laugardagur, 1. ágúst 2009

Spáð í framtíðarokur/,,sjálfbærni"

Bygging Tónlistar- og Ráðstefnuhúss stefnir nú þegar í yfir 25 milljarða
útgjöld, gæti skotist yfir 30 milljarða. Framreiknðar fyrri áætlanir eru allar
kolsprungnar,voru feik ! Aldei hafa verið peningar í sjóði. A.m.k. 2/3
hlutar kostnaðar eru gjaldeyrisútgjöld,erlent lánsfé. Ekkert má hrófla
við því fari sem gjaldþrota Portus( & ÍAV) bjó til árið 2006.
Raunsær útreikningur á fjármagnskostnaði TR framkvæmdar verður á
bilinu 1.5 til 2 milljarðar árlega miðað við 35 ára lánstíma á bestu vaxtakjörum,
leggst við almenn rekstrarútgjöld hússins.
Reksturinn verður sjálfbær er nú fullyrt. Ef sá villti draumur rætist að allt að
160.000 manns njóti viðburða í TR árlega, þarf húsið samt að ná inn 10-15.000 kr.
hústekjum af hverjum gesti að jafnaði á mann , bara upp í fjármagnskostnað .
Slíkt okur gerir húsið ónothæft fyrir almenning og fyrir listamenn ! Þá verður
sú ein leið fær að skemmta skattgreiðendum með okurálagi á skatta ef bjarga
á fjármagnskostnaði TR í horn. TR er fyrirfram í "tæknilegu gjaldþroti" .
Þessar döpru staðreyndir blasa við. Má ekki bregðast við þeim?
Baldur Andrésson

2 ummæli:

  1. Ja annaðhvort þetta eða þá staðreynd að við þurfum alltaf að fara erlendis til þess að njóta heimsklassa tónlistarmanna (sem neita að spila í kvikmyndahúsi með hræðilegum hljómburði) við bestu aðstæður.
    Af hverju þarf að byggja öll þessi fótbolta hús? Er Egilshöll ekki farin á hausinn ? Ég veit að Fjarðarbyggð þarf að berjast við að reka stórt og mikið fótboltahús á Reyðarfirði sem þó var byggt með 50% styrki frá Alcoa. Og svo er Fjarðarbyggð líka tekin yfir líkamsræktina sem staðsett er t.d. í þessu risavaxna boltahúsi á Reyðarfirði.

    Allt í lagi að benda á gallana við Tónlistarhúsin en öll þessi stóru boltahús eiga líka að fá sinn skerf af gagnrýni.

    SvaraEyða
  2. Heyr Heyr,
    Ráðstefnu og tónlistarhúsið mun skapa gríðarlegar tekjur í framtíðinni og gera Íslands almennilega samkeppnishæft í ráðstefnugeiranum. Sem veltir gríðarlegum fjármunum. Fótboltahúsin gera það ekki.
    Annars á svona komment ekki heima á okursíðunni, menn ættu að geta fengið útrás fyrir svona blogg annarstaðar

    SvaraEyða