miðvikudagur, 26. ágúst 2009

Smá pæling frá Jóni

Í allri þessari orrahríð á klakanum verðlega séð get ég ekki annað en blöskrað verðlag á íslenskri framleiðslu. Upp að vissu marki er hægt að skilja miklar hækkanir á innfluttri vöru, en ég hefði haldið að það væri akkur fyrir landann að verðleggja sína framleiðslu skynsamlega. Þessir hlutir kosta orðið það sama og þeir innfluttu! Er ég hér aðallega að tala um verð á matvöru og öðru sem heimilin þarfnast. Reyndar hefur verið í mörg ár skrýtið verðlag hér á landi. Flest innlend framleiðsla í öðrum löndum er undantekningarlaust ódýrari en sú innflutta, en hér á landi hefur þetta verið öfugt!
Bara smá pæling.
Kv. Jón

3 ummæli:

  1. Sæll Jón.

    Ég tek undir það sem þú skrifar og gæti léttilega tekið mörg dæmi um ótrúlegar hækkanir sem vart fá staðist.En ég ætla að láta tvö dæmi duga. Fyrst er að lambakjöt hækkaði fljótlega eftir að kreppan skall á um 25% á línuna. Var útfærslan mismunandi(það er alltaf blekkingarleikurinn með ásett verð og afslátt) En Stórmarkaðir og framleiðendur hækkuðu annaðhvort ásett verð eða lækkuðu afslátt. Niðurstaðan var samt nálægt 25% á línuna. Annað atriði er Samlokur og hamborgarar frá Júmbó sem ég kaupi mér oft í hádeginu. Fyrstu 2 mánuðina að minnsta kosti hækkaði sú vara ekkert og kostaði Hamborgari 239 kr í öllum verslunum Bónus. Núna ca 10 mánuðum seinna eru þeir komnir í 398 kr stk. Það þarf einhver að skýra út fyrir mér af hverju tæplega 70 % hækkun verður á innlendri matvöru (víst er hveiti í hamborgarabrauðum) en það skýrir aldrei alla þessa hækkun. Krónan var með sömu hamborgara síðast þegar ég vissi um jól á 289 kr. en eru nú að selja ostborgara á 309 kr. Það er þó hófstilltari hækkun en hjá Bónus mönnum.

    SvaraEyða
  2. Ég held að það sé kominn tími til að framleiðengur vöru á Íslandi og söluaðilar gefi sjálfum sér gott spark í rassgatið og fari að haga sér eins menn þegar kemur að verðlagningu !

    SvaraEyða
  3. það kom mér á óvart í könnun sem stöð 2 gerði um daginn,matarkarfa sem keypt var í jan 2008 og svo aftur í ágúst 2009,þessi karfa var búin að hækka um 44%,eitt af vörunum var ísl.nautahakk og það hafði aðeins hækkað um 3%

    SvaraEyða