mánudagur, 10. ágúst 2009

Passið ykkur á drykkjunum á Ítalíu!

Ég fór með konuna út að borða á Ítalíu. Fengum okkur að borða og maturinn var fínn og kostaði þannig séð ekkert mikið. En ég og konan fengum okkur sitthvort pepsiglasið, hálfan líter af vatnsþynntu pepsiglasi í klökum og svo eftir matinn fékk konan sér venjulegt svart kaffi, einn bolla. Svo fengum við reikninginn og þá brá okkur. Eitt pepsiglas kostaði 700 kr. Einn kaffibolli, kolsvart og sykurlaust kostaði 350 kr. Við sem sagt borguðum 1750 kr fyrir 2 pepsiglös og einn kaffibolla. OKUR!!
kv, Guðmundur Guðjónsson

10 ummæli:

  1. Þetta er svona á flestum túristastöðum með góðum skammti af sól. Þó sérstaklega á Ítalíu og Spáni. Mikil samkeppni er á söluverði á matnum sjálfum en drykkjarvörur eru leið þeirra til að græða.

    Er auðvitað svona á Íslandi líka en ekki eins ýkt.

    SvaraEyða
  2. Ehh, er ekki verið að tala um veitingahúsið Ítalíu... hver ætti að vera að tuða um verð í útlöndum á íslenskri okursíðu?

    SvaraEyða
  3. Já er þá ekki þetta rekstrarfyrirkomulag að komast inn hjá okkur. Mögulega til að fiska inn túristana. Þetta virkar auðvitað mun frekar á fólk sem þekkir lítið til á svæðinu.

    SvaraEyða
  4. Er ekki drykkjarseðill á borðum þar sem verðið kemur fram ?

    SvaraEyða
  5. Ég veit ekki hvernig það er á staðnum sjálfum en gos-verð kemur a.m.k. hvergi fram á menu-inu þeirra á heimasíðunni www.italia.is. Það borgar sig greinilega að spyrja áður en maður kaupir...

    SvaraEyða
  6. Þetta er ekki rétt, verðið á einu pepsi glasi er 350 krónur. Ég var þarna í gær.

    SvaraEyða
  7. Undarlegt, kannski kostuðu klakarnir 350kr.

    SvaraEyða
  8. 350 kr fyrir eitt pepsíglas er samt sem áður ríflega í lagt.

    SvaraEyða
  9. ...en algjörlega í takt við það sem gerist annars staðar

    SvaraEyða
  10. Hann hefur kannski bara verið rukkaður um tvö pepsiglös :D

    SvaraEyða