Ég var að skoða verð á reiðhjólum, og fór inn á orninn.is. Þar fann ég ágætis hjól: Trek 4900 Disc. Það kostar 200.000 kr - http://orninn.is/V%C3%B6rur/Rei%C3%B0hj%C3%B3l/Fjallahj%C3%B3l/Herrar/TREK_4900_Disc
Fyrir einstaka forvitni langaði mig að vita hvað þetta hjól kostar úti. Trek halda sjálfir út ágætis verðmiðunarsíðu fyrir hjólin sín, ég ákvað að skoða hvað þetta sama hjól kostar í Mekka hjólreiðamannsins, Danmörku: http://www.trekbikes.com/dk/da/bikes/mountain/sport/4_series/4900_disc/#
Jú, 5.990 DKR. Sem er uþb. 132.000 IKR. Sem sagt, það munar 68.000 eða 66%. (Bæði verðin innihalda VSK, 25% í Danmörku, og 25.5% hér)
(Síðan leggst reyndar 10% tollur á reiðhjól hér, þannig að það ætti að kosta um 145.000)
Ég trúði þessu ekki, þannig að ég fann 2 verslanir í Kaupmannahöfn, og verðið stenst. 5990 í báðum verslunum.
Prófaði aðra vinsæla verslun, Markið. Fann ágætis hjól, Scott Scale 80 Disc. Það kostar 170.000 þar:
http://markid.is/?item=842&v=item&category-group=hjol
Í random búð í Danmörku er þetta sama hjól á 5.500 danskar (ca. 134.000 með 10% tolli)
http://cykelexperten.dk/cms/modules/shop/public_product_view.php?slang=1&path=71,232&id=4623
Aðeins skárra, en samt töluverður munur.
Bestu kveðjur,
Jón Ragnarsson
Eftir að hafa verið búsettur í liðlega þrjá áratugi á meginlandi Evrópu áður en að ég fluttist hingað til lands á miðju ári 2011, hef ég komist að þeirri niðurstöðu - með því einu að bera saman verð á fremur sjálfsögðum hlutum daglegs lífs annars vegar á Íslandi og hins vegar í þýskalandi -, að verð á alls kyns "smámunum" sé að jafnaði 30% - 50% hærra á Íslandi en á meginlandinu. Glæfralegasti verðmunurinn sem ég hef rekist á eru (bréfa-)umslög sem kosta nákvæmlega 200% meira í ritvöruverslunum á Íslandi en í "staples" - keðjunni í Þýskalandi. Að einhverju leyti má sjálfsagt útskýra þennan gríðarlega verðmun með alltof hátt skráðu & handstýrðu gengi íslensku krónunnar.
SvaraEyðaÉg veit ekki alveg. Ef munurinn á Trek hjólinu er skoðaður er hann um 38% eftir að tekið hefur verið tillit til tollanna en ekki 66%.
SvaraEyðaEins þarf oft að greiða um 5% aukalega ef greitt er með greiðslukorti í Danmörku en ekki hér - verslanir á Íslandi þurfa því alltaf að gera ráð fyrir nokkrum prósentum í kostnað vegna greiðslukorta og það skilar sér náttúrulega út í verðlagið.
Að lokum er afsláttarmenningin oft ansi hvimleið hér á Íslandi. Fólk horfir nefnilega oft frekar á afsláttarprósentuna en endanlegt verð og því þarf listaverðið stundum að vera skrúfað upp.
Ef við tökum sem dæmi þetta hjól í Markinu þá er lítið mál að fá 15% afslátt af því með því að skrá sig í t.d. Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Þá væri verðmunurinn orðinn tæplega 8% sem ætti nú að vera eðlilegt með tilliti til þess að um minni markað er að ræða, flutning, skriffinnsku vegna tolla o.þ.h.
€ 700 í Hollandi,2012 model.
SvaraEyðahttp://www.12gotrading.nl/zoeken/TREK%204900%20Disc
113.000 ISK .
Þumalputtareglan virðist vera sú að stærri hlutir séu 50%-100% dýrari hér en á meginlandi Evrópu. Það er amk mín reynsla af td raftækjum og húsgögnum.
SvaraEyðaÞað er reyndar ekkert óeðlilegt að ýmis raftæki séu talsvert dýrari hér en í Evrópu útaf himinháum vörugjöldum (oftast 25%) og svo er auðvitað hæsti virðisaukaskattur hér á landi af öllum löndum Evrópu.
SvaraEyðaEr bara 10% tollur á reiðhjólum? Hélt það væri 15% eins og á skóm,fatnaði ofl sem framleitt er utan evrópu.....
SvaraEyðaEn ef þú vilt endalaust spila þennan leik að bera saman verð hér heima við verð erlendis, hvar sem er í heiminum þá er það bara svo að alltaf í öllum tilfellum mun verð vera hærra hérlendis. Það er bara þannig og margar ástæður sem liggja að baki, fámenni=minni vöruvelta gerir þá kröfu að smásalar/heildsalar og aðrir þjónustu aðilar þurfa einfaldlega að fá meira verð fyrir hverja selda vöru til að halda sér á lífi og borga þann kostnað sem er að greiða laun,birgðir skatta omfl.
