgaði dýrara tækið. Á meðan ég beið eftir afgreiðslu greip ég nýjasta sölubæklinginn frá ELKO sem kom út í gær (21.09.2009). Þar var þetta sama Thomson tæki á forsíðunni, og viti menn þar var tækið einnig auglýst með stafrænum móttakara (DVB-T).
Þá fór ég nú til baka inn í verslunina og talaði við annan starfsmann, hann tjáði mér að Thomson tækin væru ekki með stafrænum móttakara, punktur.
Spurði ég hann þá um hverskonar sölubrellur þessir menn hjá ELKO stunduðu. Hann talaði um að þarna hefðu átt sér stað mannleg mistök.
Mannleg mistök, prentvillur og aftur prentvillur, þvílíkt og annað eins.....
Þeir hjá ELKO fá fólk til að mæta á svæðið í góðri trú um að hægt sé að kaupa ódýr sjónvörp með stafrænum móttökurum. Sem síðan er, þegar á hólminn er komið bull og vitleysa, svindl og svínarí. Og því miður er þetta ekki einangrað dæmi, hef heyrt af mörgum sambærilegum sögum.
Þessa menn á að kæra fyrir óheiðarlega og ólöglega viðskiptahætti. Og svo á að sekta þá almennilega. Þeir læra ekki fyrr en þeir þurfa að opna budduna. Einnig vona ég að þeir fari að stunda heiðarlega sölumennsku.
Einn svikinn,
Sigurður Rafnsson
Reykjavík
Fór í dag í ELKO og var ákveðinn í að kaupa tilboðs tæki sem heitir, Thomson 32'' LCD sjónvarp 32N90NH22N á kr. 99.995, var reyndar að kaupa það fyrir föður minn sem er á níræðisaldri.
Samkvæmt heimasíðunni hjá þeim átti þetta tæki að vera með svokölluðum DVB-T móttakara (stafrænn móttakari til móttöku á RUV og RUV+ ásamt fleiri stöðvum)
Þegar á svæðið var komið, tilkynnti sölumaðurinn mér það að betra væri að kaupa næsta tæki við hliðina á þessu Toshiba 32'' LCD sjónvarp 32AV635DN á kr. 119.995, þar sem það væri með DVB-T móttakara en hitt ekki.
HALLÓ sagði ég, er þetta allt saman tóm vitleysa sem stendur á heimsíðunni hjá ykkur, hann sagði þá strax að þar væri prentvilla. Ok, en hvað með þær upplýsingar sem standa á tækjalýsingunni undir tækinu á sölustað (ELKO í Skógarlind 2), þar voru nefnilega sömu upplýsingar. Það var það sama þar, prentvilla að hans sögn.
Jæja sagði ég. Ég er þá tilneyddur til að kaupa dýrara tækið sem er með DVB-T móttakara (faðir minn ætlaði að kaupa ódýrara tækið eingöngu vegna DVB-T móttakarans), það munar jú um 20.000 krónur, sem er bara töluverður peningur fyrir ellilífeyrisþega.
Var svo í kjölfarið hundfúll og svekktur yfir þessum svikum.
Fór þó við kassann og borgaði dýrara tækið. Á meðan ég beið eftir afgreiðslu greip ég nýjasta sölubæklinginn frá ELKO sem kom út í gær (21.09.2009). Þar var þetta sama Thomson tæki á forsíðunni, og viti menn þar var tækið einnig auglýst með stafrænum móttakara (DVB-T).
Þá fór ég nú til baka inn í verslunina og talaði við annan starfsmann, hann tjáði mér að Thomson tækin væru ekki með stafrænum móttakara, punktur.
Spurði ég hann þá um hverskonar sölubrellur þessir menn hjá ELKO stunduðu. Hann talaði um að þarna hefðu átt sér stað mannleg mistök.
Mannleg mistök, prentvillur og aftur prentvillur, þvílíkt og annað eins.....
Þeir hjá ELKO fá fólk til að mæta á svæðið í góðri trú um að hægt sé að kaupa ódýr sjónvörp með stafrænum móttökurum. Sem síðan er, þegar á hólminn er komið bull og vitleysa, svindl og svínarí. Og því miður er þetta ekki einangrað dæmi, hef heyrt af mörgum sambærilegum sögum.
Þessa menn á að kæra fyrir óheiðarlega og ólöglega viðskiptahætti. Og svo á að sekta þá almennilega. Þeir læra ekki fyrr en þeir þurfa að opna budduna. Einnig vona ég að þeir fari að stunda heiðarlega sölumennsku.
Einn svikinn,
Sigurður Rafnsson
Reykjavík
Tölvutilboð Vodafone
Vildi benda á tölvu tilboð frá Vodafone á Íslandi en vélin hér á Íslandi kostar hjá þeim kr. 165.600,- (miðað við 24 afborganir og með 3g áskrift!). Sama vél í DK kostar Dkr. 2.590 (dell.dk), sem er um Ikr 63.252. Mikilvægt að fólk frétti af þessu og skelli sér frekar til Danmerkur fyrir mismuninn. Flug og gisting í þrjá daga Köben fylgir vélinni í DK !
Tilboð Vodafone á Íslandi:
Tilboð Dell í DK:
Bestu kveðjur,
Halldór
Tilboð Vodafone á Íslandi:
Tilboð Dell í DK:
Bestu kveðjur,
Halldór
mánudagur, 21. september 2009
Kók á Grundarfirði
Hálfs líters dós af kóki kostar 350 krónur á Kaffi 59 á Grundarfirði. Hver er annars álagningin í þannig tilfellum?
Kristinn Leifsson
Kristinn Leifsson
sunnudagur, 20. september 2009
Hvað er rétt "fullt verð" hjá Byko?
laugardagur, 19. september 2009
Óánægður með Skífuna
Fór í skífuna um daginn og keypti nýja Muse diskinn (einföld útgáfa, án DVD aukadisks) á kr. 3.890!!! Fyrir stuttu síðan voru dýrustu diskarnir á kr.2.700 eða 2.800. Á einu bretti hafa nýir diskar hækkað um 1.100 til 1.200 kr sem er um 40% hækkun.
Spurði starfsfólkið út í þessa hækkun og var sagt að þetta væri gengið. Það er náttúrulega kjaftæði þar sem gengið hefur verið nokkuð stöðugt frá áramótum (um 180 kr / eur). Var þá sagt að þetta væru gamlar pantanir þ.e. pantaðar á gamla genginu. Það er náttúrulega líka kjaftæði. Nýi Muse diskurinn var ekki pantaður á síðasta ári.
Auk þess tel ég víst að verslanir eins og Skífan og BT borga ekki fyrir lagerinn sinn fyrr en hann er seldur. Það eru skýringarnar sem þeir gáfu þegar þeir hækkuðu ársgamla leiki og diska þegar gengið fór til fjandans. Þeir panta vörurnar inn en þær eru í eigu "útgefandans/sendandans" þar til þær eru seldar. Þá er varan greidd á núverandi gengi.
Það er því engin réttlæting á að hækka verðið um 40% þegar gengið er stöðugt.
Á Amazon.co.uk kostar nýi Muse diskurinn (m.v. núverandi gengi) kr. 1.900. Með vsk (24,5%) + tolli (11%) + sendingarkostnaði er þessi diskur kominn inn um lúguna á u.þ.b. kr 2.980. Það er miðað við kaup á einum diski, sendur stakur í pósti. En Skífan fær diskinn auðvitað mun ódýrar. Skífan fær eflaust stórann magnafslátt frá sínum birgja auk mun lægri flutningskostnaðar. Hver er þá álagningin eiginlega???
Gef skít í Skífuna. Ekki skrítið að reksturinn gangi ekkert. Amazon er málið.
Elvis
Spurði starfsfólkið út í þessa hækkun og var sagt að þetta væri gengið. Það er náttúrulega kjaftæði þar sem gengið hefur verið nokkuð stöðugt frá áramótum (um 180 kr / eur). Var þá sagt að þetta væru gamlar pantanir þ.e. pantaðar á gamla genginu. Það er náttúrulega líka kjaftæði. Nýi Muse diskurinn var ekki pantaður á síðasta ári.
Auk þess tel ég víst að verslanir eins og Skífan og BT borga ekki fyrir lagerinn sinn fyrr en hann er seldur. Það eru skýringarnar sem þeir gáfu þegar þeir hækkuðu ársgamla leiki og diska þegar gengið fór til fjandans. Þeir panta vörurnar inn en þær eru í eigu "útgefandans/sendandans" þar til þær eru seldar. Þá er varan greidd á núverandi gengi.
Það er því engin réttlæting á að hækka verðið um 40% þegar gengið er stöðugt.
Á Amazon.co.uk kostar nýi Muse diskurinn (m.v. núverandi gengi) kr. 1.900. Með vsk (24,5%) + tolli (11%) + sendingarkostnaði er þessi diskur kominn inn um lúguna á u.þ.b. kr 2.980. Það er miðað við kaup á einum diski, sendur stakur í pósti. En Skífan fær diskinn auðvitað mun ódýrar. Skífan fær eflaust stórann magnafslátt frá sínum birgja auk mun lægri flutningskostnaðar. Hver er þá álagningin eiginlega???
Gef skít í Skífuna. Ekki skrítið að reksturinn gangi ekkert. Amazon er málið.
Elvis
Stígvél hækka í verði í Hagkaupum
Vantaði kuldastígvél fyrir börnin og lagði því leið mína í Hagkaup til að kaupa Viking kuldastígvél sem ég hef góða reynslu af. Keypti bara fyrir annað barnið þar sem ég var ekki alveg viss um stærð og vildi því taka barnið með að máta. Þegar ég kem aftur nú í vikunni brá mér heldur betur í brún því að stígvélin sem áður höfðu kostað 5.990 kostuðu nú 7.990 og höfðu þau því hækkað um ríflega 30% með nýrri sendingu. Væri áhugavert að fá skýringu á þessari miklu verðhækkun.
Sólskinskveðjur frá margra barna móður :)
Sólskinskveðjur frá margra barna móður :)
föstudagur, 18. september 2009
Okur á ½ lítra gosi
Blöskrar soldið verð á gosi á bensínstöðvum og næturverslunum
½ lítri af kók kostar oftast 210 kr á meðan 1 líter kostar bara 285 kr.
½ lítri af kók kostar til samanburðar 135 í Hagkaup og minna en það í Bónus man ekki alveg 119 eða eitthvað þannig.
Það er bara verið að okra á þessum ½ flöskum þar sem það er hentugasta stærðin fyrir þá sem vilja grípa eina flösku.
Sigurður Jónas Eggertsson
½ lítri af kók kostar oftast 210 kr á meðan 1 líter kostar bara 285 kr.
½ lítri af kók kostar til samanburðar 135 í Hagkaup og minna en það í Bónus man ekki alveg 119 eða eitthvað þannig.
Það er bara verið að okra á þessum ½ flöskum þar sem það er hentugasta stærðin fyrir þá sem vilja grípa eina flösku.
Sigurður Jónas Eggertsson
Verð á skiptibókamarkaði Griffils
Ég er nemandi í Menntaskólanum við Sund í Reykjavík og þurfti í haust að
kaupa mér bók sem heitir Nýir tímar. Ég hef haft það fyrir reglu að versla
í Griffli skólabækurnar mínar á skiptibókamarkaðnum þar, því þau hafa
yfirleitt verið ódýrust og með bestu þjónustuna.
Ég borgaði sem sagt fyrir þessa bók 2595,-. Í dag fór ég síðan að skoða
bókina og miðann aftan á henni. Ég reif fyrsta límmiðana af og sá þar
verðsögu bókarinnar.
Sá sem átti bókina á undan mér keypti hana á 1985,- sem þýðir að ég greiddi
30% hærra verð fyrir sömu bókina, eftir að hann hafði notað hana í eitt
skipti. Þessi miði gæti reyndar hafa verið frá annarri verslun, því að hann
var ekki merktur Griffli.
