sunnudagur, 23. ágúst 2009

Ferðamanna OKUR á Norðurlandi!

Var á ferð um Norðurland í síðustu viku. Ferðamenn eru vanir því að allt sé dýrast í miðborgum heimsins, en svo er ekki á Íslandi í dag.
Nú þurfa íslenskir ferðamenn á blæða, allt er miðað við gengi Evru á mörgum ferðamannastöðum og gististöðum.
Í pylsuvagninum í göngugötunni á Akureyri eru dýrustu pylsur á Íslandi. Þar er rukkað kr. 300 fyrir stykkið, takk!
En í frægasta pylsuvagni Evrópu ,,Bæjarins Bestu" í 101 Reykjavík kostar sú sama kr. 250.
Á Mývatni í Veitingastaðnum Gamli bærinn kosta venjuleg kaffi uppáhelling kr. 400, takk!
En í hjarta Reykjavíkur í Lækjargötu kostar venjuleg kaffi uppáhelling kr. 200 hjá Kondítorí Korninu.
Og einnig er hægt að borða sig vel saddan fyrir kr.1000 í hjarta Reykjavík á Feita Tómatanum í Lækjargötu, þar er hlaðborð alla daga.
Það þýðir ekki fyrir ýmsa ferðaþjónustu aðila á landsbyggðinni að miða verð sín út frá gengi á erlendum gjaldmiðlum núna. Landinn sættir sig ekki við það lengi.
Kveðja,
Íslenskur ferðalangur

6 ummæli:

  1. 350kall er rukkað fyrir pylsu á Hótel Bjarkalundi... fáránlega dýrt

    SvaraEyða
  2. Það þarf samt að taka tillit til þess að staðir út á landi þurfa að borga oft á tíðum meira fyrir vörurnar, það er sendingakostnaður ofl.

    Flestir þessara staða eru líka að lifa á sumrinu en restina af árinu eru þeir bara að bjóða upp á þjónustu sem þeir græða lítið á og borga jafnvel með.

    SvaraEyða
  3. það er nánast undantekning ef að viðskiptavinur úti á landi þarf að borga fluttningskostnað.
    En á ferðalagi mínu í kronguim landið eru álagningar ansi skrautlegar.
    t.d þegar ég keypti litla kók í gleri í Gamla Bænum á mývatni á 380kr og ég sagði já er ekki lagi með ykkur þá sagði 17ára afgreiðslu maður ja svona er Ísland í dag!!! (lítil kók kostar um 82kr til þeirra og þeir borga ekki flutning..

    SvaraEyða
  4. Tjah ég veit nú ekki hvort þetta sé eitthvað verra á landsbygðinni heldur en í borginni, fór á hressó eða hressingarskálan um daginn og fékk mér skítsæmilegan hamborgara sem kostaði eitthvað um 16-1800 kr, man ekki allveg þar sem ég sætti mig þannig séð allveg við það en þegar ég sá svo verðið á kókglasinu sem var hálfslítersglas með smá dælu gosi með klökum og það kostaði litlar 420 kr en jájá þessu tók ég þegjandi uppí r.......
    fór á fleiri staði í hjarta miðbæjarins og fanns hlutir ekkert ódýari en hvar annarstaðar á landsbygðinni.

    reyndar smá hrós hérna fyrir mexíkóskan veitingastað á laugaveginum, man nafnið ef einhver kemur með það, flott þjónusta góður matur og frekar ódýr bara, eitthvað um 1190 kr :)

    SvaraEyða
  5. Sá staður heitir Santa Maria og er alveg frábær.

    SvaraEyða
  6. Það að kaffibolli sé dýrari á veitingastað en í bakaríi er ekkert nýtt, og hefur lítið með það að gera að veitingastaðurinn sé úti á landi.

    SvaraEyða