En allavega. Grein Stefáns er hér.
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
fimmtudagur, 24. maí 2012
Rangar verðmerkingar í Krónunni
Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? nefnist athyglisverð grein eftir Stefán Hrafn Jónsson í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar hann um rangar verðmerkingar í matvöruverslunum. Hann tekur Krónuna sérstaklega fyrir og rangt verð á kalkúna. Krónan hefur oft legið undir ámæli hér vegna akkúrats þessa, að geta ekki verðmerkt almennilega. Ég skil nú bara ekki afhverju verslunin tekur sig ekki bara saman í andlitinu með þetta. Er svona erfitt að hafa verðmerkingar í lagi?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Í fyrradag keypti ég epli í Krónunni á 39 kr/stk.Það stóð á skilti við eplin. Þegar ég skoðaði strimilinn heima kom í ljós að ég hafði borgað 49 kr/stk !
SvaraEyðaStundum hef ég verið svo útsjónarsamur að taka með mér plastpoka í Bónus. Þrátt fyrir að hafa sagt skýrt " Nei takk " við poka er samt sem áður rukkað fyrir pokana.
Niðurstaða: Muna að taka með mér gleraugun og fara vel yfir strimil við kassann.
Það er með ólíkindum hvað Krónan getur ekki verðmerkt rétt!! Ef varan er verðmerkt á annað borð.
SvaraEyðaHennar tap, ég sleppi því að kaupa vöru sem er óverðmerkt, ég nenni ekki að hlaupa út um alla búð til að finna starfsmann eða fara á kassa með vöruna til að ath verðið á henni, þetta gerist nánast í hverri verslunarferð.
Skelfilegar verðmerkingar annars vegar og biðröð við verðskannann hins vegar. -Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða "viðskiptavinum" upp á lélega þjónustu?
SvaraEyðaNei, það er ekki allur þjófnaður í verslunum kærður til lögreglu. Kílóverð á 3 stk af venjulegum lauk í neti fékkt ekki uppgefið, hvorki í verðskanna, sem birti bara stykkjaverð, né á kassa (hélt reyndar að það væri skylda að gefa upp, hvar er neytendastofa?), en það reyndist vel yfir 500 kr/kg (249 kr fyrir 3 lauka sem voru rúm 400 grömm). Laukur í lausu kostar ca. 80 kr/kg (þegar hann fæst). Munar BARA rúmlega 500%... Í Bónus er reyndar oftast hægt að velja ódýrari laukinn lausan í kassa, bara að passa vel að tína draslið frá, en í Krónunni er svarið að ÞVÍ MIÐUR eigum við ekki ópakkaðan lauk. Ætli þetta sé pakkað á tunglinu?
SvaraEyða