Síðan undir þeim miða var límmiði með verðinu 2185,-, en eins og miðinn
ofan á, ekki frá Griffli.
Samt sem áður voru tveir miðar neðstir á bókinni og þeir voru merktir
Griffli, báðir með verðinu 2346,-. Sem þýðir að verðið hafði hækkað um 11%
Hvernig stendur á því að bókin hafi getað hækkað í verði? ætti verðið ekki
að öllu eðlilegu að lækka milli notenda, eftir því sem hún er meira notuð.
Kveðja, Ísak Pálmason
menntaskólanemi
kaupa mér bók sem heitir Nýir tímar. Ég hef haft það fyrir reglu að versla
í Griffli skólabækurnar mínar á skiptibókamarkaðnum þar, því þau hafa
yfirleitt verið ódýrust og með bestu þjónustuna.
Ég borgaði sem sagt fyrir þessa bók 2595,-. Í dag fór ég síðan að skoða
bókina og miðann aftan á henni. Ég reif fyrsta límmiðana af og sá þar
verðsögu bókarinnar.
Sá sem átti bókina á undan mér keypti hana á 1985,- sem þýðir að ég greiddi
30% hærra verð fyrir sömu bókina, eftir að hann hafði notað hana í eitt
skipti. Þessi miði gæti reyndar hafa verið frá annarri verslun, því að hann
var ekki merktur Griffli.
Síðan undir þeim miða var límmiði með verðinu 2185,-, en eins og miðinn
ofan á, ekki frá Griffli.
Samt sem áður voru tveir miðar neðstir á bókinni og þeir voru merktir
Griffli, báðir með verðinu 2346,-. Sem þýðir að verðið hafði hækkað um 11%
Hvernig stendur á því að bókin hafi getað hækkað í verði? ætti verðið ekki
að öllu eðlilegu að lækka milli notenda, eftir því sem hún er meira notuð.
Kveðja, Ísak Pálmason
menntaskólanemi
Andrex klósettpappír í 10-11 og Bónus
Í gærmorgun þar sem ég var á heimleið eftir vel heppnaðan íþróttatíma fékk
ég neyðarhringingu frá konunni.
Klósettpappírinn búinn, komdu við í búð á heimleiðinni og keyptu pappír.
Bónus opnar ekki fyrr en um hádegi og ólíklegt að konan gæti beðið svo
lengi með klósettferðina. Þar sem ég var ekki langt frá Lágmúlanum þá
renndi ég við þar í Tíuellefu búðinni. Fljótlega fann ég 4 rúllu pakkningu
með pappír sem heitir Andrex, en það merki hefur líkað vel hjá mínu
heimilisfólki. (Tek ógjarna sénsinn á að kaupa svona vöru nema hún hafi
fengið gæðastimpil eiginkonunnar.)
Þegar ég kom í afgreiðslukassann var mér gert að greiða tæpar 900 krónur
fyrir þennan 4 rúllu pakka, sem mér þótti dálítið í hærri kantinum, en
mikið var í húfi svo að ég lét slag standa.
Seinna í gær átti ég svo erindi í Bónus og þar rakst ég á klósettpappír af
sama merki og voru 12 rúllur í pakkningu sem kostaði rétt rúmar 900
krónur. Sem sagt næstum þrefaldur verðmunur á nákvæmlega sömu vörunni.
Eru það ekki tvö hundruð prósent ?
Ég er enn að velta fyrir mér hvort Tíuellefu hafi verið að okra svona
æðislega á mér eða Bónusfeðgarnir verið að gera góðverk dagsins.
Ágúst Ú Sigurðsson
ég neyðarhringingu frá konunni.
Klósettpappírinn búinn, komdu við í búð á heimleiðinni og keyptu pappír.
Bónus opnar ekki fyrr en um hádegi og ólíklegt að konan gæti beðið svo
lengi með klósettferðina. Þar sem ég var ekki langt frá Lágmúlanum þá
renndi ég við þar í Tíuellefu búðinni. Fljótlega fann ég 4 rúllu pakkningu
með pappír sem heitir Andrex, en það merki hefur líkað vel hjá mínu
heimilisfólki. (Tek ógjarna sénsinn á að kaupa svona vöru nema hún hafi
fengið gæðastimpil eiginkonunnar.)
Þegar ég kom í afgreiðslukassann var mér gert að greiða tæpar 900 krónur
fyrir þennan 4 rúllu pakka, sem mér þótti dálítið í hærri kantinum, en
mikið var í húfi svo að ég lét slag standa.
Seinna í gær átti ég svo erindi í Bónus og þar rakst ég á klósettpappír af
sama merki og voru 12 rúllur í pakkningu sem kostaði rétt rúmar 900
krónur. Sem sagt næstum þrefaldur verðmunur á nákvæmlega sömu vörunni.
Eru það ekki tvö hundruð prósent ?
Ég er enn að velta fyrir mér hvort Tíuellefu hafi verið að okra svona
æðislega á mér eða Bónusfeðgarnir verið að gera góðverk dagsins.
Ágúst Ú Sigurðsson
fimmtudagur, 17. september 2009
Ókeypis í Sundknattleik
Vil vekja athygli á því að Sundknattleiksfélag Reykjavíkur (SKR) hyggst bjóða börnum á aldrinum 9-11 ára að æfa íþróttina ókeypis fram að jólum. Skráningar standa nú yfir og æfingar hefjast þegar náðst hefur í góðan hóp. Æfingar munu fara fram undir leiðsögn íþróttakennara með mikla reynslu af íþróttinni og eru á Mán/Mið kl 18:30 og Lau kl 12:30. SKR er aðili að frístundakort Reykjavíkur en margir eru búnir að fullnýta þá upphæð sem þar er í boði. Tilgangurinn er að koma sundknattleiksíþróttinni á kortið meðal barna og mynda hóp sem getur stutt uppbyggingu félagsins.
SKR er einnig með æfingahóp 16 ára og eldri þar sem öllum er frjálst að
mæta á nokkrar æfingar og prófa, án endurgjalds eða skuldbindinga fyrstu 3
vikurnar.
Nánar á www.waterpolo.is
Tómas Þorsteinsson
SKR er einnig með æfingahóp 16 ára og eldri þar sem öllum er frjálst að
mæta á nokkrar æfingar og prófa, án endurgjalds eða skuldbindinga fyrstu 3
vikurnar.
Nánar á www.waterpolo.is
Tómas Þorsteinsson
Ódýr Heitur matur í Gallerý Kjöt
Mig langar að vekja athygli á ódýrum heitum mat: kjöt og fisk-réttir á litlar 890 kr í Gallerý Kjöt, Grensásvegi 48.
Kveðja, RJ
Kveðja, RJ
miðvikudagur, 16. september 2009
Vera vakandi við kassann
Fór í Hagkaup í kvöld eftir að húsmóðurgenin fengu smá kast og ég ákvað að skella í eplaköku. Setti Jonagold epli í körfuna hjá mér því ég sá að það var verulegur verðmunur á þeim og grænum eplum. Upp á síðkastið hef ég stundað að fylgjast með þegar vörurnar eru *plípaðar" í gegnum kassann til að passa upp á að rétt sé rétt..
og jújú... Skráði ekki drengurinn "epli 289 kr kg" í staðin fyrir Jonagold 198 kr kg! Ok, kannski ekki stór upphæð en rétt skal vera rétt. Mistökn voru leiðrétt strax og drengurinn baðst afsökunar.
Þórhildur Löve
og jújú... Skráði ekki drengurinn "epli 289 kr kg" í staðin fyrir Jonagold 198 kr kg! Ok, kannski ekki stór upphæð en rétt skal vera rétt. Mistökn voru leiðrétt strax og drengurinn baðst afsökunar.
Þórhildur Löve
þriðjudagur, 15. september 2009
Kristjana ber saman strimla
Var að bera saman kassastrimla úr Bónus sem ég geymi alltaf og sá að:
Gunnars Majónes 250g dós kostaði 88 kr. 27. okt 2008 en 161 kr. 7. sept
2009.
Góu æðibitakassi hefur ekkert hækkað síðan 16. apríl 2009.
Gulrætur frá Akurseli 50 g. poki hefur ekkert hækkað síðan 27. okt 2008.
Stórt Heimilisbrauð frá Myllunni kostaði 208 kr. 27. okt 2008 en 259 kr. 7.
sept 2009.
Kv.
Kristjana Bjarnþórsdóttir
Gunnars Majónes 250g dós kostaði 88 kr. 27. okt 2008 en 161 kr. 7. sept
2009.
Góu æðibitakassi hefur ekkert hækkað síðan 16. apríl 2009.
Gulrætur frá Akurseli 50 g. poki hefur ekkert hækkað síðan 27. okt 2008.
Stórt Heimilisbrauð frá Myllunni kostaði 208 kr. 27. okt 2008 en 259 kr. 7.
sept 2009.
Kv.
Kristjana Bjarnþórsdóttir
Enn um faramiðaverð hjá Iceland express (og Icelandair)
Í Fréttablaðinu bls. 2 þann 8.sept. sl. var heilsíðu auglýsing frá
Iceland Express, þar var boðið uppá fargjöld frá 14.900.oo til
Kaupmh.London,Varsjá,Friedrich.og að lokum til Alicante. Við hjónin
eigum heimboð til Alicante en höfum ekki fundið hagstætt fargjald.
Nú kom rétta auglýsingin verð frá 14.900.var nú farið á netið til að
panta ekki fannst neitt fargjald á þessu verði leitaði ég frá sept.
til loka des. ekkert undir 35.000.00 rúmlega 100% dýrara en auglýst
var.
Hringdi ég nú á söluskrifstofu Iceland Express og sagðist vilja kaupa
fargjald til Alicante á hagkvæmu verði, og spurði stúlkuna á hvaða
tíma þessu fargj. væru, svaraði hún þá þetta eru vetrafargjöld, spurði
ég því hvenær hefjast þau fór hún nú úr símanum og kom aftur eftir
nokkra stund og sagði þá þessi fargjöld gilda ekki til Alicante,
spurði ég þá hvað kosta ódýrust fargjöldin til Alicante svaraði hún þá
rúmar 35.000.oo sem sagt rúmlega 100% dýrara en auglýst var.
kveðja,
Jóhann Hákonarson
Sigríður Helga Stefánsdóttir hjá Iceland Express svarar þessu svona: Varðandi kvörtunina þá er það þannig að við erum að auglýsa haustið/veturinn núna og tökum fram að hægt sé að fá fargjöld frá kr. 14.900.- (með sköttum aðra leið) á áfangastaðina sem við auglýsum sérstaklega. Eins og þú fékkst útskýringar á um daginn (*) þá er verðið mjög misjafnt og fer eftir framboði í vélinni og því á hvaða klassa þau eru – það eru alltaf x mörg sæti á þessu verði. Eins og gefur að skilja seljast þau oftast fyrst. Þegar við auglýsum fargjöldin með verði eins og við gerðum 8.september þá förum við vandlega yfir sætaframboðið og gætum þess að það séu til fargjöld á þessu verði á þá áfangastaði, en eins og ég minntist á hér að ofan þá fara þau alltaf fyrst. Við getum ekki ábyrgst að það séu alltaf til sæti á þessu verði og því tökum við fram, að verðið sé frá 14.900.
(*) Hér er Sigríður að tala um spurningalista sem ég lagði fyrir hana og Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair. Ástæðan fyrir listanum var að ég vildi forvitnast aðeins um verðmyndun á flugmiðum hjá flugfyrirtækjunum og afhverju ekki sé hægt að hafa meira gegnsæi í þessum bransa. Þar sem hef lokið störfum sem umboðsmaður neytenda (v/ þessa) í Fréttablaðinu finnst mér allt í lagi að birta þessa óbirtu grein hér:
Neytendur: Verðstýring flugfélaga
Í frumskógi flugfarmiðaverðs
Verð á flugfarmiðum er flókið fyrirbæri og fyrir neytandann er erfitt að skilja kerfið sem liggur því til grundvallar. Ég lagði þrjár spurningar fyrir Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair og Sigríði Helgu Stefánsdóttur hjá Iceland Express til að reyna að svipta hulunni af frumskógi flugmiðaverðsins.
