sunnudagur, 20. maí 2012

Sextíma okurgrill


Við hjónin keyptum okkur grill hjá Húsasmiðjunni, sem er vart frásögu færandi. Nema þegar búið var að greiða fyrir grillið var okkur afhentur ferkantaður kassi sem innihélt ósamansett grill. Skemmst er frá að segja að það tók mig 6 tíma að púsla þessu saman.

Þegar Húsasmiðjan auglýsir grillin þá eru þau samansett á öllum myndum og eins er sýningargrill samansett í verslun. Hvergi er nefnt að grillið fáist aðeins í ferköntuðum kassa með hundruðum aukahluta sem þurfi að púsla saman á 6 tímum.

Mín meining er að verið sé að okra á grillum ef þau eru seld á einhvers konar framleiðslustigi en auglýst sem heill og samansettur hlutur.

Kveðja, Gunnar

13 ummæli:

  1. Ertu ekki að grínast? 6 tíma? Hvernig er það eiginlega hægt? Það tók okkur ekki nema 20 mínútur að setja saman okkar húsasmiðjugrill. Grill eru á flestum stöðum seld ósamansett í kössum, og ef ekki þá er verðmiðinn yfirleitt talsvert hærri.
    Kassarnir voru annars við hliðina á sýningargrillunum þegar við keyptum okkar svo það fór ekkert á milli mála að þetta kæmi ósamansett.
    Þetta er ekki svona af því að starfsfólk er latt við að setja saman hluti, heldur til að gera fólki kleyft að ferðast auðveldlega með grillið heim, og koma því auðveldlega á sinn stað, það eru ekki allir með breiða ganga og risabíla. Ég er líka viss um að ef þú hefðir beðið um hjálp við að setja þetta saman í búðinni hefði starfsfólkið örugglega hjálpað þér...

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já, heill vinnudagur í að setja saman eitt grill. Þú skalt passa þig á versluninni IKEA, hef heyrt að þeir leiki sama leik.

      Eyða
    2. Þekkt er að fyrirtæki eru með starfsfólk á launum við að réttlæta viðskiptamódel sín og benda á eitthvað annað sem er verra, í þessu tilviki Ikea. - Húsasmiðjan er ekki með kassann við hliðina á grillinu sem hún er að selja og ég minnist þess ekki að hafa séð kassann utan af grillinu í auglýsingunni sem ég fór eftir þegar ég ákvað að kaupa nefnt grill frá Húsasmiðunni. Kv. Gunnar

      Eyða
    3. Af hverju hættiru ekki við kaupin fyrst þetta var svona mikið vandamál? Þetta eru ódýr grill, allar eðlilegar manneskjur geta sett saman grill á undir klst, þú ættir kannski að fara í læknisskoðun, 6 klst er ekki eðlilegur tími til að setja saman grill.

      Eyða
  2. Þetta er nú bara á mjög mörgum stöðum svona. Ég veit að grillin seljast í Nettó ósamansett, svo ef eitthvað dettur af (illa skúfað or some) þá er ekki hægt að hringja í Nettó og væla. Nettó var alltaf með samansett grill, en þetta gerðist of oft að þeir hættu að nenna þessu helvíti. Enda matvöruverslun, ekki "setjasamagrillverslun"...



    Passaðu þig að fara ekki í IKEA, þú færð flog þegar þú verslar...

    SvaraEyða
  3. Segjum að þú verslir þér draumabílinn eftir að hafa prufuekur honum hjá umboðinu. Þegar allt er klappað og klárt og búið að ganga frá kaupunum býður þín stór trékassi með ósamansettum bíl inn á lager. :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þú getur keypt ósamsetta bíla. Þeir kosta yfirleitt nokkuð minna en sambærilegir samsettir bílar.
      Annars er þetta frekar ósamanburðarhæft.
      Ef fólk getur ekki eða nennir ekki að setja saman grill fer það þá bara og verslar sér grill á stöðum sem selja þau samansett, þetta er ekki erfitt sko (eða mögulega biðja starfsfólk um hjálp með samsetninguna, gæti vel verið að það sé ekkert mál).

      Eyða
  4. ...."þá kosta þeir minna". það er kjarni málsins. Því ætti Húsasmiðjan að selja kassavöruna ódýrara en samsettu vöruna. -En það var einfaldlega ekki í boði. Greitt var það verð sem kom fram i glansbæklingi fyrirtækisins. Kv. Gunnar

    SvaraEyða
  5. Allt er nú hægt að röfla um

    SvaraEyða
  6. Guð ég væri örugglega í 6 daga að setja saman eitt grill. Það er ekki öllum gefið að vera í 20 mín að því. Mér finnst þetta leiðinlegur ávani að selja grill ósamsett. -B.

    SvaraEyða
  7. Skortur á nákvæmni í viðskiptum varð okkur að falli í hruninu. Það að kaupa vöru eftir glansmyndabæklingi eða eftir að hafa skoðað samansetta vöru í verslun og fá síðan, eftir að kaupin eru gerð, afhent grill-púsluspil sem inniheldur dagsverk fyrir leikmann er eitthvað sem neytendur eiga ekki að líða.

    SvaraEyða
  8. það er hægt að fá svona grill samsett, kostar þá 3000 kr aukalega. Þannig er hátturinn hjá öllum, líka BYKO, Bauhaus og Garðheimum.

    SvaraEyða
  9. hahahahahahaha eitt það fyndnara sem ég hef heyrt.

    SvaraEyða