Spurningin er hvenær er verðmunur of mikið, eins og í vissum tilfellum eins og í versluninni sem ég starfa í þá eðlilega erum við að hætta með vissar vörur frá name brands vegna þess a ðverðin sem við þurfum að vinna með eru fullkomlega í allt öðrum heimi heldur en t,d í bretlandi eða bna, hef sjálfur tekið á móti vörum frá birgja sem hafa kostað meira ÁN 25,5% vsk heldur en ég hef fundið á netinu við að google vöruna á 5 mín.
Dæmið: Vara kostaði verslunina kr 25.890 UTAN VSK! Fór á netið sá hana á 200 dollara í US samansem 25.200.
Það er ekki nokkur leið að vinna við þetta, því tökum við þetta vörumerki smám saman úr umferð hjá okkur þar sem fólk mætti bara til þess að máta og þreifa á til að fara á netið og panta.
leiðinlegur veruleiki en svona er staðreindin oft.
Það skilja allir íslendingar að Bónus fær betri verð frá birgjum heldur en kaupmaðurinn á horninu vegna þess að þeir kaupa meira og það sama lögmál á við um þessi mál, vörumerki og birgjar selja ekki vörur til íslands á nálægt því sömu verðum og stærri markaðir fá afgreiddar vörur á.
Skal nefna lítið dæmi. af einu skó og fatnaðs vörumerki þá fá Norðurlöndin öll saman um 15-25% hærri verð heldur en FootLocker verslunarkeðjan. Það er bara ein keðja.
sama á við um Danmörk eða önnur lönd þauj fá miklu betri verð og kjör þar sem markaðirnir eru TÖLUVERT mikið stærri heldur en Íslands markaðurinn.
Það þarf að reikna dæmið til enda. Þú ætlar nú ekki að eiga hjólið í DK og þarft að koma því heim. Flutningskostnaðurinn er oftast mjög hár og ofan á hann bætist skattur og tollur(38% samtals). Pósturinn tekur líka sitt fyrir að tollafgreiða osfrv.
SvaraEyðaÉg hef oft verið að skoða að kaupa hjólavörur erlendis og láta senda mér heim. Þá koma verðin oftast út á pari og svarar hreinlega ekki kostnaði.
Eflaust gætu búðirnar lagt minna á, en þá vil ég heldur hafa öfluga söluaðila hér með viðgerðaraðstöðu.
Þegar ég var í Berlín í haust fór ég í stóra hjólaverslun til að skoða og þá fannst mér verðin á smádóti, t.d. ljós, pumpur, bremsupúðar, fatnað vera nokkurnvegin á pari miðað við VÍSA gengi evrunar þá.
Já við skulum reikna dæmið til enda:
SvaraEyðaReiðhjól í Danmörku 132 000ISK.
Reiknum með að fá c.a. 15 prósent vsk endurgreiddann þegar farið er með hjólið úr landi => 112 200
Toll og vsk borga þú síðan af því sem er umfram 32 500 í Keflavík (10%+25.5%)
Sesmagt hjólið kostar 143 000.
57þúsund króna mismuninum er þá hægt að eyða í flug, gistingu í Danmörku akstur uppá flugvöll, kíkja á Frikka Weis í Laundromat o.sfrv.
En ég held að þetta eigi ekkert frekar við um hjólabúðir en aðrar búðir. Svo borgar maður líka fyrir góða þjónustu :)
Ég þekki reyndar ekki til reiðhjóla, en mín reynsla af verslun (ritföngum, raftækjum) á meginlandi Evrópu (nánar tiltekið í Frakklandi) er sú að verðið þar er almennt hærra þar en hér. Og reyndar hærra þar en í Bretlandi, ef maður miðar við það verð finnst á netinu. Þannig að það er ekki "allt ódýrara" utan landsteinana.
SvaraEyðaAnnað dæmi; hér kostar frímerki á A-bréf til Evrópulanda 175 ISK, í Svíþjóð kostar slíkt 12 SEK, eða um 230 ISK miðað við kreditkorta- og seðlagengi. 32% dýrara í Svíþjóð.
Þetta er ekki illa meint en Örninn var að lækka verðið niður í 189þ. Ég hef heldur aldrei fengið fulla endurgreiðslu á virðisauka gegnum Tax-free í DK og ef það gengur ekki upp þá kostar DK hjólið með skatti og tolli (án flutnings) 185þ. Munurinn er núna aðeins 4þ sem dugar hvorki fyrir flugmiða né uppihald. Kannski fyrir einn hamborgara í köben með kóki. Allir út að hljóla :)
SvaraEyðaJá hvernig væri nú að fara út að hjóla! Ánægður með að það eigi að fjölga hjólastígunum :=)
SvaraEyðaMig finnst það ótrulegt að sjá þjóð sem vill sýna fyrirmynd um notkun grænni orku setja 25,5% skatt og 10,0% toll á reiðhjól! Og á meðan bara Metan og rafmagnsbílar fá forgángs afslætti frá ríkinu! Greinilega er ríkið ekki að græða á hjólreiðum! Við erum notuð á hvern einasta dag á þessu landi. isk isk.
SvaraEyðahttp://tollur.is/default.asp?cat_id=1700
enginn tollur á reiðhjólum
SvaraEyða