* Hvernig fær maður lægsta mögulega flugfarið?
Icelandair: „Almenna reglan er sú að því lengri sem fyrirvarinn er, því lægra er flugfarið. En svo eru stundum auglýst sértilboð, líkt og nú, og þá eru einnig í boði lág fargjöld. Við reynum að sýna allt sem er í boði með mjög skýrum hætti á icelandair.is - og svo er hægt að hringja í 5050100 og fá nánari upplýsingar.“
Iceland Express: „ Maður fær lægsta mögulega fargjaldið í gegnum Heita pottinn en þar er bara hægt að bóka eitt sæti í einu og bara aðra leiðina. Annars er almenna reglan sú að bóka snemma þar sem ódýrustu sætin seljast fyrst.“
* Hvernig er verðlagningu háttað? Eru í gangi mörg þrep á sömu sætum eftir því hvenær maður pantar?
Icelandair: „ Já, verðstýring flugfélaga byggir á því að ná til sem allra flestra, bæði þeirra sem fljúga vegna þess að þeir sjá lág verð auglýst, og þeirra sem eru reiðubúnir að borga meira fyrir að komast í flug á þeim tíma sem þeim hentar með stuttum fyrirvara. Einnig er mismunandi þjónusta og breytingarmöguleikar innifalin í kaupunum. Öll flugfélög í heiminum styðjast við slík kerfi, því þau auka hagkvæmni fyrir farþega og flugélögin.“
Iceland Express: „Það eru 11 verðþrep í gangi og má lýsa því með að verðið er eins og skáhallandi lína uppá við. Ódýrustu verðþrepin (eða klassarnir) bókast fyrst og eftir því sem bókast meira í vélina þá hækkar verðið.“
* Afhverju er ekki bara eitt verð sama hvenær maður pantar?
Icelandair: „ Hér gilda sömu sjónarmið og öðrum viðskiptum. Ef þú staðgreiðir vöru löngu áður en þú færð hana afhenta er eðlilegt að þú fáir afslátt.“
Iceland Express: „ Ef við myndum hafa bara eitt „strætóverð“ (sem er reyndar þversögn því strætó mismunar fólki eftir aldri og félagsaðstæðum í verðlagningu sinni) þá þyrfti það að vera svo hátt að það væri búið að gera þorra íslendinga fráhverfa ferðalögum. Tekjustýringin byggist upp á því að bjóða flugfarið á því verði sem hver og einn ræður við. Ef viðskiptavinurinn er sveigjanlegur, bókar með fyrirvara og getur stokkið á tilboð, þá getur hann komist út fyrir verð sem er langt undir kostnaðarverði. Ef viðskiptavinurinn þarf að fara út með stuttum fyrirvara (sem oft er tilfellið með viðskiptaferðir) þá greiðir hann hærra verð. Einnig ef viðkomandi þarf sveigjanleika og er tilbúinn til að greiða aukalega fyrir hann, þá greiðir hann hærra verð.“
Iceland Express, þar var boðið uppá fargjöld frá 14.900.oo til
Kaupmh.London,Varsjá,Friedrich.og að lokum til Alicante. Við hjónin
eigum heimboð til Alicante en höfum ekki fundið hagstætt fargjald.
Nú kom rétta auglýsingin verð frá 14.900.var nú farið á netið til að
panta ekki fannst neitt fargjald á þessu verði leitaði ég frá sept.
til loka des. ekkert undir 35.000.00 rúmlega 100% dýrara en auglýst
var.
Hringdi ég nú á söluskrifstofu Iceland Express og sagðist vilja kaupa
fargjald til Alicante á hagkvæmu verði, og spurði stúlkuna á hvaða
tíma þessu fargj. væru, svaraði hún þá þetta eru vetrafargjöld, spurði
ég því hvenær hefjast þau fór hún nú úr símanum og kom aftur eftir
nokkra stund og sagði þá þessi fargjöld gilda ekki til Alicante,
spurði ég þá hvað kosta ódýrust fargjöldin til Alicante svaraði hún þá
rúmar 35.000.oo sem sagt rúmlega 100% dýrara en auglýst var.
kveðja,
Jóhann Hákonarson
Sigríður Helga Stefánsdóttir hjá Iceland Express svarar þessu svona: Varðandi kvörtunina þá er það þannig að við erum að auglýsa haustið/veturinn núna og tökum fram að hægt sé að fá fargjöld frá kr. 14.900.- (með sköttum aðra leið) á áfangastaðina sem við auglýsum sérstaklega. Eins og þú fékkst útskýringar á um daginn (*) þá er verðið mjög misjafnt og fer eftir framboði í vélinni og því á hvaða klassa þau eru – það eru alltaf x mörg sæti á þessu verði. Eins og gefur að skilja seljast þau oftast fyrst. Þegar við auglýsum fargjöldin með verði eins og við gerðum 8.september þá förum við vandlega yfir sætaframboðið og gætum þess að það séu til fargjöld á þessu verði á þá áfangastaði, en eins og ég minntist á hér að ofan þá fara þau alltaf fyrst. Við getum ekki ábyrgst að það séu alltaf til sæti á þessu verði og því tökum við fram, að verðið sé frá 14.900.
(*) Hér er Sigríður að tala um spurningalista sem ég lagði fyrir hana og Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair. Ástæðan fyrir listanum var að ég vildi forvitnast aðeins um verðmyndun á flugmiðum hjá flugfyrirtækjunum og afhverju ekki sé hægt að hafa meira gegnsæi í þessum bransa. Þar sem hef lokið störfum sem umboðsmaður neytenda (v/ þessa) í Fréttablaðinu finnst mér allt í lagi að birta þessa óbirtu grein hér:
Neytendur: Verðstýring flugfélaga
Í frumskógi flugfarmiðaverðs
Verð á flugfarmiðum er flókið fyrirbæri og fyrir neytandann er erfitt að skilja kerfið sem liggur því til grundvallar. Ég lagði þrjár spurningar fyrir Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair og Sigríði Helgu Stefánsdóttur hjá Iceland Express til að reyna að svipta hulunni af frumskógi flugmiðaverðsins.
* Hvernig fær maður lægsta mögulega flugfarið?
Icelandair: „Almenna reglan er sú að því lengri sem fyrirvarinn er, því lægra er flugfarið. En svo eru stundum auglýst sértilboð, líkt og nú, og þá eru einnig í boði lág fargjöld. Við reynum að sýna allt sem er í boði með mjög skýrum hætti á icelandair.is - og svo er hægt að hringja í 5050100 og fá nánari upplýsingar.“
Iceland Express: „ Maður fær lægsta mögulega fargjaldið í gegnum Heita pottinn en þar er bara hægt að bóka eitt sæti í einu og bara aðra leiðina. Annars er almenna reglan sú að bóka snemma þar sem ódýrustu sætin seljast fyrst.“
* Hvernig er verðlagningu háttað? Eru í gangi mörg þrep á sömu sætum eftir því hvenær maður pantar?
Icelandair: „ Já, verðstýring flugfélaga byggir á því að ná til sem allra flestra, bæði þeirra sem fljúga vegna þess að þeir sjá lág verð auglýst, og þeirra sem eru reiðubúnir að borga meira fyrir að komast í flug á þeim tíma sem þeim hentar með stuttum fyrirvara. Einnig er mismunandi þjónusta og breytingarmöguleikar innifalin í kaupunum. Öll flugfélög í heiminum styðjast við slík kerfi, því þau auka hagkvæmni fyrir farþega og flugélögin.“
Iceland Express: „Það eru 11 verðþrep í gangi og má lýsa því með að verðið er eins og skáhallandi lína uppá við. Ódýrustu verðþrepin (eða klassarnir) bókast fyrst og eftir því sem bókast meira í vélina þá hækkar verðið.“
* Afhverju er ekki bara eitt verð sama hvenær maður pantar?
Icelandair: „ Hér gilda sömu sjónarmið og öðrum viðskiptum. Ef þú staðgreiðir vöru löngu áður en þú færð hana afhenta er eðlilegt að þú fáir afslátt.“
Iceland Express: „ Ef við myndum hafa bara eitt „strætóverð“ (sem er reyndar þversögn því strætó mismunar fólki eftir aldri og félagsaðstæðum í verðlagningu sinni) þá þyrfti það að vera svo hátt að það væri búið að gera þorra íslendinga fráhverfa ferðalögum. Tekjustýringin byggist upp á því að bjóða flugfarið á því verði sem hver og einn ræður við. Ef viðskiptavinurinn er sveigjanlegur, bókar með fyrirvara og getur stokkið á tilboð, þá getur hann komist út fyrir verð sem er langt undir kostnaðarverði. Ef viðskiptavinurinn þarf að fara út með stuttum fyrirvara (sem oft er tilfellið með viðskiptaferðir) þá greiðir hann hærra verð. Einnig ef viðkomandi þarf sveigjanleika og er tilbúinn til að greiða aukalega fyrir hann, þá greiðir hann hærra verð.“
Nýja bókin hans Dan Brown
Nýja bókin frá Dan Brown (The Lost Symbol) er auglýst á 4000 kall í Eymundsson í forsölu (venjulegt verð er sagt 5000 en hún hefur ekki verið í sölu þannig að venjulegt verð er ekki til) en bókin kostar 10.5 pund eða 2000 kall hjá Amazon í Englandi (og þar er hún líka með smásöluálagningu) og það sama í USA eða $16.
Tek fram að um enska útgáfu er að ræða, þ.e.a.s. ekki skýrir þýðingarkostnaður verðmuninn. Tvöfalt verð vegna álagningar er ótrúlegt.
Bókin hjá Eymundsson
Hjá Amazon UK
hjá Amazon USA
Benedikt
Tek fram að um enska útgáfu er að ræða, þ.e.a.s. ekki skýrir þýðingarkostnaður verðmuninn. Tvöfalt verð vegna álagningar er ótrúlegt.
Bókin hjá Eymundsson
Hjá Amazon UK
hjá Amazon USA
Benedikt
Decutan - frítt sumsstaðar, en ekki allsstaðar
Langar að benda á stóran mun á innkaupum á lyfinu Decutan sem er mjög mikið notað einkum hjá unglingum og ungu fólki, þetta er lyf sem er notað við bólumyndun í húð. Þeir sem taka þetta lyf þurfa að meðaltali að nota það samfellt í lágmark 4 mánuði og svo allt upp í ár og lengur.
Ég þurfti að kaupa þetta lyf um daginn og komst að því að sum apótek rukka ekkert fyrir það ( sem sé 0 kr) s.s Lyfjaver, Rimaapótek, en önnur eins og Lyfja rukka inn tæpar 1800 kr fyrir mánaðaskammt. Ég gerði ekki markvissan verðsamanburð en fannst þetta sláandi einkum þar sem það er ungt fólk með takmörkuð fjarráð sem er að nota þessi lyf.
Kv, Heiða
Ég þurfti að kaupa þetta lyf um daginn og komst að því að sum apótek rukka ekkert fyrir það ( sem sé 0 kr) s.s Lyfjaver, Rimaapótek, en önnur eins og Lyfja rukka inn tæpar 1800 kr fyrir mánaðaskammt. Ég gerði ekki markvissan verðsamanburð en fannst þetta sláandi einkum þar sem það er ungt fólk með takmörkuð fjarráð sem er að nota þessi lyf.
Kv, Heiða
Varúð! Okur - "Betri stofan"
Góðan daginn, getur virkilega verið að það sé rukkað fyrir ef ég sem korthafi með platinum kort noti betri stofuna erlendis? Við hjónin fórum inn í betri stofuna í Berlín og það var nú ekki beisið bara boðið upp á salthnetur og litlar kexkökur í bréfi og síðan kaffi, ávaxtasafa og vín. Á svo að rukka hvort okkar fyrir einhverjar 3.000 krónur eða 27 dollara á manninn fyrir kaffi og litla kexköku, ég er bara ekki að trúa þessu??? Fyrir hvern er maður að greiða niður.
