Tryggingafélögin auglýsa grimmt þessa stundina og eru stöðugt að minna okkur sem yngri eru á mikilvægi þess að vera líf og sjúkdómatryggð. Ég er búinn að sækja um líf og sjúkdómatryggingu hjá öllum tryggingafélögunum og fæ allsstaðar neitun á þeim forsendum að ég sé of þungur. Ástæðan sem ég fæ þegar ég leita skýringa er að það sé of mikil áhætta fólgin í því að tryggja mig þar sem ég gæti hvenær sem er fengið sykursýki, heilablóðfall, hjartaáfall og fleiri heilsutengda sjúkdóma. Bíddu nú aðeins við, eru tryggingafélögin með þessu að gefa þau skilaboð að feitir einstaklingar séu í meiri áhættuhóp en annað fólk á að fá hjarta og æðasjúkdóma ásamt ýmsum öðrum kvillum? Hvað með þá sem reykja? Hvað með þá sem eru sykursjúkir eða berjast við sambærilega sjúkdóma? Getur verið að þeir fái sínar tryggingar þegjandi og hljóðalaust en af því að þú ert feitur þá máttu éta það sem úti frýs? Kv. Einn ósáttur
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu tryggingar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu tryggingar. Sýna allar færslur
fimmtudagur, 17. maí 2012
Líf og sjúkdómatryggingar
þriðjudagur, 29. september 2009
Bílatryggingar – svindl áfram í gangi
Nú í september fékk ég bréf frá Sjóvá og þar í voru 2 greiðsluseðlar ásamt skýringarblöðum, annar með lögboðinni ábyrgðartryggingu, kr. 102.792,- en hinn með kaskó, 43.918,-. Samtals 146.710,-
Ég hringdi í Sjóvá til þess að biðja um 2 gjaldaga á greiðslunni. Um leið og ég hafði sleppt beiðinni út úr mér sagði stúlkan: „Ég get lækkað þetta fyrir þig!“ Eftir smá bið og án þess að ég opnaði munninn hafði hún lækkað heildarupphæðina um 25.944,- eða um tæp 18%! Og ég sem hafði ekki einu sinni reynt að prútta um iðgjaldið! Stúlkan sagðist svo bara senda mér nýja seðla sem hún og gerði ásamt tveimur upplýsingablöðum en slíka hafði ég fengið með fyrri seðlunum (bruðl).
Nokkrum dögum seinna sagði mágur minn mér að hann hefði fært sig yfir í VÍS úr TM og þar með getað lækkað tryggingapakkann sinn um 100.000,- pr ár!
Ég hugsaði: Tryggingafélögin senda út rukkanir upp á vissa upphæð sem er ca 18% hærri heldur en raunvirði trygginganna. Ca 80% tryggjenda borga hljóðalaust og telja víst að þeirra félag sé jafn heiðarlegt og þeir sjálfir. Hinir 20% fá lækkun út á það að taka upp símtólið eins og ég.
Hvaða reikniskúnstir (lögbrot) eru þetta eiginlega á þessum síðustu og verstu tímum!? Og það meira að segja hjá Ríkisfyrirtækinu Sjóvá? Hefur virkilega ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá „buisness“mönnum landsins? Eða Ríkinu!? Og svo eru menn að tala um heiðarleika og að það sé bjargráð þjóðarinnar að skapa hér nýjan og heiðarlegan hugsunarhátt!
Enn sama svindlið og svínaríið. „Helvítis fokking fokk“.
Mosfellsbæ, 28. september 2009
Sesselja Guðmundsdóttir
Ég hringdi í Sjóvá til þess að biðja um 2 gjaldaga á greiðslunni. Um leið og ég hafði sleppt beiðinni út úr mér sagði stúlkan: „Ég get lækkað þetta fyrir þig!“ Eftir smá bið og án þess að ég opnaði munninn hafði hún lækkað heildarupphæðina um 25.944,- eða um tæp 18%! Og ég sem hafði ekki einu sinni reynt að prútta um iðgjaldið! Stúlkan sagðist svo bara senda mér nýja seðla sem hún og gerði ásamt tveimur upplýsingablöðum en slíka hafði ég fengið með fyrri seðlunum (bruðl).
Nokkrum dögum seinna sagði mágur minn mér að hann hefði fært sig yfir í VÍS úr TM og þar með getað lækkað tryggingapakkann sinn um 100.000,- pr ár!
Ég hugsaði: Tryggingafélögin senda út rukkanir upp á vissa upphæð sem er ca 18% hærri heldur en raunvirði trygginganna. Ca 80% tryggjenda borga hljóðalaust og telja víst að þeirra félag sé jafn heiðarlegt og þeir sjálfir. Hinir 20% fá lækkun út á það að taka upp símtólið eins og ég.
Hvaða reikniskúnstir (lögbrot) eru þetta eiginlega á þessum síðustu og verstu tímum!? Og það meira að segja hjá Ríkisfyrirtækinu Sjóvá? Hefur virkilega ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá „buisness“mönnum landsins? Eða Ríkinu!? Og svo eru menn að tala um heiðarleika og að það sé bjargráð þjóðarinnar að skapa hér nýjan og heiðarlegan hugsunarhátt!
Enn sama svindlið og svínaríið. „Helvítis fokking fokk“.
Mosfellsbæ, 28. september 2009
Sesselja Guðmundsdóttir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)