Tryggingafélögin auglýsa grimmt þessa stundina og eru stöðugt að minna okkur sem yngri eru á mikilvægi þess að vera líf og sjúkdómatryggð. Ég er búinn að sækja um líf og sjúkdómatryggingu hjá öllum tryggingafélögunum og fæ allsstaðar neitun á þeim forsendum að ég sé of þungur. Ástæðan sem ég fæ þegar ég leita skýringa er að það sé of mikil áhætta fólgin í því að tryggja mig þar sem ég gæti hvenær sem er fengið sykursýki, heilablóðfall, hjartaáfall og fleiri heilsutengda sjúkdóma. Bíddu nú aðeins við, eru tryggingafélögin með þessu að gefa þau skilaboð að feitir einstaklingar séu í meiri áhættuhóp en annað fólk á að fá hjarta og æðasjúkdóma ásamt ýmsum öðrum kvillum? Hvað með þá sem reykja? Hvað með þá sem eru sykursjúkir eða berjast við sambærilega sjúkdóma? Getur verið að þeir fái sínar tryggingar þegjandi og hljóðalaust en af því að þú ert feitur þá máttu éta það sem úti frýs? Kv. Einn ósáttur
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
fimmtudagur, 17. maí 2012
Líf og sjúkdómatryggingar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hefurðu prufað Sun Life ? Þeir meta iðgjald á grundvelli læknisvottorðs.
SvaraEyðaTaktu bara til í mataræðinu og farðu að hreyfa þig, lifir lengur og færð líftryggingu.
SvaraEyðaÞeir sem eru með sykursýki eða t.d. hjartasjúkdóma fá ekki líf- eða sjúkdómatryggingu
SvaraEyðaEr með sykursýki en fékk samt líf og sjúkdómatryggingu hjá Sun life og það eina sem þeir létu sig varða hvort sykursýkin væri beisluð rétt með viðeigandi lyfjum.
SvaraEyðaÞeir sem eru með hjartasjúkdóma og annað þess háttar fá ekki líf- og sjúkdómatryggingar. Þeir sem reykja þurfa að tilgreina hversu lengi þeir hafa reykt og það er metið, yfirleitt eru tryggingarnar mun dýrari hjá því fólki.
SvaraEyðaFólk sem er "vísvitandi" að draga úr lífsgæðum sínum með því að reykja eða borða óhollan mat, hreyfa sig lítið og verða þ.a.l. í yfirþyngd getur ekki ætlast til að vera tryggt upp í topp.
Ég lenti í svipuðu hjá sjóvá, er um 180 cm og 120 kg, alls ekki i slæmu formi, sæmilega massaður og hreyfi mig reglulega. Þeir neituðu mér vegna þyngdar, hver er nú staðallnn fyrir mina hæð ??? 75 kg eða , bara spyr. Hef verið um hundra kg og var i verra formi en ég er núna í. Fyndna er að ég sótti ekki um þetta d fyrri hálfu heldur hringdi þessi sölumaður i mig upp úr þurru, hann hefði nú átt að byrja símtalið og spyrja mig hversu hár ég væri og þungur, og bera það svo saman við þessar justin bieber lookalike týpur.
SvaraEyðaAllianz. Borgar eftir áhættu.... Kalla þig í læknisskoðun ef eitthvað er, borga þá bara örlítið hærra iðgjald. En þetta e smt fyndið að ef að ég er of þung þá þarf ég alltaf að láta vita ef ég grennist eða breytist (betrra fyrir mig, því þá breytast forsendurnar, lækkar iðgjaldið og fleira,) en ef ég var 50 kíló og þyngist svo í 150 þá er ekkert hægt að gera, er í flesum tilfellum dænd á þeirri kílóatölu sem ég var á þegar ég sótti um. Svo ef ég fitna þá bara það en ef ég grennist fer ég reglulega í aukaskoðanir til að lækkja gjöldin mín
SvaraEyðaÉg hef heyrt um dæmi að stúlka fékk líf og sjúkdómatryggingu fyrir öllum kvillum nema krabbameini því mamma hennar hafði greinst með krabbamein!
SvaraEyðaBara smá ábending. Tryggingafélög tryggja þig fyrir öllu sem líklegast mun ekki gerast. Allt hitt eru undanþegið.
SvaraEyða