Kveðja, Steinunn Guðbjartsdóttir
Kveðja, Steinunn Guðbjartsdóttir
Vodafone hækkaði taxta sína án þess að láta viðskiptavini vita með pósti
mér langar að benda á að Vodafone er búinn að breyta skilmálum á þjónustu sinni.
Ég fór í eina af verslunum Vodafone til að breyta þjónustunni minni, þar sem kreppan er farin að segja til sín hjá mér jafnt sem öðrum, en mér datt í hug að kanna aðra þjónustumöguleika og ég sagði upp sjónvarpi og neti.
Það sem kom mér þó á óvart var að Vodafone er byrjað að rukka í mínútum, sem þýðir það að ef ég hringi í 10 sekútur (sem er ótrúlega algengt hjá mér) þá borga ég fyrir heila mínútu. Þetta útskýrir af hverju mér hefur fundist símareikningurinn ótrúlega hár undanfarið.
Afgreiðslumaðurinn útskýrði mjög kurteisislega fyrir mér að eitthvað er síðan þeir breyttu þessu og þegar ég sagðist ekki hafa fengið boð þess efnis, þá sagði hann að þeir hefðu sett tilkynningu þess efnis á heimasíðu sína og það væri lagalega nóg.
Ég held að það sé rétt hjá honum það er samkvæmt lögum alveg nóg. Mikið af því sem bankamenn gerðu er lagalega alveg nógu rétt, en það gerir það ekki siðferðislega rétt. Þess vegna er ég nú að leita að nýju símfyrirtæki til að eiga viðskipti við.
Lesendur mega láta mig vita í kommentakerfi ef þeir vita um fyrirtæki sem ekki bara fer eftir reglum um lög heldur einnig um siðferði.
Kv. Kristján K.
Ég fór í eina af verslunum Vodafone til að breyta þjónustunni minni, þar sem kreppan er farin að segja til sín hjá mér jafnt sem öðrum, en mér datt í hug að kanna aðra þjónustumöguleika og ég sagði upp sjónvarpi og neti.
Það sem kom mér þó á óvart var að Vodafone er byrjað að rukka í mínútum, sem þýðir það að ef ég hringi í 10 sekútur (sem er ótrúlega algengt hjá mér) þá borga ég fyrir heila mínútu. Þetta útskýrir af hverju mér hefur fundist símareikningurinn ótrúlega hár undanfarið.
Afgreiðslumaðurinn útskýrði mjög kurteisislega fyrir mér að eitthvað er síðan þeir breyttu þessu og þegar ég sagðist ekki hafa fengið boð þess efnis, þá sagði hann að þeir hefðu sett tilkynningu þess efnis á heimasíðu sína og það væri lagalega nóg.
Ég held að það sé rétt hjá honum það er samkvæmt lögum alveg nóg. Mikið af því sem bankamenn gerðu er lagalega alveg nógu rétt, en það gerir það ekki siðferðislega rétt. Þess vegna er ég nú að leita að nýju símfyrirtæki til að eiga viðskipti við.
Lesendur mega láta mig vita í kommentakerfi ef þeir vita um fyrirtæki sem ekki bara fer eftir reglum um lög heldur einnig um siðferði.
Kv. Kristján K.
Fanný óhress með Iceland Express
Hvaða okur og rugl er í gangi? Ég var að skoða ferðir til Alicante, 24 sept og
kemst með Vita ferðum fyrir 59900 fram og til baka, en með Express
fyrir 106615. Er hægt að auglýsa þetta sem rödd skynseminnar? Ég hef
alltaf staðið í þeirri meiningu að Express væri lágjalda flugfélag. En
það nú öðru nær! Og ekki finnst mér gott að dr Gunni skuli selja sig í
þetta rugl!!! Ath að það eru allar ferðaskrifstofur með sæti í sömu
flugvélinni! Hvernig er hægt að auglýsa svona rugl verð sem RÖDD
SKYNSEMINNAR!!!??? Sæll ég bara spyr! Fanný
SVAR: Sæl Fanný. Það kemur nú hvergi fram í þessari auglýsingaherferð að Iceland Express séu ávalt með ódýrustu ferðirnar eða að fyrirtækið sé í þessum bransa af góðmennsku einni saman. Ég lít á fyrirtækið sem allavega smá samkeppni. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig verðin væru ef það væri bara eitt flugfélag á Íslandi. Auðvitað leitar maður eftir besta tilboðinu þegar maður ætlar til útlanda. Það er nú ekki svo flókið, enda bara tvö flugfélög í gangi plús leiguflug. Það er meira að segja síða sem heitir http://www.dohop.com/ þar sem hægt er að finna ódýrasta flugið hverju sinni. Eins og ég sést margtyggja í auglýsingaherferðinni fást bestu sætin fyrst og sem lengst fram í tímann. Því er best að kaupa sér flug með miklum fyrirvara. Stundum detta reyndar inn ódýr flug á síðustu mínútu líka. Kv, Gunni
kemst með Vita ferðum fyrir 59900 fram og til baka, en með Express
fyrir 106615. Er hægt að auglýsa þetta sem rödd skynseminnar? Ég hef
alltaf staðið í þeirri meiningu að Express væri lágjalda flugfélag. En
það nú öðru nær! Og ekki finnst mér gott að dr Gunni skuli selja sig í
þetta rugl!!! Ath að það eru allar ferðaskrifstofur með sæti í sömu
flugvélinni! Hvernig er hægt að auglýsa svona rugl verð sem RÖDD
SKYNSEMINNAR!!!??? Sæll ég bara spyr! Fanný
SVAR: Sæl Fanný. Það kemur nú hvergi fram í þessari auglýsingaherferð að Iceland Express séu ávalt með ódýrustu ferðirnar eða að fyrirtækið sé í þessum bransa af góðmennsku einni saman. Ég lít á fyrirtækið sem allavega smá samkeppni. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig verðin væru ef það væri bara eitt flugfélag á Íslandi. Auðvitað leitar maður eftir besta tilboðinu þegar maður ætlar til útlanda. Það er nú ekki svo flókið, enda bara tvö flugfélög í gangi plús leiguflug. Það er meira að segja síða sem heitir http://www.dohop.com/ þar sem hægt er að finna ódýrasta flugið hverju sinni. Eins og ég sést margtyggja í auglýsingaherferðinni fást bestu sætin fyrst og sem lengst fram í tímann. Því er best að kaupa sér flug með miklum fyrirvara. Stundum detta reyndar inn ódýr flug á síðustu mínútu líka. Kv, Gunni
sunnudagur, 13. september 2009
Bananar í Bónus
Það hefur angrað mig í þónokkurn tíma að kaupa mér banana í Bónus. Þannig er mál með vexti að Bónus hóf sölu á tveimur mismunandi tegundum af banönum. Chiquita og Consul. Kílóverðið á þessum tveimur tegundum er þó ekki það sama. Chiquita bananarnir eru á 285 kr/kg en Consul á 229 kr/kg. Það sem ég hef þó yfir að kvarta er að þessar tvær tegundir eru ávallt á sama stað í búðinni yfirleytt ómerktir (ekki með neinum límmiðum sem segja til um hvor tegundin þetta er). Ég passa mig að taka consul einfaldlega því þeir eru ódýrari og alveg eins. En ég hef lent í því oft og í mismunandi Bónusverslunum að ég sé rukkuð um Chiquita þó svo að það sé límmiði sem segir til um annað, núna seinast bara í dag. Ég trúi ekki að þetta sé leyft, þetta hlýtur að vera einhverskonar neytendabrot. Þó svo að séum að tala um einhverja tíkalla þá fer ég í Bónus einmitt til að spara þessa tíkalla sem þarna liggja á milli og ég er alls ekki sátt við þetta. Mér líður eins og það sé verið að svindla á mér.
Ætla mætti að ef t.d. bananar eru á sama stað, líta eins út en eru á mismunandi verði ætti að merkja hvert stykki fyrir sig? Hvernig á fólk annars að vita hvað það er að versla?
-kv.
Valdís
Ætla mætti að ef t.d. bananar eru á sama stað, líta eins út en eru á mismunandi verði ætti að merkja hvert stykki fyrir sig? Hvernig á fólk annars að vita hvað það er að versla?
-kv.
Valdís
Pælingar um rakstur
Það eru margar góðar ábendingar hjá þér um ýmsan praktískan sparnað.
Þegar maður var ungur og vildi vera ný-rakaður, fínn og strokinn með rétta rakspírann þá var vandamálið að allar þessar græjur kostuðu morð fé og gera það hugsanlega ennþá. Maður var alltaf í vandræðum með hvað þessar rándýru rakvélar kostuðu mikið og raksápan og rakspírinn kostaði einnig mikið.
Núna hef ég alveg snúið baki við rakspíra og öllu sem heitir raksápa amk þeirri sem rakvélaframleiðendur selja. Málið er að í þessari raksápu þeirra virðist vera einskonar vax sem sest á rakvélablöðin og stífla rifurnar á rakvélinni og þá er rakvélin ónýt. Heita vatnið nær ekki að skola úr þessu þetta vax eða hvað þetta er sem þeir virðast setja í raksápuna og virðist bara hafa þann tilgang að minnka líftíma rakvélanna.
Ef menn á annað borð vilja nota eitthvað til að gera kjammana sleipa fyrir rakvélina þá er best að nota sjampó sem þarf helst að vera náttúrulegt því þá er maður ekki að bera á sig einhverjar snyrtivörur sem gætu verið krabbameinsvaldandi.
En það sem ég geri í dag og kostnaður við rakstur hjá mér er í dag nær enginn er að ég kaupi eingöngu mjög ódýrar einnota rakvélar til dæmis BIC eða svipað. Með því að nota ekki raksápu þá endast þessar einnota rakvélar vikum saman. En kúnstin er að strax og maður er búinn í sturtunni að raka sig strax meðan maður er með vangana heita og volga og blauta úr sturtunni því þá rennur skeggið af án fyrirhafnar og rakvélin endist og endist. Sem sagt feiknalegur sparnaður í mjög einföldu verkefni á hverjum morgni auk þess sem maður er laus við að bera á sig einhverja erlenda raksápu sem kostar helling og gæti auk þess innihaldið krabbameinsvaldandi efni. Eiginlega mög líklegt að hættuleg efni séu í þessari sápu eins og í fjölda mörgum vörum sem fólk er að bera á sig.
En hér er um að ræða mikinn gjaldeyrissparnað og ef við sláum þessu upp í tölum þá eru ca hundrað þúsund karlar að raka sig daglega og hvert blað kostar ca kr. 700 sbr grein þína 3 júní 2009. Þetta gerir á dag kr. 70 milljónir fyrir landið og allt greitt í gjaldeyri og þá er rakspírinn og raksápan ekki innifalin. Ef menn nota blaðið tvisvar þá eru þetta 35 milljónir á dag og í 365 daga á ári þá eru þetta 12 milljarðar á ári. Með minni aðferð sparast því um 5 til 10 milljarðar á ári í rakkostnað hjá íslenskum karlmönnum auk þess að menn sleppa frekar við krabbamein ef þeir nota ekki raksápuna og rakspírann.
Bestu kveðjur,
Sigurður
Þegar maður var ungur og vildi vera ný-rakaður, fínn og strokinn með rétta rakspírann þá var vandamálið að allar þessar græjur kostuðu morð fé og gera það hugsanlega ennþá. Maður var alltaf í vandræðum með hvað þessar rándýru rakvélar kostuðu mikið og raksápan og rakspírinn kostaði einnig mikið.
Núna hef ég alveg snúið baki við rakspíra og öllu sem heitir raksápa amk þeirri sem rakvélaframleiðendur selja. Málið er að í þessari raksápu þeirra virðist vera einskonar vax sem sest á rakvélablöðin og stífla rifurnar á rakvélinni og þá er rakvélin ónýt. Heita vatnið nær ekki að skola úr þessu þetta vax eða hvað þetta er sem þeir virðast setja í raksápuna og virðist bara hafa þann tilgang að minnka líftíma rakvélanna.
Ef menn á annað borð vilja nota eitthvað til að gera kjammana sleipa fyrir rakvélina þá er best að nota sjampó sem þarf helst að vera náttúrulegt því þá er maður ekki að bera á sig einhverjar snyrtivörur sem gætu verið krabbameinsvaldandi.
En það sem ég geri í dag og kostnaður við rakstur hjá mér er í dag nær enginn er að ég kaupi eingöngu mjög ódýrar einnota rakvélar til dæmis BIC eða svipað. Með því að nota ekki raksápu þá endast þessar einnota rakvélar vikum saman. En kúnstin er að strax og maður er búinn í sturtunni að raka sig strax meðan maður er með vangana heita og volga og blauta úr sturtunni því þá rennur skeggið af án fyrirhafnar og rakvélin endist og endist. Sem sagt feiknalegur sparnaður í mjög einföldu verkefni á hverjum morgni auk þess sem maður er laus við að bera á sig einhverja erlenda raksápu sem kostar helling og gæti auk þess innihaldið krabbameinsvaldandi efni. Eiginlega mög líklegt að hættuleg efni séu í þessari sápu eins og í fjölda mörgum vörum sem fólk er að bera á sig.
En hér er um að ræða mikinn gjaldeyrissparnað og ef við sláum þessu upp í tölum þá eru ca hundrað þúsund karlar að raka sig daglega og hvert blað kostar ca kr. 700 sbr grein þína 3 júní 2009. Þetta gerir á dag kr. 70 milljónir fyrir landið og allt greitt í gjaldeyri og þá er rakspírinn og raksápan ekki innifalin. Ef menn nota blaðið tvisvar þá eru þetta 35 milljónir á dag og í 365 daga á ári þá eru þetta 12 milljarðar á ári. Með minni aðferð sparast því um 5 til 10 milljarðar á ári í rakkostnað hjá íslenskum karlmönnum auk þess að menn sleppa frekar við krabbamein ef þeir nota ekki raksápuna og rakspírann.
Bestu kveðjur,
Sigurður
Klinkvélin hjá Landsbankanum
Ég vildi láta vita af því að ég fór í Landsbankann um daginn með klink dóttur minnar að láta telja það fyrir hana og láta skipta því í seðla.
Þegar ég talaði við gjaldkerann tjáði hún mér að þeir tækju prósentu
af heildar summuni þó svo að ég þyrfti sjálfur að fara að talnings vélinni og telja það sjálfur.
Er það rétt að maður þurfi að borga prósentur af peningum sem maður er að láta skipta?
Aron
Sæll
Ef maður telur í þessari maskínu og tekur peninginn með sér út (í seðlum) þá eru teknar prósentur, 3% minnir mig. Ef maður leggur upphæðina inn á reikning hjá Landsbankanum eru engar prósentur teknar. Þetta er frekar slappt hjá Landsbankanum (þetta var ekki svona þegar ég var að vinna þarna í kringum 1990!) en þá er bara að sleppa því að láta LÍ telja klinkið sitt!
kv, Gunni
Þegar ég talaði við gjaldkerann tjáði hún mér að þeir tækju prósentu
af heildar summuni þó svo að ég þyrfti sjálfur að fara að talnings vélinni og telja það sjálfur.
Er það rétt að maður þurfi að borga prósentur af peningum sem maður er að láta skipta?
Aron
Sæll
Ef maður telur í þessari maskínu og tekur peninginn með sér út (í seðlum) þá eru teknar prósentur, 3% minnir mig. Ef maður leggur upphæðina inn á reikning hjá Landsbankanum eru engar prósentur teknar. Þetta er frekar slappt hjá Landsbankanum (þetta var ekki svona þegar ég var að vinna þarna í kringum 1990!) en þá er bara að sleppa því að láta LÍ telja klinkið sitt!
kv, Gunni
föstudagur, 11. september 2009
Karamellutoppur í Hveragerði
Keypti karamellutopp frá Kjörís í N1 í Hveragerði. Kostaði 419 krónur en 298 krónur hjá Shell í Hveragerði. Flutningskostnaðurinn?
Kristján
Kristján
Mikil hækkun á smávindlategund í Fríhöfninni
Ég sendi inn á síðuna athugasemd í fyrra vegna mikillar hækkunar tóbaks í fríhöfninni í Leifstöð, frá júlí fram í september 2008. Þá hafði smávindlategund sú sem ég reyki, hækkað úr 1.590 kr. kartonið í 1.899 kr. á tveimur mánuðum. Þetta þótti greinilega ekkert ýkja merkilegt á þessum tíma og man ég að það barst sú athugasemd frá einhverjum lesenda síðunnar að þetta væri nú bara eðlileg hækkun vegna lækkunar á gengi íslensku krónurnar. En nú er áhugavert að rekja framhald þessarara sögu því ári siðar, eða í júlí 2009 er þetta sama karton komið upp í 3.599 og nú í september kostar það 4.199 kr. Ég veit að sumum finnst í lagi að hækka tóbak að vild en þetta finnst mér slá flestar hækkanir út. Júlí 2008: 1.590 kr. - september 2009: 4.199 kr. Það gerir víst 264 % hækkun á rúmu ári! Sem betur fer hefur krónan nú ekki fallið svona mikið. Ég hef ekki skoðað aðrar vöru í fríhöfninni en það gæti verið athyglisvert.
Bestu kveðjur með þökk fyrir góða síðu,
Sigurður Einarsson
Bestu kveðjur með þökk fyrir góða síðu,
Sigurður Einarsson
Verðkönnun á pizzum, gerð þann 1.9.2009
Könnun þessi var gerð með þeim hætti að hringt var í alla þá pizzustaði sem skráðir voru í Reykjavík og sérhæfa sig í pizzum. Sömu spurningar voru lagðir fyrir starfsmenn allra staðanna.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.
Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.
Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.
Atlas okur!
Ég kaupi stundum svokölluð Atlaskort sem maður notar til
að hringja ódýr millilandasímtöl. Ég tók eftir því í dag að verðskrá
Atlaskorta sem er í eigu Tals hefur hækkað um allt að 150% í einni
hendingu.
Þetta væri svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að ég keypti kort
fyrir notkun þar sem allt annað og lægra mínútuverð var auglýst fyrir
örfáum dögum. Engu að síður fæ ég helmingi færri mínútur nú en ég átti
að fá þegar ég keypti kortið!!! Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir?
Þegar maður hringir svo í Tal fær maður engin svör og alls enga
endurgreiðslu að sjálfsögðu.
Símkostnaður skiptir venjulegt fólk miklu máli og það er mikilvægt að
fylgjast með okri á þessum vístöðvum eins og öðrum.
Ég vil benda fólki á að það eru önnur fyrirtæki sem bjóða þessa
þjónustu og eftir að hafa kannað málið óformlega sýnist mér að bláu
Global kortin kortin séu lang hagstæðust.
Virðingarfyllst,
Bjarni Freyr
að hringja ódýr millilandasímtöl. Ég tók eftir því í dag að verðskrá
Atlaskorta sem er í eigu Tals hefur hækkað um allt að 150% í einni
hendingu.
Þetta væri svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að ég keypti kort
fyrir notkun þar sem allt annað og lægra mínútuverð var auglýst fyrir
örfáum dögum. Engu að síður fæ ég helmingi færri mínútur nú en ég átti
að fá þegar ég keypti kortið!!! Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir?
Þegar maður hringir svo í Tal fær maður engin svör og alls enga
endurgreiðslu að sjálfsögðu.
Símkostnaður skiptir venjulegt fólk miklu máli og það er mikilvægt að
fylgjast með okri á þessum vístöðvum eins og öðrum.
Ég vil benda fólki á að það eru önnur fyrirtæki sem bjóða þessa
þjónustu og eftir að hafa kannað málið óformlega sýnist mér að bláu
Global kortin kortin séu lang hagstæðust.
Virðingarfyllst,
Bjarni Freyr
Ókeypis í sundknattleik!
Vil vekja athygli á því að Sundknattleiksfélag Reykjavíkur (SKR) hyggst
bjóða börnum á aldrinum 9-11 ára að æfa íþróttina ókeypis fram að jólum.
Skráningar standa nú yfir og æfingar hefjast þegar náðst hefur í góðan
hóp. Æfingar munu fara fram undir leiðsögn íþróttakennara með mikla
reynslu af íþróttinni og eru Mán/Mið kl 18:30 og Lau kl 12:30. SKR er
aðili að frístundakort Reykjavíkur en margir eru búnir að fullnýta þá
upphæð sem þar er í boði. Tilgangurinn er að koma sundknattleiksíþróttinni
á kortið meðal barna og mynda hóp sem getur hafið uppbyggingu félagsins.
Nánar á www.waterpolo.is
Tómas Þorsteinsson
Formaður SKR
bjóða börnum á aldrinum 9-11 ára að æfa íþróttina ókeypis fram að jólum.
Skráningar standa nú yfir og æfingar hefjast þegar náðst hefur í góðan
hóp. Æfingar munu fara fram undir leiðsögn íþróttakennara með mikla
reynslu af íþróttinni og eru Mán/Mið kl 18:30 og Lau kl 12:30. SKR er
aðili að frístundakort Reykjavíkur en margir eru búnir að fullnýta þá
upphæð sem þar er í boði. Tilgangurinn er að koma sundknattleiksíþróttinni
á kortið meðal barna og mynda hóp sem getur hafið uppbyggingu félagsins.
Nánar á www.waterpolo.is
Tómas Þorsteinsson
Formaður SKR
Villandi auglýsingar frá Flugleiðum
Flugleiðir auglýsa nú verð á flugi til nokkurra borga þ.a.m. Orlando sjá tengil. Verðið sem þeir augýsa til Orlando aðra leið er frá kr. 30.650. Leituðum við á netinu en gátum ekki með nokkru móti fundið þetta verð. Ég hringdi á söluskrifstofu Flugleiða og spurði hvar hægt væri að finna þetta verð. Þá kom í ljós að það er ekki til! Hvað eru þeir að meina með þessari auglýsingu ? Eru þeir að gera lítið úr okkur með því að láta okkur eyða tíma og vinnu í ekki neitt ?
Kveðja,
Kristín
Kveðja,
Kristín
fimmtudagur, 10. september 2009
Óviðunandi dreifing Fréttablaðsins
Mig langar til að gera dreifingu Fréttablaðsins að umtalsefni. Svo er mál
með vexti að Fréttablaðið berst mér mjög óreglulega. Suma daga er það
stundvíslega í bréfalúgunni minni á morgnanna en aðra daga berst það alls
ekki. Í blaðinu segir að ef blaðið berst ekki eigi maður að hringja í síma
5125060. Þar eru allar línur ávallt uppteknar en tala má skilaboð inn á
segulband. Eftir að hafa talað inn á segulbandið í nokkur skipti er ég
hættur að hringja þar sem ég hefði alveg eins getað kvartað við kött
nágrannans því að blaðið kom ekki þrátt fyrir hringinguna. Um daginn þraut
þolinmæðin svo að ég sendi öllum ritstjórum og blaðamönnum Fréttablaðsins
orðsendingu þar sem ég kvartaði yfir dreifingarþjónustu Fréttablaðsins.
Auðvitað töldu þeir sér þetta mál óviðkomandi.
Nú er það að sjálfsöðu svo að ég á enga kröfu til að fá Fréttablaðið inn
um lúguna hjá mér á morgnanna þar sem blaðið er ókeypis. En má ég þá
frábiðja mér að ég sé talinn til lesenda blaðsins þegar blaðið reglulega
birtir montlínurit um hvað margir lesi Fréttablaðið og hvað margir
Moggann.
Þegar íslenska kreppan þeirra Davíðs og Geirs skall á í haust greip ég
m.a. til þess ráðs að segja upp áskrift minni að Mogganum. Nú neyðist ég
til að gerast aftur áskrifandi ef ég vil hafa eitthvað að lesa með seinni
bollanum á morgnanna.
Vertu nú svo vænn að taka í lurginn á honum Ara Eðvaldssyni eða þá
Baugsfeðgum að þeir komi dreifingu blaðsins í viðunandi ástand.
Með þökk fyrir síðuna þína í blaðinu sem ég les reglulega, þ.e. þegar mér
berst blaðið.
Pétur Eiríksson
Bakkasel 9
109 Reykjavík
með vexti að Fréttablaðið berst mér mjög óreglulega. Suma daga er það
stundvíslega í bréfalúgunni minni á morgnanna en aðra daga berst það alls
ekki. Í blaðinu segir að ef blaðið berst ekki eigi maður að hringja í síma
5125060. Þar eru allar línur ávallt uppteknar en tala má skilaboð inn á
segulband. Eftir að hafa talað inn á segulbandið í nokkur skipti er ég
hættur að hringja þar sem ég hefði alveg eins getað kvartað við kött
nágrannans því að blaðið kom ekki þrátt fyrir hringinguna. Um daginn þraut
þolinmæðin svo að ég sendi öllum ritstjórum og blaðamönnum Fréttablaðsins
orðsendingu þar sem ég kvartaði yfir dreifingarþjónustu Fréttablaðsins.
Auðvitað töldu þeir sér þetta mál óviðkomandi.
Nú er það að sjálfsöðu svo að ég á enga kröfu til að fá Fréttablaðið inn
um lúguna hjá mér á morgnanna þar sem blaðið er ókeypis. En má ég þá
frábiðja mér að ég sé talinn til lesenda blaðsins þegar blaðið reglulega
birtir montlínurit um hvað margir lesi Fréttablaðið og hvað margir
Moggann.
Þegar íslenska kreppan þeirra Davíðs og Geirs skall á í haust greip ég
m.a. til þess ráðs að segja upp áskrift minni að Mogganum. Nú neyðist ég
til að gerast aftur áskrifandi ef ég vil hafa eitthvað að lesa með seinni
bollanum á morgnanna.
Vertu nú svo vænn að taka í lurginn á honum Ara Eðvaldssyni eða þá
Baugsfeðgum að þeir komi dreifingu blaðsins í viðunandi ástand.
Með þökk fyrir síðuna þína í blaðinu sem ég les reglulega, þ.e. þegar mér
berst blaðið.
Pétur Eiríksson
Bakkasel 9
109 Reykjavík
Ódýrt morgunverðar-hlaðborð á Húsavík
Mig langar að vekja athygli á ódýru morgunverðar hlaðborði Fosshótels Húsavíkur, sem kostar 1000 kall fyrir manninn.
Kveðja, Garðar Harðar
Kveðja, Garðar Harðar
Borgað fyrir bein
Ég er svo yfir mig hneyksluð núna að ég er algerlega að springa og það þarf að rannsaka þessa glæpamenn sem eru að selja okkur mat!
Ég fór í Nóatún í hádeginu til þess að kaupa lambaskanka í kjötsúpu og þetta á að vera tiltölulega ódýr matur eða hefur verið það hingað til. Þarna voru skankar á næstum 1200 kr. kílóið sem var pínulítið kjöt á en svaðalegt bein stóð út úr þeim sem hefur alltaf verið afsagað hingað til. Ég bað stúlkuna um að saga þetta af því annars hefði ég ekki komið helv… skönkunum ofan í pottinn. Afgreiðslustúlkan gerði það en þurfti að vigta þetta smánarlega kjöt með beininu þannig að ég myndi örugglega borga líka fyrir þetta hlass sem er ekki hægt að borða. Þetta kostaði svo um 2600 krónur og er varla nóg í súpu fyrir litla fjölskyldu!
Ég var að fárast yfir þessu við stúlkuna og hún sagði að þeir fyrir norðan krefðust þess að þetta væri selt svona og reyndar væru allir að reyna að græða í kreppunni, eins og hún orðaði það. Mér finnst þetta gersamlega fáránlegt og örugglega hægt að finna mörg svipuð dæmi.
Kveðja, Dódó
Ég fór í Nóatún í hádeginu til þess að kaupa lambaskanka í kjötsúpu og þetta á að vera tiltölulega ódýr matur eða hefur verið það hingað til. Þarna voru skankar á næstum 1200 kr. kílóið sem var pínulítið kjöt á en svaðalegt bein stóð út úr þeim sem hefur alltaf verið afsagað hingað til. Ég bað stúlkuna um að saga þetta af því annars hefði ég ekki komið helv… skönkunum ofan í pottinn. Afgreiðslustúlkan gerði það en þurfti að vigta þetta smánarlega kjöt með beininu þannig að ég myndi örugglega borga líka fyrir þetta hlass sem er ekki hægt að borða. Þetta kostaði svo um 2600 krónur og er varla nóg í súpu fyrir litla fjölskyldu!
Ég var að fárast yfir þessu við stúlkuna og hún sagði að þeir fyrir norðan krefðust þess að þetta væri selt svona og reyndar væru allir að reyna að græða í kreppunni, eins og hún orðaði það. Mér finnst þetta gersamlega fáránlegt og örugglega hægt að finna mörg svipuð dæmi.
Kveðja, Dódó
Endurvinnslupælingar úr Garðinum
Hversvegna er okkur Íslendingum gert svona erfitt fyrir að losna við þetta dósadrasl?? þarf maður Hummerjeppa til að koma þessu frá sér?? hver er sparnaðurinn að þvælast um allann bæ í bensínhák með þessi verðmæti, ég er td öryrki og bý í Garðinum.
þetta fer nú bara í ruslið hjá mér enda ekki pláss til að safna þessu út fyrir gröf og dauða, er eingin pólitík eða stefna í þessum málum það held ég Daninn ætti þú bágt með að skilja þennann molbúahugsunarhátt hjá okkur en það er sama sagan, hirða krónuna en henda hundraðkallinum. Þakk fyrir að hlusta á þetta nöldur ég veit ég á bara að fá mér jeppa á 100% láni og þá er allt í fína og í Tortola líka.
„Netpungur“
þetta fer nú bara í ruslið hjá mér enda ekki pláss til að safna þessu út fyrir gröf og dauða, er eingin pólitík eða stefna í þessum málum það held ég Daninn ætti þú bágt með að skilja þennann molbúahugsunarhátt hjá okkur en það er sama sagan, hirða krónuna en henda hundraðkallinum. Þakk fyrir að hlusta á þetta nöldur ég veit ég á bara að fá mér jeppa á 100% láni og þá er allt í fína og í Tortola líka.
„Netpungur“
þriðjudagur, 8. september 2009
Nokkrir ódýrir í hádeginu
Mér finnst alveg í lagi að vekja athygli á þessu bloggi Jónasar Kristjánssonar á www.jonas.is:
Nokkrir ódýrir í hádeginu
Sex ágætir staðir í miðborginni bjóða hádegisverð á 1300 krónur. Þeir eru Feiti tómaturinn, Grænn kostur, Shalimar, Balthazar, Krua Thai og Krúska. Eru þó ekki skyndibitasstaðir. Enn betri eru fjórir staðir ódýrari. Fyrstu verðlaun fá Volare og Balkanika í nágrenni Kjörgarðs. Hádegismatur á 1000 krónur. Volare hefur fisk dagsins. Balkanika hefur kjötbollur eða gúllast. Næst koma Kínahúsið í Lækjargötu með hádegismatinn á 1100 krónur, oftast djúpsteiktar rækjur. Og Santa Maria á Laugavegi á 1200 krónur, allir réttir. Á þessu verði geta margir leyft sér um að fara út að borða í hádeginu.
Við þennan lista má t.d. bæta hlaðborðinu á World Class í Laugum sem nú kostar 1.090 kr. frá kl. 12 - 14:30, mán-lau.
kv, Gunni
Nokkrir ódýrir í hádeginu
Sex ágætir staðir í miðborginni bjóða hádegisverð á 1300 krónur. Þeir eru Feiti tómaturinn, Grænn kostur, Shalimar, Balthazar, Krua Thai og Krúska. Eru þó ekki skyndibitasstaðir. Enn betri eru fjórir staðir ódýrari. Fyrstu verðlaun fá Volare og Balkanika í nágrenni Kjörgarðs. Hádegismatur á 1000 krónur. Volare hefur fisk dagsins. Balkanika hefur kjötbollur eða gúllast. Næst koma Kínahúsið í Lækjargötu með hádegismatinn á 1100 krónur, oftast djúpsteiktar rækjur. Og Santa Maria á Laugavegi á 1200 krónur, allir réttir. Á þessu verði geta margir leyft sér um að fara út að borða í hádeginu.
Við þennan lista má t.d. bæta hlaðborðinu á World Class í Laugum sem nú kostar 1.090 kr. frá kl. 12 - 14:30, mán-lau.
kv, Gunni
Enn um SMA þurrmjólk
Mig langaði til að benda á gríðarlega hraða hækkun á SMA þurrmjólk fyrir ungabörn, í Bónus. (Ég hef ekki gert neinn verðsamanburð við neinar aðrar verslanir þar sem ég versla nær eingöngu í Bónus!)
Í lok júlí fórum við í verslunarferð, keyptum 450 gr. dós á ca 485 krónur. Í næstu verslunarferð sem hefur sennilega átt sér stað ca 3 dögum síðar (erum með tvíbura) kostaði 450 gr. dósin ríflega 800 krónur og í gær var dósin komin upp í 995 krónur!!! Það þýðir að kílóverðið af þurrmjólk er komið yfir 2210 krónur! Er það bara ég eða er það óhóflega mikið?
Með kveðju,
Bryndís Garðarsdóttir tvíburamamma!
Í lok júlí fórum við í verslunarferð, keyptum 450 gr. dós á ca 485 krónur. Í næstu verslunarferð sem hefur sennilega átt sér stað ca 3 dögum síðar (erum með tvíbura) kostaði 450 gr. dósin ríflega 800 krónur og í gær var dósin komin upp í 995 krónur!!! Það þýðir að kílóverðið af þurrmjólk er komið yfir 2210 krónur! Er það bara ég eða er það óhóflega mikið?
Með kveðju,
Bryndís Garðarsdóttir tvíburamamma!
Klikkað verð á prentarahylki
Hvað er eiginlega að gerast með þessi prenthylki? Í fyrsta skipti síðan bankar hrundu varð ég kjaftstopp. Ég fór í EJS til að kaupa mér hylki í heimilisprenntarann sem er XEROX 6180. Í honum eru fjögur hylki og mig vantaði eitt. Góðan daginn, þegar mér var rétt það yfir borðið ... kr. 48.500.- stykkið, já STYKKIÐ.
Þannig að þessi hlyki í prentaran kosta sem sagt rétt um 200.000.- Eg átti nú ekki orð og hann stendur hér enn heima og vantar enn í hann hylkið. Ég keypti þennan prentar í EJS í nóv 2008 á kr. 36.000.-
Hvað er eiginlega að gerast í þessu, það þarf enginn að segja mér þrátt fyrir gengið okkar að þetta sé verð sem endurspeglar framleiðslukonstnð og flutning á þessu hylki.
Bestu kveðjur,
Ágúst Kr.
Þannig að þessi hlyki í prentaran kosta sem sagt rétt um 200.000.- Eg átti nú ekki orð og hann stendur hér enn heima og vantar enn í hann hylkið. Ég keypti þennan prentar í EJS í nóv 2008 á kr. 36.000.-
Hvað er eiginlega að gerast í þessu, það þarf enginn að segja mér þrátt fyrir gengið okkar að þetta sé verð sem endurspeglar framleiðslukonstnð og flutning á þessu hylki.
Bestu kveðjur,
Ágúst Kr.
Frábært tilboð á þessum síðustu og verstu :O)
Langar að koma hér á framfæri frábæru tilboði sem ég rakst á hjá Te & Kaffi kaffihúsunum. En ég er námsmaður og munar um allt á þessum síðustu og verstu tímum.
En ég er mikil kaffi manneskja og fæ mér svona ( spari ) öðru hvoru góðan kaffibolla hjá þeim. Nú í dag þegar ég datt inn á kaffihúsið hjá þeim er gott tilboð sem vert er að benda á fyrir alla sanna kaffiunnendur.
En Te & Kaffi á 25.ára afmæli og er 25% afsláttur af öllum kaffi og tedrykkjum þeirra á kaffihúsunum allan september, og er þetta frábært framtak hjá þessu íslenska fjölskyldufyrirtæki
Virðingarfyllst,
Harpa Hall
En ég er mikil kaffi manneskja og fæ mér svona ( spari ) öðru hvoru góðan kaffibolla hjá þeim. Nú í dag þegar ég datt inn á kaffihúsið hjá þeim er gott tilboð sem vert er að benda á fyrir alla sanna kaffiunnendur.
En Te & Kaffi á 25.ára afmæli og er 25% afsláttur af öllum kaffi og tedrykkjum þeirra á kaffihúsunum allan september, og er þetta frábært framtak hjá þessu íslenska fjölskyldufyrirtæki
Virðingarfyllst,
Harpa Hall
Óeðlilegt verð á Kristal
Ég versla stundum í Bónus og nánast undantekningalaust kaupi ég 2l Kristal. Fyrir rúmum tveimur vikum keypti ég flöskuna á 149 kr. í Bónus í Kringlunni, viku seinna keypti ég flöskuna á 169 kr. í Bónus vestur í bæ og nú síðast á föstudaginn fór ég í Bónus við Hallveigarstíg og borgaði 198 kr. fyrir stykkið! Finnst einhverjum þetta eðlileg hækkun?!
Kv, Kolbrún Hlín
Kv, Kolbrún Hlín
Tilboðsrugl í Krónunni
Ég ákvað að athuga verð í Krónunni áður en ég gerði mér ferð þangað núna rétt áðan.
Ég skoðaði „tilboðlistann“ og „vinsælt“ á síðu verslunarinnar uþb 5 mín áður en ég fór og um leið og ég kom aftur heim.
Hér fylgir með mynd af tilboðslistanum eins og hann leit út 5 mín eftir heimkomu (því miður á ég ekki myndir af honum fyrir brottför og kemur hér skýrt fram að special K morgunkorn er á „tilboðslistanum“ á litlar 589 kr. Þegar í verslunina var komið var sagan önnur. Fyrir það fyrsta var ekkert special K verðmerkt í morgunkornsrekkanum heldur var rekki af því á öðrum stað í búðinni ásamt annarri tegund af kornflögum.
Verðið á hinum kornflögunum var á spjaldi fyrir ofan og á sama spjaldi var uppgefið verð á special K yfir 700kr og stóð á spjaldinu Tilboð! Tilboð! Og því greinilegt að verðið hefur verið hækkað á vörunni til þess að auðvelda versluninni að koma þeirri ódýrari út.
Er manni ekki hætt út í búð án þess að hafa með sér myndavél til þess að sanna skort á verðmerkingum, stórfurðuleg tilboð og villandi verðmerkingar?
Nafnlaus kvartandi
sunnudagur, 6. september 2009
Óánægja með skammtana á Hótel Keflavík
Fórum á Ljósanótt 3 saman fengum okkur að borða á Hótel Keflavík, lambafillet á um 4000 krónur. Það var ca 3 munnbitar, hálf kartafla, ca ein matskeið af grænmeti og 2 sósudropar. Báðum um auka sósu, hún kom eftir að við vorum búnar að borða þetta sýnishorn sem var á diskunum. Borguðum um 11 þúsund krónur og keyptum okkur pizzu á leiðinni heim því við vorum allar svangar. Skil ekki hvernig er hægt að bjóða manni uppá svona lagað.
Magga & Gunna
Magga & Gunna
laugardagur, 5. september 2009
Hæpið bleyjutrix í Krónunni
Við eigum tvö börn sem nota bleyjur og því telur það töluvert að fá þær á góðu verði. Auglýsing hjá Krónunni var vægast sagt villandi og að virðist sem það sé gert viljandi. Hægt er að sjá umrædda auglýsingu í tilboðsblaði Krónunnar. Þar auglýsa þeir Pampersbleyjur á 1.499 en ekki er möguleiki á að sjá stykkjafjöldann í auglýsingunni þar sem passað er upp á að bæði texti eða annar bleyjupakki sé fyrir þannig að ekki er hægt að sjá fjöldann með nokkru móti. Ég gerði mér sér ferð til að kaupa þar sem þetta hlyti að vera gott verð en annað kom í ljós. Þetta voru ekki nema 34 bleyjur í pakkanum sem gerir 44 kr stykkið en sambærilegar bleyjur sem eru ekki á tilboði í Bónus eru á u.þ.b. 37 kr stykkið en reyndar í stærri pakkningu. Í raun er mér sama um verðið þar sem ég þarf ekki að versla við Krónuna frekar en ég vil en að passa upp á að ég sjái ekki fjölda bleyja í pakka og að vera hreinlega plataður til að keyra auka ferð fyrir þetta finnst mér til marks um lélega viðskiptahætti. Ég held að ég hvíli Krónuna í bili þegar ég versla á næstunni.
Virðingarfyllst,
Valdimar Hjálmarsson
Virðingarfyllst,
Valdimar Hjálmarsson
Demparagúmmí
Fór í N1 á Selfossi um daginn og vantaði lítil demparagúmm, mér voru boðin þessi gúmmí á 1000kr. stykkið. er þetta eðlileg verðlagning.
kveðja Hreinn Sigurðsson Vestmannaeyjum.
kveðja Hreinn Sigurðsson Vestmannaeyjum.
Mismunandi verð á lifrakæfu
Ég fór í Bónus í gær og keypti meðal annars danska lifrarkæfu frá Kjarnafæði. Keypti 2 stk, það sló mig mest var kílóverðið sem er mismunandi.
Á annari sem er pökkuð 18.08.2009 er kílóverðið 776.- íslenskar krónur.
Á hinni sem er pökkuð 02.09.2009 er kílóverðið 1.035.- íslenskar krónur.
Sem er ca. 33% hækkun á 15 dögum eða minna.
Hitt sem er útí hött er að það er prentað á upprunalega miðann Afsláttur 10% við kassa, hvaða plott er það?
sjá meðfylgjandi mynd.
Svo vil ég minna fólk á að þegar verslanir auglýsa virðisaukaskattinn af þá er það ekki 24,5% afsláttur eins og verslanirnar vilja að fólk haldi, heldur er það 19.68% afsláttur.
Kveðja
Margrét Berg
Rándýr rakvélablöð í Lyfju
Mig langar að vekja athygli á verði á rakvélablöðum. Það er orðið erfitt
að fá blöðin og í dag fór ég í Lyfju í Lágmúlanum og keypti einn pk. af
Giletta March3 5 blöð í pakka og fyrir þau borgaði ég 4.129 kr. Er þetta
eðlilegt verð? Ætli hækkunin sé í samræmi við hækkun á gjaldreyri eða eru
innflytjendur farnir að notfæra sér aðstæður og hækka vörur langt umfram
það sem eðlilegt getur talist?
kv. Jórunn
að fá blöðin og í dag fór ég í Lyfju í Lágmúlanum og keypti einn pk. af
Giletta March3 5 blöð í pakka og fyrir þau borgaði ég 4.129 kr. Er þetta
eðlilegt verð? Ætli hækkunin sé í samræmi við hækkun á gjaldreyri eða eru
innflytjendur farnir að notfæra sér aðstæður og hækka vörur langt umfram
það sem eðlilegt getur talist?
kv. Jórunn
fimmtudagur, 3. september 2009
Villandi rúmstykkjatilboð í Bakarameistaranum
Mig langaði til að láta vita af atviki sem henti mig núna í morgun. Ég átti leið á Smáratorgið og ákvað í leiðinni að kíkja við í Bakarameistaranum til að kaupa mér eitthvað góðgæti með morgunkaffinu. Mér hefur fundist þetta bakarí vera með þeim dýrari í bænum en undanfarið hafa verið ágætis tilboð auglýst á stóru spjaldi og því hefur maður reynt að miða út hagstæð kaup út frá þeim. Á því tilboðsspjaldi sem nú hangir uppi stendur að rúnstykki séu á 80 kr. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ákvað að kaupa nokkur stykki, valdi þau og svo var komið að því að borga. Þá fannst mér verðið ekki geta stemmt og sá þá að afgreiðslustúlkan rukkaði 135 kr fyrir stykkið! Ég spurði hverju sætti en þá tjáði hún mér að það væru aðeins ákveðnar tegundir sem væru á 80 kr. og ég ætti að geta séð það út frá myndinni á tilboðsspjaldinu hvaða rúnstykki það væru (mynd af nokkrum rúnstykkjum í brauðkörfu). Það var sem sagt þannig að grófustu rúnstykkin voru ekki á tilboði heldur aðeins þau fínu og ég hafði akkúrat náð að velja bara þau sem voru ekki á tilboði.
Það sem ég vildi sagt hafa er það að mér finnst þetta tilboð vera mjög villandi, því út frá spjaldinu hefði maður mátt skilja að öll rúnstykki væru á 80 kr. Afgreiðslufólkið á svæðinu varð samt mjög hissa á því að mér fyndist þetta ekki vera alveg augljóst. Hér er reyndar ekki um að ræða stórar fjárhæðir en því miður finnst mér svona lagað vera mjög algengt núna á síðustu og verstu. Rétt skal vera rétt!
Þorgerður Tómasdóttir
Það sem ég vildi sagt hafa er það að mér finnst þetta tilboð vera mjög villandi, því út frá spjaldinu hefði maður mátt skilja að öll rúnstykki væru á 80 kr. Afgreiðslufólkið á svæðinu varð samt mjög hissa á því að mér fyndist þetta ekki vera alveg augljóst. Hér er reyndar ekki um að ræða stórar fjárhæðir en því miður finnst mér svona lagað vera mjög algengt núna á síðustu og verstu. Rétt skal vera rétt!
Þorgerður Tómasdóttir
Útrunnin vara í BÓNUS !
Vil bara vekja athygli fólks á vöru í BÓNUS sem er með útrunnum dagsetningum.
Erlendar mjólkurvörur eru með dagsetningu frá því apríl 2009.
Kalkúnn líka með dagsetningu frá því apríl 2009.
Sælgætið erlenda er á síðasta séns eða þá útrunnið.
Síðan má benda á alla frostna vöru í kæliborðum stórverslana .
Öll frosin vara ( kjöt eða fiskur ) sem inniheldur klaka eða laust íshél inn í umbúðunum, er gölluð vara !!!
Þessi vara hefur þiðnað eða heldur ekki réttu hitastigi , þess vegna er raki inni í umbúðunum sem myndar klaka eða íshél !
Það var verið að selja ónýtan kjúkling í BÓNUS , þegar umbúðir voru opnaðar gaus upp svakaleg fýla!
Kveðja, Jón R.
ATH: Þetta eru heldur stórkarlalegar yfirlýsingar hjá Jóni, en það er alltaf ágætt að athuga dagsetningar á vörum, sérstaklega innfluttum. Maður nennir kannski ekki að mæta aftur í búðina með útrunna vöru, svo það er best að vera búinn að athuga málið. Ég hef reyndar aldrei lent í þessu í Bónus, og því kannski bara heppnari en Jón.
Okursíðan
Erlendar mjólkurvörur eru með dagsetningu frá því apríl 2009.
Kalkúnn líka með dagsetningu frá því apríl 2009.
Sælgætið erlenda er á síðasta séns eða þá útrunnið.
Síðan má benda á alla frostna vöru í kæliborðum stórverslana .
Öll frosin vara ( kjöt eða fiskur ) sem inniheldur klaka eða laust íshél inn í umbúðunum, er gölluð vara !!!
Þessi vara hefur þiðnað eða heldur ekki réttu hitastigi , þess vegna er raki inni í umbúðunum sem myndar klaka eða íshél !
Það var verið að selja ónýtan kjúkling í BÓNUS , þegar umbúðir voru opnaðar gaus upp svakaleg fýla!
Kveðja, Jón R.
ATH: Þetta eru heldur stórkarlalegar yfirlýsingar hjá Jóni, en það er alltaf ágætt að athuga dagsetningar á vörum, sérstaklega innfluttum. Maður nennir kannski ekki að mæta aftur í búðina með útrunna vöru, svo það er best að vera búinn að athuga málið. Ég hef reyndar aldrei lent í þessu í Bónus, og því kannski bara heppnari en Jón.
Okursíðan
Múlalundur góður
Eftir að hafa keypt inn ritföng og möppur fyrir börnin mín kom mér á óvart einn staður.
Það er Múlalundur. Þar var tekið vel á móti manni og vöruúrvalið kom verulega á óvart.
Íslensk framleiðsla á besta verðinu og ótrúlegt úrval ritfanga, sem er náttúrulega ekki íslenskt. Það sem mig langaði að gera var að þakka fyrir mig.
Kær kveðja
Hagkvæm móðir.
Það er Múlalundur. Þar var tekið vel á móti manni og vöruúrvalið kom verulega á óvart.
Íslensk framleiðsla á besta verðinu og ótrúlegt úrval ritfanga, sem er náttúrulega ekki íslenskt. Það sem mig langaði að gera var að þakka fyrir mig.
Kær kveðja
Hagkvæm móðir.
Bland í poka
Hér er smá ábending til BARNA og foreldra þeirra. Bland í poka kostar hjá flestum matvöruverslunum 1990 kr/kg. - 50% á nammidögum.( hef séð 2400 kr/kg )
Þessi vara er seld ópökkuð eins og allir vita. Ef þessi sama vara er pökkuð er verð á 1 kg mjög gjarnan 1000 - 1100 kr/kg alla daga og þá á flestum stöðum.
Hef séð verð sem eru 780 kr/kg á pökkuðu hlaupi íslensku. Bendum börnunum á þetta þegar farið er að kaupa nammi á nammidögum.
Kveðja, Júlli
Þessi vara er seld ópökkuð eins og allir vita. Ef þessi sama vara er pökkuð er verð á 1 kg mjög gjarnan 1000 - 1100 kr/kg alla daga og þá á flestum stöðum.
Hef séð verð sem eru 780 kr/kg á pökkuðu hlaupi íslensku. Bendum börnunum á þetta þegar farið er að kaupa nammi á nammidögum.
Kveðja, Júlli
miðvikudagur, 2. september 2009
Svaka verðmunur á prenthylki
Í gær vantaði mig prenthylki, stærra svarta í Canon I4000. Ég tékkaði á Bóksölu stúdenta: 2.620 kr kostaði hylkið þar. Það var geðveik röð (skólinn að byrja) svo ég nennti ekki að bíða og fór í Úlfarsfell. Þar var sama hylki til en kostaði (haldið ykkur fast): 3.990 kr! Semsé 1.370 kr. dýrara! Þetta þýðir náttúrlega bara eitt: Aðra ferð í Bóksölu stúdenta í dag. Og lærdómurinn er: Tékkið á nokkrum stöðum hvað hlutirnir kosta.
Gunni
Gunni
Sultuhleypir
Mig vantaði sultuhleypi með hraði í síðustu viku, fór í Melabúðina og
keypti eitt bréf af Melatin (rautt) á 369!!! kr.
Keypti annað bréf í Bónus í gær, nákvæmlega sömu vöruna á 198 kr.
Munurinn milli þessarra tveggja búða er 171 kr.
kv. RH
keypti eitt bréf af Melatin (rautt) á 369!!! kr.
Keypti annað bréf í Bónus í gær, nákvæmlega sömu vöruna á 198 kr.
Munurinn milli þessarra tveggja búða er 171 kr.
kv. RH
Múrtappaokursvindl Húsasmiðjunnar
Ég er smiður og vinn mikið við almennt viðhald fasteigna. Þess vegna er ég mikið í því að versla við Húsasmiðjuna og Byko.
Í hvert skipti sem ég fer þangað, nánast daglega, þá er búið að hækka eitthvað af þeim vörum sem við erum að nota.
En hinsvegar þegar mig vantaði múrtappa, (tappar til að setja á undan skrúfu þegar fest er í steyptann vegg.) Þá fór ég í Húsasmiðjuna og ætlaði að kaupa þá. Þessir tappar eru seldir í 200 stykkja pökkum og algengasta stærðin sem við notum er 6mm.
Þennan dag voru ekki til þessir hefðbundnu 6mm 200stk kassar sem eru verðlagðir á 399kr. En aftur á móti voru til nóg af töppum sem Húsasmiðjan var búin að taka úr kössunum og setja í 20stk poka (merktir Húsasmiðjunnu, NÁKVÆMLEGA sömu tappar!), Einnig var búið að setja þessar 20stk pakkningar 10 saman í poka (einnig merktir Húsasmiðjunni) til þess að ná þessum normal 200stk. en aftur á móti var allt annað verð á þessum sem var búið að endurpakka.
Þannig að dæmið lítur svona út:
200 stk af múrtöppum í venjulegu umbúðunum kosta 399kr.
20 stk af sömu töppum( í pokum merktum Húsasm) kosta hinsvegar 148kr pakkningin.
og þar sem normal 200stk pakkningin var ekki til þá eru settir saman 10 litlir pokar og merktir Húsasmiðjunni og verðlagðir á 1.480 kr.
Semsagt: verðið á þessum töppum hækkar úr 399kr. í 1480kr. eða um rúm 350%! Og svo er fólk að undrast á því að fólk sé hætt að framkvæma...
Kveðja,
Pirraður smiður
Í hvert skipti sem ég fer þangað, nánast daglega, þá er búið að hækka eitthvað af þeim vörum sem við erum að nota.
En hinsvegar þegar mig vantaði múrtappa, (tappar til að setja á undan skrúfu þegar fest er í steyptann vegg.) Þá fór ég í Húsasmiðjuna og ætlaði að kaupa þá. Þessir tappar eru seldir í 200 stykkja pökkum og algengasta stærðin sem við notum er 6mm.
Þennan dag voru ekki til þessir hefðbundnu 6mm 200stk kassar sem eru verðlagðir á 399kr. En aftur á móti voru til nóg af töppum sem Húsasmiðjan var búin að taka úr kössunum og setja í 20stk poka (merktir Húsasmiðjunnu, NÁKVÆMLEGA sömu tappar!), Einnig var búið að setja þessar 20stk pakkningar 10 saman í poka (einnig merktir Húsasmiðjunni) til þess að ná þessum normal 200stk. en aftur á móti var allt annað verð á þessum sem var búið að endurpakka.
Þannig að dæmið lítur svona út:
200 stk af múrtöppum í venjulegu umbúðunum kosta 399kr.
20 stk af sömu töppum( í pokum merktum Húsasm) kosta hinsvegar 148kr pakkningin.
og þar sem normal 200stk pakkningin var ekki til þá eru settir saman 10 litlir pokar og merktir Húsasmiðjunni og verðlagðir á 1.480 kr.
Semsagt: verðið á þessum töppum hækkar úr 399kr. í 1480kr. eða um rúm 350%! Og svo er fólk að undrast á því að fólk sé hætt að framkvæma...
Kveðja,
Pirraður smiður
Súpuokur í Hrauneyjum
Systir mín var á ferðalagi í óbyggðum fyrir stuttu síðan. Í Hrauneyjum er veitingarekstur eins og flestum er kunnugt og pantaði hún sér kjötsúpu sem kom ásamt einni brauðsneið, þurri, en ekkert kjöt var sjáanlegt í súpunni,.
Hún lét sér þetta þó vel líka og súpan var í sjálfu sér ágæt svo langt sem það náði, en dýrt fannst henni drottins orðið þegar reikningurinn birtist: Tvö þúsund krónur kostaði dýrðin. Sjálf borðaði ég kjötsúpu- með kjöti í og nógu af brauði með, í Borganesi, fyrr í sumar, á stað sem hefur haft þessa ágætisfæðu á matseðli sínum til margra ára, og greiddi ég fyrir hana tæpar ellefu hundruð krónur og fannst það mjög sanngjarnt.
Kannski gestgjafinn í Hrauneyjum noti evrur í sínum útreikningum, þó manni finnist krónur passa betur fyrir okkur Íslendinga enn sem komið er.
Er sammála öðrum sem hafa tjáð sig hér á síðunni um að íslensk vara í verslunum er allt of dýr og fólk kinokar sér við að kaupa hana og velur fremur innfluttar vörur. Finnst kaupmönnum ekkert athugavert við það ? Að íslenskt hækki meira en erlent er ekki eðlilegt í dag. Þeir ættu að skammast sín.
Edda
Hún lét sér þetta þó vel líka og súpan var í sjálfu sér ágæt svo langt sem það náði, en dýrt fannst henni drottins orðið þegar reikningurinn birtist: Tvö þúsund krónur kostaði dýrðin. Sjálf borðaði ég kjötsúpu- með kjöti í og nógu af brauði með, í Borganesi, fyrr í sumar, á stað sem hefur haft þessa ágætisfæðu á matseðli sínum til margra ára, og greiddi ég fyrir hana tæpar ellefu hundruð krónur og fannst það mjög sanngjarnt.
Kannski gestgjafinn í Hrauneyjum noti evrur í sínum útreikningum, þó manni finnist krónur passa betur fyrir okkur Íslendinga enn sem komið er.
Er sammála öðrum sem hafa tjáð sig hér á síðunni um að íslensk vara í verslunum er allt of dýr og fólk kinokar sér við að kaupa hana og velur fremur innfluttar vörur. Finnst kaupmönnum ekkert athugavert við það ? Að íslenskt hækki meira en erlent er ekki eðlilegt í dag. Þeir ættu að skammast sín.
Edda
þriðjudagur, 1. september 2009
Inga kemur með tillögu
Ég er með tillögu: Hafa verslanir ekki opnar eins lengi og nú er – það ætti að geta lækkað vöruverð slatta. Við þurfum ekki að hafa verslanir fram á kvöld. 1 kvöld í viku t.d. til kl. 8 ætti að duga flestum. Bara svona til umhugsunar.
Kv.
Inga
Kv.
Inga
Verðskrá Símans vegna 3G
Mig langaði að benda á þennan skemmtilega samanburð sem ég gerði vegna verðskrár Símans á 3G þjónustuleiðum.
Það vill svo til að ég hef ekki þörf fyrir 3G netlykil þar sem síminn minn er það öflugur að ég get vafrað á netinu eins og ég væri á venjulegri tölvu.
Það sem hindrar mig hinsvegar er þessi skrítna verðlagning á 3G þjónustu í GSM símum.
Ég hafði samband við Símann út af þessu en fékk einungis þau svör að það væri ekki hægt að bjóða upp á betri verð á 3G GSM þjónustinni.
Ágæta stúlkan í 8007000 sagði mér að ég gæti gerst áskrifandi að 3G netlykli, sleppt því þó að nota netlykilinn og sett SIM kortið úr honum í símann minn.
Það hefði það í för með sér að ég þyrfti að skipta um SIM kort í hvert skiptið sem ég ætlaði að nota netið mikið og svo til baka ef ég ætlaði að hringja, frekar spes.
Mér var boðið að senda inn ábendingu til að fá frekari og ítarlegri svör. Ég bíð spenntur.
Á meðan þá er ekki annað hægt að gera en að skemmta sér smá yfir þessum talnaleik sem ég sendi með í töflu :)
Kristján
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)